Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn.

Þverstæðan er þessi:

 • Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.
 • Þá hlýtur hann að geta lyft hvaða steini sem er jafnframt því að geta búið til hvað sem er.
 • Geti hann búið til stein sem er of þungur til að hann geti lyft honum sjálfur er hann ekki almáttugur, þar sem hann getur ekki lyft viðkomandi steini (eða, réttara sagt, gæti það ekki ef steinninn væri búinn til).
 • Geti hann ekki búið til stein af þessu tagi er hann ekki almáttugur þar sem hann getur ekki búið til hvað sem er.
 • Niðurstaðan er því sú að ef Guð er almáttugur þá er hann ekki almáttugur.
 • Mótsögn hefur verið leidd af þeirri forsendu að Guð sé almáttugur og því er sú ályktun dregin að Guð geti ekki veri almáttugur.

Þessi þverstæða um Guð og steininn er í raun ekkert annað en afbrigði af spurningunni: “Ef Guð er almáttugur, getur hann þá brotið lögmál rökfræðinnar?” Sú forsenda að Guð geti gengið gegn lögmálum rökfræðinnar leiðir óhjákvæmilega til mótsagnar. Steinn sem er svo þungur að almáttug (og þar með óendanlega sterk) vera getur ekki lyft honum er dæmi um hlut sem felur í sér mótsögn. Í staðinn fyrir að spyrja um Guð og steininn mætti spyrja: “Ef Guð er almáttugur, getur hann þá búið til ferhyrndan þríhyrning, giftan piparsvein eða sannað að tveir plús tveir séu fimm?” Við gætum til dæmis notað forsenduna “Ef Guð er almáttugur þá getur hann sannað að talan 3 sé hærri en talan 8” til að sýna fram á samskonar mótsögn og leidd var hér að ofan af dæminu um Guð og steininn.

Þeir sem trúa á tilvist almáttugrar veru eiga um tvo kosti að velja. Annar er sá að taka undir með Tómasi af Aquino (1225 – 1274) og takmarka skilgreininguna á “almáttugur” við það sem er rökfræðilega mögulegt. Með öðrum orðum er þetta sú skoðun að það að vera almáttugur þýði í raun það að geta gert allt sem ekki brýtur í bága við lögmál rökfræðinnar.

Hinn kosturinn er að líta svo á að ekki skipti máli þótt skilgreiningin á almáttugri veru feli í sér mótsögn. Þeir sem velja þennan kost telja að almáttug vera geti framkvæmt hið rökfræðilega ómögulega og það að slíkt feli í sér mótsögn þurfi ekki að hafa áhrif á trú þeirra á slíka veru þar sem trú hafi ekkert með skynsemi að gera. Fylgismenn afstöðu á borð við þessa telja jafnvel að það sé í eðli trúarinnar að ganga gegn skynseminni. Meðal þeirra má nefna Vilhjálm af Ockham (u.þ.b. 1285 – 1347) og Søren Kierkegaard (1813 – 1855).

Þessari spurningu hefur einnig verið svarað frá sjónarhóli guðfræðinnar, sjá svar Bjarna Randvers Sigurvinssonar.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

19.9.2000

Spyrjandi

Guðrún Sóley Gestsdóttir, f. 1987

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?“ Vísindavefurinn, 19. september 2000. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=922.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2000, 19. september). Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=922

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?“ Vísindavefurinn. 19. sep. 2000. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=922>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Ef Guð er almáttugur getur hann þá búið til svo stóran stein að hann geti ekki lyft honum?
Þverstæðan um Guð og steininn er ekki ný af nálinni. Með henni er í raun verið að spyrja hvort Guð, sem almáttug vera, geti framkvæmt hluti sem eru rökfræðilega ómögulegir og hvort hugmyndin um almáttugan Guð feli í sér mótsögn.

Þverstæðan er þessi:

 • Hugsum okkur að Guð sé almáttugur.
 • Þá hlýtur hann að geta lyft hvaða steini sem er jafnframt því að geta búið til hvað sem er.
 • Geti hann búið til stein sem er of þungur til að hann geti lyft honum sjálfur er hann ekki almáttugur, þar sem hann getur ekki lyft viðkomandi steini (eða, réttara sagt, gæti það ekki ef steinninn væri búinn til).
 • Geti hann ekki búið til stein af þessu tagi er hann ekki almáttugur þar sem hann getur ekki búið til hvað sem er.
 • Niðurstaðan er því sú að ef Guð er almáttugur þá er hann ekki almáttugur.
 • Mótsögn hefur verið leidd af þeirri forsendu að Guð sé almáttugur og því er sú ályktun dregin að Guð geti ekki veri almáttugur.

Þessi þverstæða um Guð og steininn er í raun ekkert annað en afbrigði af spurningunni: “Ef Guð er almáttugur, getur hann þá brotið lögmál rökfræðinnar?” Sú forsenda að Guð geti gengið gegn lögmálum rökfræðinnar leiðir óhjákvæmilega til mótsagnar. Steinn sem er svo þungur að almáttug (og þar með óendanlega sterk) vera getur ekki lyft honum er dæmi um hlut sem felur í sér mótsögn. Í staðinn fyrir að spyrja um Guð og steininn mætti spyrja: “Ef Guð er almáttugur, getur hann þá búið til ferhyrndan þríhyrning, giftan piparsvein eða sannað að tveir plús tveir séu fimm?” Við gætum til dæmis notað forsenduna “Ef Guð er almáttugur þá getur hann sannað að talan 3 sé hærri en talan 8” til að sýna fram á samskonar mótsögn og leidd var hér að ofan af dæminu um Guð og steininn.

Þeir sem trúa á tilvist almáttugrar veru eiga um tvo kosti að velja. Annar er sá að taka undir með Tómasi af Aquino (1225 – 1274) og takmarka skilgreininguna á “almáttugur” við það sem er rökfræðilega mögulegt. Með öðrum orðum er þetta sú skoðun að það að vera almáttugur þýði í raun það að geta gert allt sem ekki brýtur í bága við lögmál rökfræðinnar.

Hinn kosturinn er að líta svo á að ekki skipti máli þótt skilgreiningin á almáttugri veru feli í sér mótsögn. Þeir sem velja þennan kost telja að almáttug vera geti framkvæmt hið rökfræðilega ómögulega og það að slíkt feli í sér mótsögn þurfi ekki að hafa áhrif á trú þeirra á slíka veru þar sem trú hafi ekkert með skynsemi að gera. Fylgismenn afstöðu á borð við þessa telja jafnvel að það sé í eðli trúarinnar að ganga gegn skynseminni. Meðal þeirra má nefna Vilhjálm af Ockham (u.þ.b. 1285 – 1347) og Søren Kierkegaard (1813 – 1855).

Þessari spurningu hefur einnig verið svarað frá sjónarhóli guðfræðinnar, sjá svar Bjarna Randvers Sigurvinssonar....