Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum

Halldór Pálmar Halldórsson

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofnana.

Verkefni og námskeið í tengslum við rannsóknasetrið eru fjölbreytt og hafa innlendir jafnt sem erlendir vísindamenn og nemendur nýtt sér aðstöðuna í Sandgerði við sínar rannsóknir. Að jafnaði vinna 2 til 4 framhaldsnemar að verkefnum sínum við setrið en forstöðumaður þess er dr. Halldór Pálmar Halldórsson sjávarlíffræðingur.

Kræklingar (Mytilus edulis).

Við rannsóknasetrið fara fram margvísleg verkefni sem tengjast lífríki sjávar. Megináhersla er lögð á rannsóknir á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur en sú aðstaða sem byggð hefur verið upp og hinn einstaklega hreini borholusjór á Garðvegi 1 gera slíkar mengunarrannsóknir mögulegar. Rannsóknirnar hafa aðallega beinst að áhrifum eitraðra og krabbameinsvaldandi efna úr olíum og botnmálningu skipa á sjávardýr, og þá einkum á krækling og nokkrar fisktegundir. Áhrifin koma meðal annars fram í frumuskemmdum, skemmdum á erfðaefninu og breytingum á lífeðlisfræðilegri virkni dýranna en notkun slíkra líffræðilegra mælikvarða (bíómarkera) við rannsóknir á mengun sjávar er ört vaxandi í heiminum. Rannsóknasetrið er þátttakandi í alþjóðlegum verkefnum á þessu sviði og hafa sjónir manna beinst í auknum mæli að viðkvæmu lífríki norðurslóða í kjölfar hlýnunar sjávar og aukinna umsvifa mannsins á norðlægum slóðum.

Frá árinu 2006 hafa farið fram viðamiklar rannsóknir á hinum nýja landnema grjótkrabba á vegum rannsóknasetursins. Tveir meistaranemar hafa rannsakað uppruna, tímgun og veiðanleika krabbans og eru áframhaldandi rannsóknir á stofnvistfræði hans fyrirhugaðar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofninn sé lífvænlegur og geti þrifist vel hér við land. Grjótkrabbinn er sérlega áhugavert viðfangsefni fyrir margra hluta sakir. Hann er nýr landnemi sem að öllum líkindum barst hingað með kjölfestuvatni skipa, landnám krabbans hér við land er það fyrsta í Evrópu en hann er þekkt nytjategund í sínum náttúrulegu heimkynnum við N-Ameríku.

Grjótkrabbi (Cancer irroratus).

Eins og áður segir samnýtir rannsóknasetrið aðstöðuna að Garðvegi 1 með Náttúrustofu Reykjaness, Botndýrastöðinni og Fræðasetrinu í Sandgerði og eru ýmis verkefni unnin í góðri samvinnu við þá. Má þar nefna rannsóknir á lífsháttum strandfugla og kortlagningu fjara á Reykjanesi í samstarfi með Náttúrustofu Reykjaness. Meðal annarra verkefna eru rannsóknir á frumulíffræði kúfskelja í tengslum við öldrun í samstarfi með þýskum vísindamönnum og söfnun svampa og annarra botnfastra sjávarhryggleysingja í samvinnu með Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknabáturinn Sæmundur fróði RE, í eigu HÍ, nýtist jafnframt við ýmis verkefni en forstöðumaður setursins er skipstjóri og umsjónarmaður bátsins. Rannsóknasetrið tekur þátt í verklegri kennslu í eiturefnavistfræði og sjávarvistfræði við HÍ þar sem kennslan fer fram í Sandgerði og að auki hafa á hverju ári komið nokkrir hópar framhaldsnema, innlendir og erlendir, sem nýta gisti- og rannsóknaaðstöðuna að Garðvegi 1.

Á rannsóknasetrinu er sýningin Heimskautin heilla, sem fjallar um ævi og störf franska landkönnuðarins Jean-Baptiste Charcot. Sýningin, sem er samvinnuverkefni setursins og Sandgerðisbæjar, var opnuð árið 2007 og hefur vakið verðskuldaða athygli. Charcot, sem fórst við Ísland árið 1936 ásamt 40 manns úr áhöfn rannsóknaskipsins Pourquoi pas? var einn af merkustu landkönnuðum heims og mikill Íslandsvinur.

Höfundur

Halldór Pálmar Halldórsson

líffræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum

Útgáfudagur

20.4.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Halldór Pálmar Halldórsson. „Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum.“ Vísindavefurinn, 20. apríl 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=70856.

