Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?

Guðrún Kvaran

Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635:

ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle.

Notkunin um framburð er eitthvað yngri. Í Riti þess Islendska Lærdóms Lista Felags frá 1790 er upptalning á ýmsum málgöllum og koma þar fyrir bæði orðin smámæli og smámæltur án skýringar. Heimildir um lýsingarorðið smámæltur eru heldur eldri. Í orðasafni eftir Jón Árnason biskup frá 1734 eru orðin blestur og smámæltur gefin sem þýðing á latneska orðinu blæsus. Hann valdi hins vegar ekki þýðinguna smámæltur í orðabókinni sem hann gaf út 1738, Nucleus latinitatis, heldur einungis ‘øfugmynntur, munnskackur ...’ (bls. 18).

Ekki hefur fundist skýring á því hvers vegna smámæli og smámæltur voru upphaflega notuð um þennan ákveðna framburð á s.

Í ritinu Mállýzkur I frá 1946 eftir Björn Guðfinnsson er lýsing á því hvað sé átt við með orðinu smámæltur:

Smámælt afbrigði af s-hljóði [ [...]]. Öngin myndast þá á milli tungubrodds og bakflatar og framtanna efri kjálka.

Önnur lýsing er í hljóðfræði eftir Árna Böðvarsson frá 1975:

Myndunarstaður [s] í íslensku er alltaf aftar en [þ]. Ef myndunarstaðurinn færist framar, myndast smámælt s, einnig ef öngin er of flöt.

Báðum málfræðingunum ber saman um að orðið eigi við afbrigði af s-hljóði sem ekki sé myndað á sama stað í munni, það er framar en hið algengara s-hljóð. Ég hef ekki fundið skýringu á því hvers vegna smámæli og smámæltur voru upphaflega notuð um þennan ákveðna framburð á s. Ef til vill tengist það upphaflegri merkingu orðsins smámæli og vísar þá til þess sem er minna, óverulegra. Smámælt s líkist lítið s-hljóði heldur meira þ.

Heimildir:
  • Árni Böðvarsson. 1975. Hljóðfræði. Prentað sem handrit. Reykjavík.
  • Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Reykjavík.
  • Jón Árnason. 1738. Nucleus latinitatis. … Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

27.4.2016

Spyrjandi

Arnþór Gíslason

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 27. apríl 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71000.

Guðrún Kvaran. (2016, 27. apríl). Af hverju er smámæli kallað þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71000

Guðrún Kvaran. „Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 27. apr. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71000>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er smámæli kallað þessu nafni?
Elstu heimildir um orðið smámæli í Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans sýna merkinguna ‘lítilsvert málefni’ og sú elsta er frá árinu 1635:

ad þeir a kialarnese hiellde ad Alfdys Jonsdotter hefde tilberan ad erfdum teked af modur sinne [ [...]] huad mier virdest ecke smämæle.

Notkunin um framburð er eitthvað yngri. Í Riti þess Islendska Lærdóms Lista Felags frá 1790 er upptalning á ýmsum málgöllum og koma þar fyrir bæði orðin smámæli og smámæltur án skýringar. Heimildir um lýsingarorðið smámæltur eru heldur eldri. Í orðasafni eftir Jón Árnason biskup frá 1734 eru orðin blestur og smámæltur gefin sem þýðing á latneska orðinu blæsus. Hann valdi hins vegar ekki þýðinguna smámæltur í orðabókinni sem hann gaf út 1738, Nucleus latinitatis, heldur einungis ‘øfugmynntur, munnskackur ...’ (bls. 18).

Ekki hefur fundist skýring á því hvers vegna smámæli og smámæltur voru upphaflega notuð um þennan ákveðna framburð á s.

Í ritinu Mállýzkur I frá 1946 eftir Björn Guðfinnsson er lýsing á því hvað sé átt við með orðinu smámæltur:

Smámælt afbrigði af s-hljóði [ [...]]. Öngin myndast þá á milli tungubrodds og bakflatar og framtanna efri kjálka.

Önnur lýsing er í hljóðfræði eftir Árna Böðvarsson frá 1975:

Myndunarstaður [s] í íslensku er alltaf aftar en [þ]. Ef myndunarstaðurinn færist framar, myndast smámælt s, einnig ef öngin er of flöt.

Báðum málfræðingunum ber saman um að orðið eigi við afbrigði af s-hljóði sem ekki sé myndað á sama stað í munni, það er framar en hið algengara s-hljóð. Ég hef ekki fundið skýringu á því hvers vegna smámæli og smámæltur voru upphaflega notuð um þennan ákveðna framburð á s. Ef til vill tengist það upphaflegri merkingu orðsins smámæli og vísar þá til þess sem er minna, óverulegra. Smámælt s líkist lítið s-hljóði heldur meira þ.

Heimildir:
  • Árni Böðvarsson. 1975. Hljóðfræði. Prentað sem handrit. Reykjavík.
  • Björn Guðfinnsson. 1946. Mállýzkur I. Reykjavík.
  • Jón Árnason. 1738. Nucleus latinitatis. … Ný útgáfa. Guðrún Kvaran og Friðrik Magnússon sáu um útgáfuna. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...