Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:54 • sest 15:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:02 • Síðdegis: 20:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:45 • Síðdegis: 14:25 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju stökkbreytist allt?

ÞV

Stökkbreytingar í erfðaefni einstakra lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Sumar verða til dæmis þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum, en aðrar verða í frumum án þess að neitt sérstakt sé um að vera, til dæmis fyrir áhrif ytri geislunar eða sérstakra utanaðkomandi efna. Svo er líka fróðlegt að frumurnar geta oft "gert við" stökkbreytingar sem hafa orðið eða hindrað þær sem kunna að vera í bígerð. Um allt þetta má lesa nánar í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Af hverju verða stökkbreytingar? En eftirfarandi texti Guðmundar er einnig umhugsunarverður:
Það fer ekki á milli mála að flestar stökkbreytingar á erfðaefninu eru til skaða og á það bæði við um litningabreytingar og genabreytingar. Til eru þó breytingar sem eru til gagns, til dæmis með því að breyta prótínum þannig að þau starfi betur en áður við tilteknar aðstæður. Slíkar stökkbreytingar kunna að festast með tegundinni fyrir náttúrlegt val. Stökkbreytingar eru í raun uppspretta þess breytileika sem náttúruval vinnur úr. Þegar til lengdar lætur er það því lífverunum í hag að kerfi eftirmyndunar og viðgerðar eru ekki fullkomin.

Tvílitna lífverur, sem hafa tvö eintök af öllum genum tegundar, geta varðveitt með sér mikinn fjölbreytileika gena. Fjölbreytileikinn eykur á sveigjanleika þeirra og eflir hæfileikann til þess að bregðast við breyttum lífsskilyrðum. Stökkbreytingar sem eru hlutlausar eða jafnvel til baga í ákveðnu umhverfi kunna að vera hið mesta þarfaþing við önnur skilyrði. Fjölbreytileiki erfðaefnis sem rekja má til stökkbreytinga er því hverri tegund verðmætur. Þannig er lífverum eðlislægt að nýta mistök sín sjálfum sér og stofninum til framdráttar.
Hægt er að finna meira lesefni um þessi mál á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu eða setja orð úr textanum inn í leitarvél.

En stutta svarið við spurningunni er að það er nú kannski ekki alveg rétt að "allt" stökkbreytist, samanber það sem hér var sagt um varnir og viðgerðir. En svo er sem sagt mikilsvert að gera sér ljóst að flestar stökkbreytingar hverfa úr stofninum vegna þess að þær eru ekki hagstæðar fyrir stofninn í heild. En ef hagstæð stökkbreyting gerist í einni lífveru er sem sagt líklegt að hún breiðist út í stofninum til fleiri og fleiri einstaklinga.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

4.3.2008

Spyrjandi

Haraldur Rúnar Einarsson

Tilvísun

ÞV. „Af hverju stökkbreytist allt?“ Vísindavefurinn, 4. mars 2008, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7156.

ÞV. (2008, 4. mars). Af hverju stökkbreytist allt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7156

ÞV. „Af hverju stökkbreytist allt?“ Vísindavefurinn. 4. mar. 2008. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7156>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju stökkbreytist allt?
Stökkbreytingar í erfðaefni einstakra lífvera verða af ýmsum ástæðum og á mismunandi skeiðum í erfðaferlinu. Sumar verða til dæmis þegar frumurnar eru að skipta sér og erfðaefnið raðast upp á nýtt í nýju frumunum, en aðrar verða í frumum án þess að neitt sérstakt sé um að vera, til dæmis fyrir áhrif ytri geislunar eða sérstakra utanaðkomandi efna. Svo er líka fróðlegt að frumurnar geta oft "gert við" stökkbreytingar sem hafa orðið eða hindrað þær sem kunna að vera í bígerð. Um allt þetta má lesa nánar í svari Guðmundar Eggertssonar við spurningunni Af hverju verða stökkbreytingar? En eftirfarandi texti Guðmundar er einnig umhugsunarverður:

Það fer ekki á milli mála að flestar stökkbreytingar á erfðaefninu eru til skaða og á það bæði við um litningabreytingar og genabreytingar. Til eru þó breytingar sem eru til gagns, til dæmis með því að breyta prótínum þannig að þau starfi betur en áður við tilteknar aðstæður. Slíkar stökkbreytingar kunna að festast með tegundinni fyrir náttúrlegt val. Stökkbreytingar eru í raun uppspretta þess breytileika sem náttúruval vinnur úr. Þegar til lengdar lætur er það því lífverunum í hag að kerfi eftirmyndunar og viðgerðar eru ekki fullkomin.

Tvílitna lífverur, sem hafa tvö eintök af öllum genum tegundar, geta varðveitt með sér mikinn fjölbreytileika gena. Fjölbreytileikinn eykur á sveigjanleika þeirra og eflir hæfileikann til þess að bregðast við breyttum lífsskilyrðum. Stökkbreytingar sem eru hlutlausar eða jafnvel til baga í ákveðnu umhverfi kunna að vera hið mesta þarfaþing við önnur skilyrði. Fjölbreytileiki erfðaefnis sem rekja má til stökkbreytinga er því hverri tegund verðmætur. Þannig er lífverum eðlislægt að nýta mistök sín sjálfum sér og stofninum til framdráttar.
Hægt er að finna meira lesefni um þessi mál á Vísindavefnum með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu eða setja orð úr textanum inn í leitarvél.

En stutta svarið við spurningunni er að það er nú kannski ekki alveg rétt að "allt" stökkbreytist, samanber það sem hér var sagt um varnir og viðgerðir. En svo er sem sagt mikilsvert að gera sér ljóst að flestar stökkbreytingar hverfa úr stofninum vegna þess að þær eru ekki hagstæðar fyrir stofninn í heild. En ef hagstæð stökkbreyting gerist í einni lífveru er sem sagt líklegt að hún breiðist út í stofninum til fleiri og fleiri einstaklinga....