Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?

Jón Guðmundsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér?

Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið gerðar mælingar á jarðvegskjörnum víðar af landinu. Þessar mælinga sýna að losun CO2 hér er áþekk því sem mælt hefur verið annars staðar á norðlægum slóðum. Mat á losun CO2 úr framræstu landi hér byggist á losunarstuðli (5,7 t CO2-C ha-1 ár-1), sem gefinn er upp af hálfu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og er hann metinn út frá þekktum rannsóknum. Innlendar mælingar eru í ágætu samræmi við þennan stuðul (Jansen 2008, Þorsteinsson 2011, Guðmundsson and Óskarsson 2014, IPCC 2014, Ólafsdóttir 2015).

Mælingar sýna að losun CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hér á landi er áþekk því sem mælt hefur verið annars staðar á norðlægum slóðum.

Það er rétt að stærstan hluta þeirrar losunar á koltvíildi CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC)) megi rekja til framræslu votlenda.

Í skilum til samningsins (Hellsing o.fl. 2017) er gerð grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda sem er af mannavöldum, þar með talin losun frá því landi sem við nýtum. Ef meðhöndlun okkar á því landi er með þeim hætti að meira sé tekið upp af koltvíildi en losnar og landið því að safna kolefni í sig og á, þá dregst sú binding frá annarri losun.

Losunin er sundur greind eftir þeirri starfsemi sem hún tengist svo og eftir því hvaða lofttegundir eru að losna. Þær gróðurhúsalofttegundir, sem mest losun er af hér á landi eru koltvíildi (CO2), metan CH4 og hláturgas N2O. Allar koma þær við sögu við framræslu og endurheimt votlenda.

Stærstan hluta þeirrar losunar á CO<sub>2</sub> sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlenda.

Losun koltvíildis árið 2015 var metin í skilum til loftslagssamningsins samtals 11,3 Mt (milljónir tonna) að frádreginni bindingu. Þar af voru 7,9 Mt vegna landnýtingar. Losun vegna landnýtingar samanstendur af mörgum þáttum og eru sumir þeirra neikvæðir, það er um er að ræða bindingu. Binding koltvíildis á sér einkum stað í þremur landgerðum það er nýjum og vaxandi skógi, uppgræðslum og í óframræstum votlendum. Binding koltvíildis vegna landnýtingar er í skilum til samningsins metin alls 1,6 Mt. Raunlosunin er því meiri sem nemur bindingunni eða um 9,5 Mt CO2. Þar af er losun CO2 vegna framræslu metin um 9,3 Mt. Heildarlosun koltvíildis frá Íslandi er að sama skapi 1,6 Mt meiri en raunlosunin eða 12,9 Mt, og er losun vegna framræslu því 72%.

Heimildir:

Myndir:
  • Jón Guðmundsson.

Höfundur

Jón Guðmundsson

lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands

Útgáfudagur

26.1.2018

Spyrjandi

Hans Pétursson

Tilvísun

Jón Guðmundsson. „Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?“ Vísindavefurinn, 26. janúar 2018. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71335.

Jón Guðmundsson. (2018, 26. janúar). Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71335

Jón Guðmundsson. „Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?“ Vísindavefurinn. 26. jan. 2018. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71335>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er rétt að stærsti hluti CO2 losunar á Íslandi sé frá framræstu landi? Hefur slík losun verið mæld hér?

Losun koltvíildis (koltvísýrings) CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hefur verið mæld hér á landi. Mælingar hafa að mestu farið fram á Vesturlandi, en einnig hafa verið gerðar mælingar á jarðvegskjörnum víðar af landinu. Þessar mælinga sýna að losun CO2 hér er áþekk því sem mælt hefur verið annars staðar á norðlægum slóðum. Mat á losun CO2 úr framræstu landi hér byggist á losunarstuðli (5,7 t CO2-C ha-1 ár-1), sem gefinn er upp af hálfu Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og er hann metinn út frá þekktum rannsóknum. Innlendar mælingar eru í ágætu samræmi við þennan stuðul (Jansen 2008, Þorsteinsson 2011, Guðmundsson and Óskarsson 2014, IPCC 2014, Ólafsdóttir 2015).

Mælingar sýna að losun CO2 úr framræstum óræktuðum votlendum hér á landi er áþekk því sem mælt hefur verið annars staðar á norðlægum slóðum.

Það er rétt að stærstan hluta þeirrar losunar á koltvíildi CO2 sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC)) megi rekja til framræslu votlenda.

Í skilum til samningsins (Hellsing o.fl. 2017) er gerð grein fyrir allri losun gróðurhúsalofttegunda sem er af mannavöldum, þar með talin losun frá því landi sem við nýtum. Ef meðhöndlun okkar á því landi er með þeim hætti að meira sé tekið upp af koltvíildi en losnar og landið því að safna kolefni í sig og á, þá dregst sú binding frá annarri losun.

Losunin er sundur greind eftir þeirri starfsemi sem hún tengist svo og eftir því hvaða lofttegundir eru að losna. Þær gróðurhúsalofttegundir, sem mest losun er af hér á landi eru koltvíildi (CO2), metan CH4 og hláturgas N2O. Allar koma þær við sögu við framræslu og endurheimt votlenda.

Stærstan hluta þeirrar losunar á CO<sub>2</sub> sem Ísland telur fram til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna má rekja til framræslu votlenda.

Losun koltvíildis árið 2015 var metin í skilum til loftslagssamningsins samtals 11,3 Mt (milljónir tonna) að frádreginni bindingu. Þar af voru 7,9 Mt vegna landnýtingar. Losun vegna landnýtingar samanstendur af mörgum þáttum og eru sumir þeirra neikvæðir, það er um er að ræða bindingu. Binding koltvíildis á sér einkum stað í þremur landgerðum það er nýjum og vaxandi skógi, uppgræðslum og í óframræstum votlendum. Binding koltvíildis vegna landnýtingar er í skilum til samningsins metin alls 1,6 Mt. Raunlosunin er því meiri sem nemur bindingunni eða um 9,5 Mt CO2. Þar af er losun CO2 vegna framræslu metin um 9,3 Mt. Heildarlosun koltvíildis frá Íslandi er að sama skapi 1,6 Mt meiri en raunlosunin eða 12,9 Mt, og er losun vegna framræslu því 72%.

Heimildir:

Myndir:
  • Jón Guðmundsson.

...