Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?

Gylfi Magnússon

Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því meira verði framboðið. Þriðja lögmálið er svo iðulega sagt leiða af samspili framboðs og eftirspurnar. Það felst í því að sé framboð meira en eftirspurn af tiltekinni vöru eða þjónustu þá lækki verð hennar en hækki sé framboðið minna en eftirspurn.

Þótt iðulega sé rætt um lögmál í þessu samhengi þá eru niðurstöðurnar ekki algildar. Hugtakið lögmál er því ekki að öllu leyti við hæfi og líklega betra að tala um reglur með undantekningum. Hagfræðin, líkt og aðrar greinar félagsvísinda, fæst við mjög flókin kerfi og geta því niðurstöðurnar verið háðar mjög mörgum þáttum sem flækir málið. Hagfræðin er að því leyti flóknari en einföld vísindi, eins og til dæmis eldflaugaeðlisfræði.

Enski hagfræðingurinn Alfred Marshall (1842-1924) var fyrstur til að gera myndræna framsetningu á lögmálum um framboð og eftirspurn. Hann teiknaði X á mynd þar sem verð er á lóðrétta ásnum og magn á þeim lárétta. Upphallandi hluti X-ins (krossins) táknar framboð, sá niðurhallandi eftirspurn og skurðpunkturinn jafnvægi.

Þannig þekkjast margar undantekningar frá þeim reglum um framboð og eftirspurn sem raktar eru hér að framan. T.d. er fræðilega hugsanlegt að einstaka vörur eða þjónusta verði eftirsóttari sé verð þeirra hátt en þegar verðið er lágt. Ein skýring þessa gæti verið að til er fólk sem gengst upp í því að skreyta sig með eða nota með öðrum hætti dýra hluti til að skera sig frá almúganum. Önnur skýring gæti verið að ef ódýr nauðsynjavara hækkar í verði þá gæti fólk neyðst til að neyta meira af henni en neita sér í þess stað um dýrari vörur sem það hefði frekar kosið ef það hefði haft ráð á þeim.

Það sama er einnig hugsanlegt framboðsmegin, þ.e. vel er hugsanlegt að framboð minnki þegar verð er hátt. Það gæti t.d. átt við um tiltekna fisktegund séu veiðar óheftar. Fáist hátt verð fyrir fiskinn vilja margir veiða hann sem leiðir að vísu til aukins framboðs til skamms tíma en til langs tíma getur það leitt til þess að fiskstofninn hrynur svo að framboð minnkar, verður jafnvel ekki neitt.

Þá er framboð eða eftirspurn oft lítt næmt, jafnvel alveg ónæmt, fyrir verði af ýmsum ástæðum. T.d. getur verið að framboð ráðist af náttúrunni og verðbreytingar hafi fyrir vikið engin áhrif á það.

Sé einungis einn framleiðandi að tiltekinni vöru eða þjónustu ákvarðar hann væntanlega verð hennar. Það er því vart hægt að líta svo á að hann bregðist við breytingum á verði vörunnar. Það er annað mál að sjái hann fram á að geta sett upp hærra verð af einhverjum ástæðum, t.d. vegna þess að samkeppnisvara hefur hækkað í verði, þá getur það verið hvati til þess að auka framleiðsluna.

Reglur um framboð og eftirspurn eiga oft ágætlega við. Þær virka best þegar bæði seljendur og kaupendur eru margir á tilteknum markaði og viðskipti eru tíð. Sem dæmi mætti nefna heimsmarkaðinn fyrir olíu.

Reglurnar fyrrnefndu um framboð og eftirspurn eiga þó oft ágætlega við. Þær virka best þegar bæði seljendur og kaupendur eru margir á tilteknum markaði og viðskipti eru tíð. Sem dæmi mætti nefna heimsmarkaðinn fyrir olíu. Kaupendur og seljendur þurfa þó ekki endilega að vera mjög margir til þess að reglurnar eigi við. Það var meðal þess sem bandaríski hagfræðingurinn Vernon Smith sýndi fram á með tilraunum á sjöunda áratugnum (sjá t.d. Vernon Smith (1962) An Experimental Study of Competitive Market Behavior. The Journal of Politial Economy. 70. árg. 2. tbl. bls. 111-137). Smith er einn helsti frumkvöðullinn á sviði tilraunahagfræði og varpaði með þeirri nálgun ágætu ljósi á eðli markaða. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2002 ásamt sálfræðingnum Daniel Kahneman.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.1.2016

Spyrjandi

Ritstjórn, Sigríður Ósk Atladóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?“ Vísindavefurinn, 5. janúar 2016. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71142.

