 Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum.
Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar hendur né lokuð augun. Þeir sjá þess vegna hvert þeir eru að fara og ganga yfirleitt ekki á veggi eða hurðir. Að vísu eru svefngenglar ekki með sama meðvitundarstigi og vakandi fólk. Ef við reynum að tala við mann sem gengur í svefni fáum við líklega ekki svar og eins er augnaráð hans fjarrænt.
Það eru þess vegna meiri líkur að svefngenglar fari sér að voða á svefngöngunni en þegar þeir eru vakandi. Ef við rekumst á sofandi mann á göngu er ráðlegast að leiða hann aftur í rúmið eða beinlínis vekja hann ef hann stefnir sér í voða. Ólíkt því sem margir halda er ekkert hættulegt að vekja svefngengla.
Hægt er að lesa meira um fólk sem gengur í svefni í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Af hverju ganga sumir í svefni?
Flestir gera sér ákveðna hugmynd um svefngengla. Við ímyndum okkar að þeir ráfi um með útréttar hendur og lokuð augu, svona rétt eins og maðurinn hér á myndinni. Líklegt er að flestar hugmyndir okkar um svefngengla komi úr bíómyndum.
Raunveruleikinn er hins vegar annar: Svefngenglar ganga hvorki um með útréttar hendur né lokuð augun. Þeir sjá þess vegna hvert þeir eru að fara og ganga yfirleitt ekki á veggi eða hurðir. Að vísu eru svefngenglar ekki með sama meðvitundarstigi og vakandi fólk. Ef við reynum að tala við mann sem gengur í svefni fáum við líklega ekki svar og eins er augnaráð hans fjarrænt.
Það eru þess vegna meiri líkur að svefngenglar fari sér að voða á svefngöngunni en þegar þeir eru vakandi. Ef við rekumst á sofandi mann á göngu er ráðlegast að leiða hann aftur í rúmið eða beinlínis vekja hann ef hann stefnir sér í voða. Ólíkt því sem margir halda er ekkert hættulegt að vekja svefngengla.
Hægt er að lesa meira um fólk sem gengur í svefni í svari Heiðu Maríu Sigurðardóttur við spurningunni Af hverju ganga sumir í svefni?Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
