Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Er mögulegt að orðið „dandalast“ sé komið frá Enrico Dandolo, sem að var blindur og reið hesti í slagtogi með krossförum til Konstantínópel?

Þegar hefur verið skrifað um sögnina að dandalast á Vísindavefnum (sjá svar saman höfundar við spurningunni Hvaðan er orðið "dandalast" komið í þeirri merkingu að vera með einhverjum?). Hún kemur fram í málinu á 18. öld og hana þekkti Jón Ólafsson úr Grunnavík, ritari Árna Magnússonar, sem var afar vel lesinn í fornum bókmenntum. Hann nefnir ekki tengsl við Dandolo í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.) sem skýringu við dandali eða við samsett orð með dandala- sem fyrri lið.

Enrico Dandolo (1107?-1205). Ekki er vitað til þess að rekja megi orðið dandalast til Dandolo.

Enrico Dandolo fæddist á 12. öld og lést 1205. Ég fæ ekki séð að nafn hans hafi skilið eftir merki í orðaforða nágrannaþjóða eins og Englendinga, Þjóðverja eða Norðurlandaþjóða og orðsifjabækur, sem ég hef flett í, nefna ekki þessi hugsanlegu tengsl. Ég hygg því að skýring Ásgeirs Blöndal Magnússonar í Íslenskri orðsifjabók (1989: 106) verði að nægja þar til óyggjandi tengsl við Dandolo koma fram.

Mynd:

Útgáfudagur

22.3.2016

Spyrjandi

Steinar Rafn Erlendsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?“ Vísindavefurinn, 22. mars 2016. Sótt 6. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=71576.

Guðrún Kvaran. (2016, 22. mars). Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71576

Guðrún Kvaran. „Er mögulegt að orðið dandalast komi frá Enrico Dandolo?“ Vísindavefurinn. 22. mar. 2016. Vefsíða. 6. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71576>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Anna Agnarsdóttir

1947

Anna Agnarsdóttir er prófessor emeritus í sagnfræði við HÍ. Meginrannsóknarsvið Önnu eru samskipti Íslands við umheiminn á tímabilinu 1500-1830.