Gylfi Magnússon. (2016, 5. janúar). Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71142

Gylfi Magnússon. „Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?“ Vísindavefurinn. 5. jan. 2016. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71142>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?
Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því meira verði framboðið. Þriðja lögmálið er svo iðulega sagt leiða af samspili framboðs og eftirspurnar. Það felst í því að sé framboð meira en eftirspurn af tiltekinni vöru eða þjónustu þá lækki verð hennar en hækki sé framboðið minna en eftirspurn.

Þótt iðulega sé rætt um lögmál í þessu samhengi þá eru niðurstöðurnar ekki algildar. Hugtakið lögmál er því ekki að öllu leyti við hæfi og líklega betra að tala um reglur með undantekningum. Hagfræðin, líkt og aðrar greinar félagsvísinda, fæst við mjög flókin kerfi og geta því niðurstöðurnar verið háðar mjög mörgum þáttum sem flækir málið. Hagfræðin er að því leyti flóknari en einföld vísindi, eins og til dæmis eldflaugaeðlisfræði.

Enski hagfræðingurinn Alfred Marshall (1842-1924) var fyrstur til að gera myndræna framsetningu á lögmálum um framboð og eftirspurn. Hann teiknaði X á mynd þar sem verð er á lóðrétta ásnum og magn á þeim lárétta. Upphallandi hluti X-ins (krossins) táknar framboð, sá niðurhallandi eftirspurn og skurðpunkturinn jafnvægi.

Þannig þekkjast margar undantekningar frá þeim reglum um framboð og eftirspurn sem raktar eru hér að framan. T.d. er fræðilega hugsanlegt að einstaka vörur eða þjónusta verði eftirsóttari sé verð þeirra hátt en þegar verðið er lágt. Ein skýring þessa gæti verið að til er fólk sem gengst upp í því að skreyta sig með eða nota með öðrum hætti dýra hluti til að skera sig frá almúganum. Önnur skýring gæti verið að ef ódýr nauðsynjavara hækkar í verði þá gæti fólk neyðst til að neyta meira af henni en neita sér í þess stað um dýrari vörur sem það hefði frekar kosið ef það hefði haft ráð á þeim.

Það sama er einnig hugsanlegt framboðsmegin, þ.e. vel er hugsanlegt að framboð minnki þegar verð er hátt. Það gæti t.d. átt við um tiltekna fisktegund séu veiðar óheftar. Fáist hátt verð fyrir fiskinn vilja margir veiða hann sem leiðir að vísu til aukins framboðs til skamms tíma en til langs tíma getur það leitt til þess að fiskstofninn hrynur svo að framboð minnkar, verður jafnvel ekki neitt.

Þá er framboð eða eftirspurn oft lítt næmt, jafnvel alveg ónæmt, fyrir verði af ýmsum ástæðum. T.d. getur verið að framboð ráðist af náttúrunni og verðbreytingar hafi fyrir vikið engin áhrif á það.

Sé einungis einn framleiðandi að tiltekinni vöru eða þjónustu ákvarðar hann væntanlega verð hennar. Það er því vart hægt að líta svo á að hann bregðist við breytingum á verði vörunnar. Það er annað mál að sjái hann fram á að geta sett upp hærra verð af einhverjum ástæðum, t.d. vegna þess að samkeppnisvara hefur hækkað í verði, þá getur það verið hvati til þess að auka framleiðsluna.

Reglur um framboð og eftirspurn eiga oft ágætlega við. Þær virka best þegar bæði seljendur og kaupendur eru margir á tilteknum markaði og viðskipti eru tíð. Sem dæmi mætti nefna heimsmarkaðinn fyrir olíu.

Reglurnar fyrrnefndu um framboð og eftirspurn eiga þó oft ágætlega við. Þær virka best þegar bæði seljendur og kaupendur eru margir á tilteknum markaði og viðskipti eru tíð. Sem dæmi mætti nefna heimsmarkaðinn fyrir olíu. Kaupendur og seljendur þurfa þó ekki endilega að vera mjög margir til þess að reglurnar eigi við. Það var meðal þess sem bandaríski hagfræðingurinn Vernon Smith sýndi fram á með tilraunum á sjöunda áratugnum (sjá t.d. Vernon Smith (1962) An Experimental Study of Competitive Market Behavior. The Journal of Politial Economy. 70. árg. 2. tbl. bls. 111-137). Smith er einn helsti frumkvöðullinn á sviði tilraunahagfræði og varpaði með þeirri nálgun ágætu ljósi á eðli markaða. Hann hlaut Nóbelsverðlaunin í hagfræði árið 2002 ásamt sálfræðingnum Daniel Kahneman.

Myndir:

...