Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:39 • sest 23:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:44 • Sest 23:45 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 24:35 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:54 • Síðdegis: 18:27 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Háskólalestin á Hvolsvelli

Ritstjórn Vísindavefsins

Háskólalestin hélt á sinn annan áfangastað á verkalýðsdaginn, 1. maí. Nú var haldið á Hvolsvöll þar sem mikil vísindaveisla fór fram. Líkt og í Stykkishólmi var mikið í boði. Sprengjugengið var á sínum stað en það vakti sem fyrr mikla lukku meðal áhorfenda, mikil örtröð var í stjörnuverið, auk þess sem eldorgelið logaði undir söng gospelkórs!

Sem fyrr var japanskan einkar vinsæl. Margir létu ekki nægja að fá sitt eigið nafn ritað á japönsku heldur enduðu með alla fjölskylduna og jafnvel heimilisfangið á þessu framandi tungumáli. Einnig lærðu margir að föndra á japanska vegu. Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur greinilega vakið upp margar spurningar þar sem fjölmargir kynntu sér það sem jarðfræðin hafði upp á að bjóða, meðal annars ösku og grjót úr eldgosinu. Boðið var upp á ýmsa leiki fyrir alla fjölskylduna undir handleiðslu íþróttakennara.

Framlag Vísindavefsins var með hefðbundnu sniði þar sem veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? voru til sýnis, auk vísindadagatalsins. Einhverjir leystu einnig þær þrautir sem í boði voru og hlutu þrír klárir krakkar vísindadagatalið að launum fyrir erfiðið. Þó sumir hafi nú ekki verið lengi að leysa þrautirnar! Þetta voru þau Sæbjörg Eva sem fann út hvað Gunna átti að baka margar kökur, Daníel Anton sem fann fjársjóðinn og Eyþór Máni sem leysti gátu Einsteins.

Vísindavefurinn á Hvolsvelli.

Fimm erindi voru haldin en þau voru um stærð gossins í Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi Guðmundsson hélt, um skóga og ösku eftir Hrein Óskarsson, erindi sem bar nafnið Katla jarðvangur – efling byggðar og samfélags sem Ragnhildur Sveinbjarnardóttir fræddi gesti um, um komur farfugla til Íslands sem Tómas Grétar Gunnarsson hélt og að lokum um listina að lífláta lúpínu en það var Magnús Hrafn Jóhannsson sem hélt það erindi. Fullt var út úr dyrum á fyrirlestrunum og höfðu gestir um margt að spurja.

Háskólalestin ferðast um landið!

Næstkomandi föstudag, 6. maí, mun svo Háskóli unga fólksins líta við í Hvolsskóla á Hvolsvelli en þar munu nemendur í 5.-10. bekk sækja námskeið í stjörnufræði, dönsku, kynjafræði, nýsköpun, jarðvísindum og stjórnmálafræði.

Myndir:

Útgáfudagur

4.5.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin á Hvolsvelli.“ Vísindavefurinn, 4. maí 2011, sótt 14. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=70859.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2011, 4. maí). Háskólalestin á Hvolsvelli. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=70859

Ritstjórn Vísindavefsins. „Háskólalestin á Hvolsvelli.“ Vísindavefurinn. 4. maí. 2011. Vefsíða. 14. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=70859>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Háskólalestin á Hvolsvelli
Háskólalestin hélt á sinn annan áfangastað á verkalýðsdaginn, 1. maí. Nú var haldið á Hvolsvöll þar sem mikil vísindaveisla fór fram. Líkt og í Stykkishólmi var mikið í boði. Sprengjugengið var á sínum stað en það vakti sem fyrr mikla lukku meðal áhorfenda, mikil örtröð var í stjörnuverið, auk þess sem eldorgelið logaði undir söng gospelkórs!

Sem fyrr var japanskan einkar vinsæl. Margir létu ekki nægja að fá sitt eigið nafn ritað á japönsku heldur enduðu með alla fjölskylduna og jafnvel heimilisfangið á þessu framandi tungumáli. Einnig lærðu margir að föndra á japanska vegu. Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur greinilega vakið upp margar spurningar þar sem fjölmargir kynntu sér það sem jarðfræðin hafði upp á að bjóða, meðal annars ösku og grjót úr eldgosinu. Boðið var upp á ýmsa leiki fyrir alla fjölskylduna undir handleiðslu íþróttakennara.

Framlag Vísindavefsins var með hefðbundnu sniði þar sem veggspjöld úr spurningabók Vísindavefsins og Forlagsins um vísindi handa börnum sem kemur út í haust og ber nafnið: Af hverju gjósa fjöll? voru til sýnis, auk vísindadagatalsins. Einhverjir leystu einnig þær þrautir sem í boði voru og hlutu þrír klárir krakkar vísindadagatalið að launum fyrir erfiðið. Þó sumir hafi nú ekki verið lengi að leysa þrautirnar! Þetta voru þau Sæbjörg Eva sem fann út hvað Gunna átti að baka margar kökur, Daníel Anton sem fann fjársjóðinn og Eyþór Máni sem leysti gátu Einsteins.

Vísindavefurinn á Hvolsvelli.

Fimm erindi voru haldin en þau voru um stærð gossins í Eyjafjallajökli sem Magnús Tumi Guðmundsson hélt, um skóga og ösku eftir Hrein Óskarsson, erindi sem bar nafnið Katla jarðvangur – efling byggðar og samfélags sem Ragnhildur Sveinbjarnardóttir fræddi gesti um, um komur farfugla til Íslands sem Tómas Grétar Gunnarsson hélt og að lokum um listina að lífláta lúpínu en það var Magnús Hrafn Jóhannsson sem hélt það erindi. Fullt var út úr dyrum á fyrirlestrunum og höfðu gestir um margt að spurja.

Háskólalestin ferðast um landið!

Næstkomandi föstudag, 6. maí, mun svo Háskóli unga fólksins líta við í Hvolsskóla á Hvolsvelli en þar munu nemendur í 5.-10. bekk sækja námskeið í stjörnufræði, dönsku, kynjafræði, nýsköpun, jarðvísindum og stjórnmálafræði.

Myndir:

...