Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?

ÞV

Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr, en tækin sem þá voru fyrir hendi dugðu ekki til að staðsetja upptök merkjanna ótvírætt.



Frá fyrstu dögum eldgossins í Heimaey árið 1973. Í dag eru miklar líkur á að hægt væri að segja til um slíkt gos með einhverjum fyrirvara.

Núna er búið að leggja út næma jarðskjálftamæla víðs vegar um landið, einkum þó þar sem mestar líkur eru á jarðskjálftum og þeir tengjast til dæmis hugsanlegum eldgosum. Þessir mælar nema minnstu hreyfingar jarðskorpunnar, svokallaða smáskjálfta (e. microearthquake) sem eru miklu miklu minni en við mundum nokkurn tímann finna sjálf. Þó að þeir séu í sjálfu sér algerlega óskaðlegir og hættulausir þá geta þeir einmitt verið forboðar um eldgos eða jafnvel stærri jarðskjálfta.

Einnig geta jarðvísindamenn gert nákvæmar mælingar á hægum hreyfingum jarðskorpunnar og áttað sig þannig á hreyfingum bergkviku neðan jarðar, en af þeim má líka stundum ráða ýmislegt um líkur á jarðskjálftum eða eldgosum.

Mælingamerkin frá skjálftamælum úti um landið safnast nær samstundis saman í ákveðnum rannsóknastöðvum, til dæmis á Veðurstofu Íslands og á Raunvísindastofnun Háskólans. Með því að skoða smáskjálftana þar má nú á dögum yfirleitt segja fyrir um að nú sé eldgos í nánd á tilteknum stað, eða þá stærri jarðskjálfti.

Spurningin er því afar eðlileg: Ef eldgos á borð við Heimaeyjargosið 1973 kæmi nú á dögum eru yfirgnæfandi líkur á að það geri boð á undan sér sem vísindamenn munu finna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.3.2008

Spyrjandi

Alma Ágústsdóttir

Tilvísun

ÞV. „Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7172.

ÞV. (2008, 5. mars). Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7172

ÞV. „Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7172>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kom Heimaeyjargosið svona flatt upp á alla, gerði það engin boð á undan sér?
Gosið í Heimaey byrjaði í janúar árið 1973. Þá höfðu menn ekki eins mikla þekkingu á eldgosum hér á landi og við höfum nú, og heldur ekki eins góð tæki til að fylgjast með hvers konar hreyfingum jarðskorpunnar. Eftir á gátu menn hins vegar séð að gosið hafði í rauninni gert boð á undan sér um 30 klukkustundum fyrr, en tækin sem þá voru fyrir hendi dugðu ekki til að staðsetja upptök merkjanna ótvírætt.



Frá fyrstu dögum eldgossins í Heimaey árið 1973. Í dag eru miklar líkur á að hægt væri að segja til um slíkt gos með einhverjum fyrirvara.

Núna er búið að leggja út næma jarðskjálftamæla víðs vegar um landið, einkum þó þar sem mestar líkur eru á jarðskjálftum og þeir tengjast til dæmis hugsanlegum eldgosum. Þessir mælar nema minnstu hreyfingar jarðskorpunnar, svokallaða smáskjálfta (e. microearthquake) sem eru miklu miklu minni en við mundum nokkurn tímann finna sjálf. Þó að þeir séu í sjálfu sér algerlega óskaðlegir og hættulausir þá geta þeir einmitt verið forboðar um eldgos eða jafnvel stærri jarðskjálfta.

Einnig geta jarðvísindamenn gert nákvæmar mælingar á hægum hreyfingum jarðskorpunnar og áttað sig þannig á hreyfingum bergkviku neðan jarðar, en af þeim má líka stundum ráða ýmislegt um líkur á jarðskjálftum eða eldgosum.

Mælingamerkin frá skjálftamælum úti um landið safnast nær samstundis saman í ákveðnum rannsóknastöðvum, til dæmis á Veðurstofu Íslands og á Raunvísindastofnun Háskólans. Með því að skoða smáskjálftana þar má nú á dögum yfirleitt segja fyrir um að nú sé eldgos í nánd á tilteknum stað, eða þá stærri jarðskjálfti.

Spurningin er því afar eðlileg: Ef eldgos á borð við Heimaeyjargosið 1973 kæmi nú á dögum eru yfirgnæfandi líkur á að það geri boð á undan sér sem vísindamenn munu finna.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund. Sótt 6. 3. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....