Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:49 • Síðdegis: 18:13 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:55 • Síðdegis: 24:31 í Reykjavík

Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það?

JGÞ

Þetta er þekkt þverstæða um Guð sem við höfum að vísu ekki heyrt áður svona. Við eigum hins vegar svar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? og það ætti að vera nokkuð ljóst að spurningin um Guð og súkkulaðið er af sama tagi. Flestir sjá líklega í hendi sér að hægt er að mynda nærri óendanlega margar sams konar þverstæður, sem allar eru í raun þær sömu. Til dæmis:
  • Gæti Guð eldað svo mikla kjötkássu að hann gæti ekki borðað hana?
  • Gæti Guð búið til svo stóran sælgætisbangsa að hann gæti ekki kyngt honum?
  • Gæti Guð skrifað svo leiðinlega bók að hann gæti ómögulega lesið hana?

Þverstæðan er alltaf sú sama. Það sem er til umfjöllunar er hvort Guð sem almáttug vera geti gert hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli þá í sér mótsögn.

Við bendum lesendum einfaldlega á að lesa svar Eyju Margrétar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?

Fyrir þá sem hafa áhuga á hitastigi súkkulaðsins hjá Guði, höfum við það að segja að það eru engin efri mörk til fyrir hitastig. Þegar Guð setur á sig svuntuna og fer að hita súkkulaðið munu efnin í því hins vegar taka hamskiptum.

Vatnið sem súkkulaðið er að mestu úr, mun til dæmis breytast fyrst í gufu og síðan í rafgas. Um þetta má lesa til dæmis í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Er hægt að hita efni endalaust eða eru einhver efri mörk hitastigs, eins og gildir um kulda?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Bogi Ísak Bogason, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það? “ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 21. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7114.

JGÞ. (2008, 29. febrúar). Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7114

JGÞ. „Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það? “ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 21. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7114>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Gæti Guð hitað súkkulaði svo mikið að hann gæti ekki drukkið það?
Þetta er þekkt þverstæða um Guð sem við höfum að vísu ekki heyrt áður svona. Við eigum hins vegar svar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? og það ætti að vera nokkuð ljóst að spurningin um Guð og súkkulaðið er af sama tagi. Flestir sjá líklega í hendi sér að hægt er að mynda nærri óendanlega margar sams konar þverstæður, sem allar eru í raun þær sömu. Til dæmis:

  • Gæti Guð eldað svo mikla kjötkássu að hann gæti ekki borðað hana?
  • Gæti Guð búið til svo stóran sælgætisbangsa að hann gæti ekki kyngt honum?
  • Gæti Guð skrifað svo leiðinlega bók að hann gæti ómögulega lesið hana?

Þverstæðan er alltaf sú sama. Það sem er til umfjöllunar er hvort Guð sem almáttug vera geti gert hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli þá í sér mótsögn.

Við bendum lesendum einfaldlega á að lesa svar Eyju Margrétar við spurningunni Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?

Fyrir þá sem hafa áhuga á hitastigi súkkulaðsins hjá Guði, höfum við það að segja að það eru engin efri mörk til fyrir hitastig. Þegar Guð setur á sig svuntuna og fer að hita súkkulaðið munu efnin í því hins vegar taka hamskiptum.

Vatnið sem súkkulaðið er að mestu úr, mun til dæmis breytast fyrst í gufu og síðan í rafgas. Um þetta má lesa til dæmis í svari Viðars Guðmundssonar við spurningunni Er hægt að hita efni endalaust eða eru einhver efri mörk hitastigs, eins og gildir um kulda?

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....