Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:34 • sest 20:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:29 • Sest 19:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:24 • Síðdegis: 15:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert fer fólk þegar það deyr?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker.

Einnig getur það gerst að menn verða úti og finnast ekki og þá rotnar líkaminn á víðavangi. Þegar það gerist brotnar líkaminn hraðar niður en ef hann er í kistu djúpt ofan í jörðinni. Um þetta er hægt að lesa í svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? Gunnlaugur hefur einnig fjallað um rotnun mannslíkamans í sjó í svari við spurningunni Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?

Í sumum menningarsamfélögum til forna tíðkaðist að smyrja lík til að tefja fyrir rotnun. Það voru aðallega lík hástéttarfólks sem hlutu þessa meðferð. Hægt er að lesa meira um líksmurningu í svari við spurningunni Eru lík smurð á Íslandi?

Ýmsar fleiri meðferðir á líkömum fólks eftir dauðann eru þekktar. Sumir trúarhópar komu líkum fyrir í turnum þar sem hræfuglar nærðust á þeim og í Perú, fyrir komu Evrópumanna til Suður-Ameríku, voru lík varðveitt í stórum leirkerum. Um þetta er hægt að lesa í fróðlegu svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Sé tekið mið af þessu sem hér hefur verið sagt, "förum" við öll á einn eða annan hátt aftur í hringrás náttúrunnar eftir dauðann. Að vísu aðeins að svo miklu leyti sem við getum talað um "okkur" eftir dauðann. Líkami "okkar" - eftir dauðann - tilheyrir "okkur" líklega ekkert meira en til dæmis húðflögurnar sem við missum á degi hverjum á meðan við erum á lífi.

Hitt er svo annað mál að menn hafa um árþúsundir smíðað sér ýmis konar hugmyndakerfi um "lífið" eftir dauðann. Ásatrúarmenn töldu til dæmis að þeir sem féllu í bardaga yrðu fluttir til Valhallar. Í kristinni trú er fjallað um himnaríki og helvíti og í Kóraninum segir að píslarvottar fái rakleiðis inngöngu í himnaríki en þurfi ekki að bíða eftir endalokum tímans.

Í ýmsum trúarbrögðum er hugtakið endurholdgun mikilvægt og í öðrum álíta menn að hinir dauðu geti komið aftur til þeirra sem eftir lifa og reynt að fara með þá yfir í ríki hinna dauðu. Um það má meðal annars lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Af þessu ætti að vera ljóst að menn hafa gert sér ýmsar hugmyndir um það hvert menn "fara" þegar þeir deyja. Þessar hugmyndir eru líklega margar sprottnar af því að við eigum erfitt með að hugsa okkur að eftir dauðann gerist ekki neitt, að eftir dauðann erum við og þeir sem eru nákomnir okkur, ekki lengur til og geta ekki farið neitt.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.3.2008

Síðast uppfært

11.4.2019

Spyrjandi

Eva Björg Bjarnadóttir, f. 1995, Hlíf Samúelsdóttir, f. 1995, Natalía Enika Scheving, f. 1995, Júlía Steinunn Jóhannsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvert fer fólk þegar það deyr?“ Vísindavefurinn, 3. mars 2008, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7140.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2008, 3. mars). Hvert fer fólk þegar það deyr? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7140

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvert fer fólk þegar það deyr?“ Vísindavefurinn. 3. mar. 2008. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7140>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert fer fólk þegar það deyr?
Það er hægt að svara þessari spurningu á ýmsa vegu. Til dæmis getum við sagt að þegar við deyjum þá förum við ekki neitt, enda erum við dáin. Líkaminn sem tilheyrði okkur á meðan við vorum á lífi fer hins vegar í flestum tilvikum ofan í jörðina, stundum með viðkomu í brennsluofni og þá fer askan í duftker.

Einnig getur það gerst að menn verða úti og finnast ekki og þá rotnar líkaminn á víðavangi. Þegar það gerist brotnar líkaminn hraðar niður en ef hann er í kistu djúpt ofan í jörðinni. Um þetta er hægt að lesa í svari Gunnlaugs Geirssonar við spurningunni Hvað gerist við rotnun mannslíkamans? Gunnlaugur hefur einnig fjallað um rotnun mannslíkamans í sjó í svari við spurningunni Hvað tekur rotnun líks í sjó langan tíma og getur hitastig sjávar skipt þar máli?

Í sumum menningarsamfélögum til forna tíðkaðist að smyrja lík til að tefja fyrir rotnun. Það voru aðallega lík hástéttarfólks sem hlutu þessa meðferð. Hægt er að lesa meira um líksmurningu í svari við spurningunni Eru lík smurð á Íslandi?

Ýmsar fleiri meðferðir á líkömum fólks eftir dauðann eru þekktar. Sumir trúarhópar komu líkum fyrir í turnum þar sem hræfuglar nærðust á þeim og í Perú, fyrir komu Evrópumanna til Suður-Ameríku, voru lík varðveitt í stórum leirkerum. Um þetta er hægt að lesa í fróðlegu svari Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvers vegna er fólk jarðað eða brennt?

Sé tekið mið af þessu sem hér hefur verið sagt, "förum" við öll á einn eða annan hátt aftur í hringrás náttúrunnar eftir dauðann. Að vísu aðeins að svo miklu leyti sem við getum talað um "okkur" eftir dauðann. Líkami "okkar" - eftir dauðann - tilheyrir "okkur" líklega ekkert meira en til dæmis húðflögurnar sem við missum á degi hverjum á meðan við erum á lífi.

Hitt er svo annað mál að menn hafa um árþúsundir smíðað sér ýmis konar hugmyndakerfi um "lífið" eftir dauðann. Ásatrúarmenn töldu til dæmis að þeir sem féllu í bardaga yrðu fluttir til Valhallar. Í kristinni trú er fjallað um himnaríki og helvíti og í Kóraninum segir að píslarvottar fái rakleiðis inngöngu í himnaríki en þurfi ekki að bíða eftir endalokum tímans.

Í ýmsum trúarbrögðum er hugtakið endurholdgun mikilvægt og í öðrum álíta menn að hinir dauðu geti komið aftur til þeirra sem eftir lifa og reynt að fara með þá yfir í ríki hinna dauðu. Um það má meðal annars lesa í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Eru til menningarheimar þar sem fólk er nafnlaust?

Af þessu ætti að vera ljóst að menn hafa gert sér ýmsar hugmyndir um það hvert menn "fara" þegar þeir deyja. Þessar hugmyndir eru líklega margar sprottnar af því að við eigum erfitt með að hugsa okkur að eftir dauðann gerist ekki neitt, að eftir dauðann erum við og þeir sem eru nákomnir okkur, ekki lengur til og geta ekki farið neitt.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....