Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og hefur verið tekið upp í orðtaka- og málsháttasöfn. Annað dæmi mætti nefna úr Laxdælu (Ísl.fornr. V:145): „Í þann tíma var þat mikil tízka, at úti var salerni ok eigi allskammt frá bænum.“

Tíska er upphaflega sett saman af tíð og viðskeytinu -sk- eins og til dæmis níska af níð + -sk- og viska af vit + -sk-. Nú er það helst notað um vana eða venju sem er ríkjandi um lengri eða skemmri tíma í klæðaburði, snyrtingu, hárgreiðslu, húsbúnaði og öðru sem hver tekur upp eftir öðrum.

Orðið tíska kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni 'vani, venja'.

Elstu heimildir í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um tísku eru frá miðri 17. öld og skrifaðar með -d-, en -ð- var ekki notað í prenti á þeim tíma:

lijka finst þad j norrænni tijdsku.
Ad tolla i tÿdskunni, og hafwa grasid i skónum.

Vissulega tengist tíska tíðarandanum. Tíðarandi er samsett orð þar sem fyrri liður er tíð og síðari liður –andi, það er átt er við hvernig vindurinn blæs á hverjum tíma.

Heimildir:
  • Fritzner, Johan. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–ö. Kristiania: Den norske Forlagsforening 1896.
  • Grettis saga Ásmundarsonar. Íslenzk fornrit . VII. bindi. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1936.
  • Laxdæla saga. Íslenzk fornrit. V. bindi. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík: Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1934.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

16.3.2016

Spyrjandi

Steinunn Eyja Halldórsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2016, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71266.

Guðrún Kvaran. (2016, 16. mars). Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71266

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2016. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71266>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins tíska og tengist það orðinu tíðarandi?
Orðið tíska (í fornmálsorðabók Fritzners ritað tíðska) kemur þegar fyrir í fornu máli notað í merkingunni 'vani, venja'. Þekkt er tilsvar Atla Ásmundarsonar í Grettis sögu þegar Þorbjörn öxnamegin lagði til hans spjóti: „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin“ (Ísl.fornr. VII:146). Þetta tilsvar er enn notað í málinu og hefur verið tekið upp í orðtaka- og málsháttasöfn. Annað dæmi mætti nefna úr Laxdælu (Ísl.fornr. V:145): „Í þann tíma var þat mikil tízka, at úti var salerni ok eigi allskammt frá bænum.“

Tíska er upphaflega sett saman af tíð og viðskeytinu -sk- eins og til dæmis níska af níð + -sk- og viska af vit + -sk-. Nú er það helst notað um vana eða venju sem er ríkjandi um lengri eða skemmri tíma í klæðaburði, snyrtingu, hárgreiðslu, húsbúnaði og öðru sem hver tekur upp eftir öðrum.

Orðið tíska kemur þegar fyrir í fornu máli í merkingunni 'vani, venja'.

Elstu heimildir í ritmálssafni Orðabókar Háskólans um tísku eru frá miðri 17. öld og skrifaðar með -d-, en -ð- var ekki notað í prenti á þeim tíma:

lijka finst þad j norrænni tijdsku.
Ad tolla i tÿdskunni, og hafwa grasid i skónum.

Vissulega tengist tíska tíðarandanum. Tíðarandi er samsett orð þar sem fyrri liður er tíð og síðari liður –andi, það er átt er við hvernig vindurinn blæs á hverjum tíma.

Heimildir:
  • Fritzner, Johan. Ordbog over Det gamle norske Sprog. Tredie Bind. R–ö. Kristiania: Den norske Forlagsforening 1896.
  • Grettis saga Ásmundarsonar. Íslenzk fornrit . VII. bindi. Guðni Jónsson gaf út. Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1936.
  • Laxdæla saga. Íslenzk fornrit. V. bindi. Einar Ól. Sveinsson gaf út. Reykjavík: Reykjavík: Hið íslenzka fornritafélag 1934.

Mynd:

...