Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað er tíska?

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason

Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar stendur að tíska sé:
siður, venja, breytileg eftir breytilegum smekk, ríkjandi um skemmri eða lengri tíma, einkum í klæðaburði og snyrtingu.
Samkvæmt vefsíðu sem Fata og textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur úti er tíska ýmis konar þróun á formum, línum, efni og litum sem almenningur tekur upp á arma sína.

Tískufyrirbæri koma og fara, hippar og pönkarar eru til dæmis ekki í tísku núna en voru áður í tísku. Stundum geta hlutir sem voru einu sinni vinsælir orðið það aftur, pönkarar gætu til dæmis orðið tískufyrirbæri bráðum aftur.



Frá tískusýningu.

Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar á tískan einkum við um klæðaburð og snyrtingu. Flest allt sem mennirnir nota getur þó verið í tísku, til dæmis gsm-símar, sérstök borðstofuborð, pennar og gleraugu. En hvað með til dæmis lífverur, geta þær verið í tísku? Dýrin í náttúrunni geta ekki verið í tísku ein og sér. Órangútanapar geta ekki verið meira tískufyrirbæri en hamstrar í náttúrunni. En ef hamstrar í búrum á heimilum fólks verða vinsælir þá má segja að þeir komist í tísku. Allt sem tilheyrir menningunni getur þess vegna verið í tísku en ekki það sem er bara í náttúrunni.

Þegar frægir einstaklingar sem eru mikið í sviðsljósinu breyta um stíl hefur það mikil áhrif á fjöldann Gott dæmi um þetta er þegar fótboltastjarnan David Beckham fékk sér móhíkanaklippingu og fjölmargir létu klippa sig á sama hátt. Þá komst arfleifð úr pönkinu aftur í tísku.

Þegar fjöldinn tileinkar sér fatastíl eða hárgreiðslu eða sækist eftir að eiga tiltekna hluti og ákveðin vörumerki, þá komast þessi hlutir eða fyrirbæri í tísku.

Netið er þess vegna hentugt til að átta sig á því hvað er meira í tísku í annað.

Tískukönnun Vísindavefsins

Leiðbeiningar: Smellið á leitarorðin hér fyrir neðan og skoðið tölunar yfir fjölda vefsíðna sem leitarorðið finnst í (til hægri á bláa borðanum sem er ofarlega á síðunni.)

Hæsta talan segir til um hvaða vörumerki er mest í tísku:Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Höfundar

nemandi í Grunnskólanum í Borgarnesi

nemandi í Grunnskólanum í Borgarnesi

Útgáfudagur

5.12.2003

Spyrjandi

Steinar Ólafsson, f. 1988

Tilvísun

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason. „Hvað er tíska?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2003. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3906.

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason. (2003, 5. desember). Hvað er tíska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3906

Elín Elísabet Einarsdóttir og Nökkvi G. Gylfason. „Hvað er tíska?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2003. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3906>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er tíska?
Í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar stendur að tíska sé:

siður, venja, breytileg eftir breytilegum smekk, ríkjandi um skemmri eða lengri tíma, einkum í klæðaburði og snyrtingu.
Samkvæmt vefsíðu sem Fata og textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur úti er tíska ýmis konar þróun á formum, línum, efni og litum sem almenningur tekur upp á arma sína.

Tískufyrirbæri koma og fara, hippar og pönkarar eru til dæmis ekki í tísku núna en voru áður í tísku. Stundum geta hlutir sem voru einu sinni vinsælir orðið það aftur, pönkarar gætu til dæmis orðið tískufyrirbæri bráðum aftur.



Frá tískusýningu.

Samkvæmt skilgreiningu orðabókarinnar á tískan einkum við um klæðaburð og snyrtingu. Flest allt sem mennirnir nota getur þó verið í tísku, til dæmis gsm-símar, sérstök borðstofuborð, pennar og gleraugu. En hvað með til dæmis lífverur, geta þær verið í tísku? Dýrin í náttúrunni geta ekki verið í tísku ein og sér. Órangútanapar geta ekki verið meira tískufyrirbæri en hamstrar í náttúrunni. En ef hamstrar í búrum á heimilum fólks verða vinsælir þá má segja að þeir komist í tísku. Allt sem tilheyrir menningunni getur þess vegna verið í tísku en ekki það sem er bara í náttúrunni.

Þegar frægir einstaklingar sem eru mikið í sviðsljósinu breyta um stíl hefur það mikil áhrif á fjöldann Gott dæmi um þetta er þegar fótboltastjarnan David Beckham fékk sér móhíkanaklippingu og fjölmargir létu klippa sig á sama hátt. Þá komst arfleifð úr pönkinu aftur í tísku.

Þegar fjöldinn tileinkar sér fatastíl eða hárgreiðslu eða sækist eftir að eiga tiltekna hluti og ákveðin vörumerki, þá komast þessi hlutir eða fyrirbæri í tísku.

Netið er þess vegna hentugt til að átta sig á því hvað er meira í tísku í annað.

Tískukönnun Vísindavefsins

Leiðbeiningar: Smellið á leitarorðin hér fyrir neðan og skoðið tölunar yfir fjölda vefsíðna sem leitarorðið finnst í (til hægri á bláa borðanum sem er ofarlega á síðunni.)

Hæsta talan segir til um hvaða vörumerki er mest í tísku:Heimildir og mynd:


Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

...