Halldór Pálmar Halldórsson. (2011, 20. apríl). Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70856

Halldór Pálmar Halldórsson. „Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum.“ Vísindavefurinn. 20. apr. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70856>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum var stofnað árið 2004 og er það staðsett að Garðvegi 1 í Sandgerði. Þar eru einnig til húsa Náttúrustofa Reykjaness, Botndýrarannsóknastöðin (BIOICE) og Fræðasetrið í Sandgerði en frá upphafi hefur Sandgerðisbær staðið myndarlega að uppbyggingu og rekstri þessara stofnana.

Verkefni og námskeið í tengslum við rannsóknasetrið eru fjölbreytt og hafa innlendir jafnt sem erlendir vísindamenn og nemendur nýtt sér aðstöðuna í Sandgerði við sínar rannsóknir. Að jafnaði vinna 2 til 4 framhaldsnemar að verkefnum sínum við setrið en forstöðumaður þess er dr. Halldór Pálmar Halldórsson sjávarlíffræðingur.

Kræklingar (Mytilus edulis).

Við rannsóknasetrið fara fram margvísleg verkefni sem tengjast lífríki sjávar. Megináhersla er lögð á rannsóknir á áhrifum mengandi efna á sjávarlífverur en sú aðstaða sem byggð hefur verið upp og hinn einstaklega hreini borholusjór á Garðvegi 1 gera slíkar mengunarrannsóknir mögulegar. Rannsóknirnar hafa aðallega beinst að áhrifum eitraðra og krabbameinsvaldandi efna úr olíum og botnmálningu skipa á sjávardýr, og þá einkum á krækling og nokkrar fisktegundir. Áhrifin koma meðal annars fram í frumuskemmdum, skemmdum á erfðaefninu og breytingum á lífeðlisfræðilegri virkni dýranna en notkun slíkra líffræðilegra mælikvarða (bíómarkera) við rannsóknir á mengun sjávar er ört vaxandi í heiminum. Rannsóknasetrið er þátttakandi í alþjóðlegum verkefnum á þessu sviði og hafa sjónir manna beinst í auknum mæli að viðkvæmu lífríki norðurslóða í kjölfar hlýnunar sjávar og aukinna umsvifa mannsins á norðlægum slóðum.

Frá árinu 2006 hafa farið fram viðamiklar rannsóknir á hinum nýja landnema grjótkrabba á vegum rannsóknasetursins. Tveir meistaranemar hafa rannsakað uppruna, tímgun og veiðanleika krabbans og eru áframhaldandi rannsóknir á stofnvistfræði hans fyrirhugaðar. Niðurstöðurnar benda til þess að stofninn sé lífvænlegur og geti þrifist vel hér við land. Grjótkrabbinn er sérlega áhugavert viðfangsefni fyrir margra hluta sakir. Hann er nýr landnemi sem að öllum líkindum barst hingað með kjölfestuvatni skipa, landnám krabbans hér við land er það fyrsta í Evrópu en hann er þekkt nytjategund í sínum náttúrulegu heimkynnum við N-Ameríku.

Grjótkrabbi (Cancer irroratus).

Eins og áður segir samnýtir rannsóknasetrið aðstöðuna að Garðvegi 1 með Náttúrustofu Reykjaness, Botndýrastöðinni og Fræðasetrinu í Sandgerði og eru ýmis verkefni unnin í góðri samvinnu við þá. Má þar nefna rannsóknir á lífsháttum strandfugla og kortlagningu fjara á Reykjanesi í samstarfi með Náttúrustofu Reykjaness. Meðal annarra verkefna eru rannsóknir á frumulíffræði kúfskelja í tengslum við öldrun í samstarfi með þýskum vísindamönnum og söfnun svampa og annarra botnfastra sjávarhryggleysingja í samvinnu með Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Rannsóknabáturinn Sæmundur fróði RE, í eigu HÍ, nýtist jafnframt við ýmis verkefni en forstöðumaður setursins er skipstjóri og umsjónarmaður bátsins. Rannsóknasetrið tekur þátt í verklegri kennslu í eiturefnavistfræði og sjávarvistfræði við HÍ þar sem kennslan fer fram í Sandgerði og að auki hafa á hverju ári komið nokkrir hópar framhaldsnema, innlendir og erlendir, sem nýta gisti- og rannsóknaaðstöðuna að Garðvegi 1.

Á rannsóknasetrinu er sýningin Heimskautin heilla, sem fjallar um ævi og störf franska landkönnuðarins Jean-Baptiste Charcot. Sýningin, sem er samvinnuverkefni setursins og Sandgerðisbæjar, var opnuð árið 2007 og hefur vakið verðskuldaða athygli. Charcot, sem fórst við Ísland árið 1936 ásamt 40 manns úr áhöfn rannsóknaskipsins Pourquoi pas? var einn af merkustu landkönnuðum heims og mikill Íslandsvinur.

...