Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað gerist ef sólin hverfur?

JGÞ

Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?



Ef við hins vegar leikum okkur aðeins og ímyndum okkur að sólin hyrfi á morgun þá mundi ýmislegt gerast. Eftir átta mínútur og tuttugu sekúndur mundi myrkur skella á jörðinni, því það er sá tími sem það tekur ljósið að berast frá sólu. Ljósið sem þegar væri lagt af stað skilar sér þó að uppsprettan væri horfin.

Jörðin mundi fljótlega fara af sporbaug sínum, eitthvað út í buskann, því það er þyngdarafl sólarinnar sem heldur jörðinni á sporbaugnum. Það sama á auðvitað við um aðrar reikistjörnur í sólkerfinu okkar eins og hægt er að lesa um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?

Hvort jörðin færi af sporbaug sínum um leið og sólin hyrfi fer eftir því hversu hratt þyngdaraflið berst. Um það má lesa nánar í fróðlegu svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?

Fljótlega mundi síðan allt líf á jörðinni deyja út því öll orka á jörðinni kemur frá sólinni, nema sú orka sem er í iðrum jarðar. Plöntur geta til dæmis ekki ljóstillífað án sólarljóssins.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.2.2008

Spyrjandi

Friðjón og Páll Þórarinsson, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Hvað gerist ef sólin hverfur?“ Vísindavefurinn, 29. febrúar 2008. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7123.

JGÞ. (2008, 29. febrúar). Hvað gerist ef sólin hverfur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7123

JGÞ. „Hvað gerist ef sólin hverfur?“ Vísindavefurinn. 29. feb. 2008. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7123>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist ef sólin hverfur?
Fyrst er rétt að nefna það að sólin er alls ekki að fara að hverfa! Sólin brennir vetnisforða sínum á mjög löngum tíma, líklega á um 10 milljörðum ára. Sólin er þess vegna rétt miðaldra núna. Hægt er að lesa meira um þetta í stuttu svari Þorsteins Þorsteinssonar við spurningunni Ef sólin myndi hverfa skyndilega, hvenær og hvernig myndu jarðarbúar upplifa það?



Ef við hins vegar leikum okkur aðeins og ímyndum okkur að sólin hyrfi á morgun þá mundi ýmislegt gerast. Eftir átta mínútur og tuttugu sekúndur mundi myrkur skella á jörðinni, því það er sá tími sem það tekur ljósið að berast frá sólu. Ljósið sem þegar væri lagt af stað skilar sér þó að uppsprettan væri horfin.

Jörðin mundi fljótlega fara af sporbaug sínum, eitthvað út í buskann, því það er þyngdarafl sólarinnar sem heldur jörðinni á sporbaugnum. Það sama á auðvitað við um aðrar reikistjörnur í sólkerfinu okkar eins og hægt er að lesa um í svari Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni Hvers vegna haldast reikistjörnurnar á brautum sínum í stað þess að dragast í átt að sólinni?

Hvort jörðin færi af sporbaug sínum um leið og sólin hyrfi fer eftir því hversu hratt þyngdaraflið berst. Um það má lesa nánar í fróðlegu svari Kristjáns Rúnars Kristjánssonar við spurningunni Hversu hratt breiðast áhrif þyngdarafls út?

Fljótlega mundi síðan allt líf á jörðinni deyja út því öll orka á jörðinni kemur frá sólinni, nema sú orka sem er í iðrum jarðar. Plöntur geta til dæmis ekki ljóstillífað án sólarljóssins.

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....