Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?

EDS

Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisvar sinnum færri en hænurnar.

Hænur eru algengasta húsdýrið í Árnessýslu.

Sauðfé er næst algengasta húsdýrategundin í Árnessýslu, en þar voru rúmlega 22.000 kindur árið 2006. Þar á eftir koma hross, um 13.000, og svo nautgripir sem voru rúmlega 12.300 eða litlu færri en mannskepnan.

Svo má auðvitað spyrja um villt dýr eins og refi, minka, mýs, rjúpur og aðra fugla en okkur er ekki kunnugt um tölur um slíkt eftir sýslum eða sveitarfélögum enda fylgja þess konar dýr ekki sýslumörkum í búsetu sinni eða ferðum. Auk þess er fjöldi einstaklinga af þessum tegundum afar breytilegur eftir árstíma.

Mynd: Pixabay. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2008

Síðast uppfært

26.6.2018

Spyrjandi

Áslaug Ragna Stefánsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2008, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7178.

EDS. (2008, 5. mars). Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7178

EDS. „Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2008. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7178>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr eru algeng í Árnessýslu?
Hænur eru algengasta dýrið í Árnessýslu, alla vega ef átt er við húsdýr. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Hagstofu Íslands voru samtals 37.096 hænur í þeim sveitarfélögum sem tilheyra Árnessýslu árið 2006 (nýrri upplýsingar lágu ekki fyrir). Til samanburðar voru íbúar á þessu svæði 12.629 þetta sama ár, eða þrisvar sinnum færri en hænurnar.

Hænur eru algengasta húsdýrið í Árnessýslu.

Sauðfé er næst algengasta húsdýrategundin í Árnessýslu, en þar voru rúmlega 22.000 kindur árið 2006. Þar á eftir koma hross, um 13.000, og svo nautgripir sem voru rúmlega 12.300 eða litlu færri en mannskepnan.

Svo má auðvitað spyrja um villt dýr eins og refi, minka, mýs, rjúpur og aðra fugla en okkur er ekki kunnugt um tölur um slíkt eftir sýslum eða sveitarfélögum enda fylgja þess konar dýr ekki sýslumörkum í búsetu sinni eða ferðum. Auk þess er fjöldi einstaklinga af þessum tegundum afar breytilegur eftir árstíma.

Mynd: Pixabay. (Sótt 26. 6. 2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....