Sólin Sólin Rís 05:00 • sest 22:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 16:19 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:54 • Síðdegis: 22:45 í Reykjavík

Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Upprunalega hljóðaði spurningin svona
Hvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum?

Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vélar þóttu ekki nógu hentugar og festu sig ekki í sessi.

Fyrsta nothæfa uppþvottavélin kom fram nokkrum áratugum seinna og er hún uppfinning konu að nafni Josephine Garis Cochrane (1839-1913) sem bjó í Shelbyville í Illinoisfylki í Bandaríkjunum. Cochrane fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni í árslok 1886 en hún hannaði fyrstu gerð vélarinnar með aðstoð vélvirkjans George Butters.

Að sögn líkaði Cochrane ekki hvernig þjónustufólk hennar fór með postulín heimilisins við uppvask. Hún lagði þess vegna höfuðið í bleyti og kom fram með hugmynd um vél sem gæti komið í stað uppvaskaranna. Vélin var eins konar koparketill með láréttu hjóli í botninum. Í hjólinu voru hólf sem diskar, bollar og undirskálar pössuðu í. Hjólinu var snúið með handafli og heitt sápuvatn sprautaðist úr botni ketilsins upp á leirtauið og lak svo niður. Þetta var í fyrsta skipti sem vatnsþrýstingur var notaður til að hreinsa óhreinindi en ekki einhvers konar burstar.

Teikning sem fylgdi umsókn Josephine Cochrone fyrir einkaleyfi á uppþvottavél. Fleiri teikningar og útskýringar á þeim má sjá með því að smella á viðeigandi heimild hér neðst í svarinu.

Cochrane kynnti uppfinningu sína á heimssýningunni í Chicago árið 1893 og vann þar til verðlauna. Það voru fyrst og fremst eigendur hótela og veitingahúsa sem sáu kosti þessarar uppfinningar og þangað fóru uppþvottavélar helst til að byrja með. Þróun uppþvottavéla hélt áfram og á 3. áratug síðustu aldar má segja fyrsta nútímalega uppþvottavélin hafi litið dagsins ljós. Það var vél sem opnaðist að framan, var með vírgrindum til að halda leirtauinu og snúningsspöðum eða spautuörmum.

Nokkrir áratugir liðu þangað til uppþvottavélin varð að algengu heimilistæki. Til þess þurfti bæði að sannfæra almenning um að peningum væri vel varið í vélina í stað þess að vaska upp sjálft og eins þurftu vatnslagnir í húsum að ráða við vatnsþörf vélanna og frárennsli frá þeim. Í fyrstu voru það þess vegna aðeins efnameiri heimili sem tóku þessa nýju tækni í þjónustu sína. Það gerðist ekki að neinu ráði fyrr en á 6. áratug síðustu aldar en tveimur áratugum síðar eða upp úr 1970 voru þær orðnar nokkuð algengar á vestrænum heimilum.

Elstu dæmi sem höfundur þessa svars fann um uppþvottavélar á Íslandi eru fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um uppþvottavélar upp úr 1940 og má gera ráð fyrir að þá hafi einhverjir þekkt til þessa fyrirbæris.

Auglýsing um SterilVask-uppþvottavélina sem birtist í Alþýðublaðinu 23. desember 1943. Vélin var íslensk hönnun og smíði.

Í blaðinu Vísi frá desember 1943 er frétt undir fyrirsögninni Aukin þægindi – spöruðu vinna þar sem sagt er frá því að Gísli Halldórsson verkfræðingur hafi fengið einkaleyfi á uppþvottavél sem hann hannaði og að framleiðsla á henni sé þegar hafin í vélsmiðjunni Jötni. Vélinni er lýst svona í blaðinu:

Vél þessi er eins og skápur í laginu, hvítgljáandi og er henni komið fyrir ofan við eldhúsvask. Er þannig mjög auðveltað tengja hana við heitavatnskranann, með stuttri gúmmíslöngu, en heita vatnið, sem úr vélinni rennur, meðan hún er í gangi, fer niður í vaskinn og má ef til vill nota það til að þvo upp með potta og pönnur meðan vélin er í gangi.

Í vélinni er tvær hillur og eru á neðri hilluna settir diskar, en glös, bollar, skeiðar o.fl. á efri hilluna. Skápurinn rúmar venjulegan borðbúnað fimm manna fjölskyldu. Að aflokinni máltíð þarf húsmóðirin aðeins að setja borðbúnaðinn inn í uppþvottavélina, loka hurðinni og opna fyrir heitvatnskranann. Tekur þá vélin til starfa og má þá að fimm mínútum liðnum taka út allan borðbúnaðinn, hreinþveginn og þurrkaðan, þannig að aðeins þarf að strjúka yfir hann með þurrumklút. —Talið er að þvotturinn sé sóttkveikjudrepandi og nefnir verkfræðingurinn vélina í samræmi við það „sterilvask". Með því að nota sér þetta geta reykvískar húsmæður losnað að mestu við óþægindi þau og tímaeyðslu, er samfara er venjulegum uppþvotti, losnað við óhreina klúta og aukið heilbrigðislegt öryggi heimilisfólksins. (Vísir, 21. 12. 1943, bls. 2)

Heimildir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

5.3.2016

Spyrjandi

Bóas Ingi Jónasson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?“ Vísindavefurinn, 5. mars 2016. Sótt 9. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=71792.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2016, 5. mars). Hvenær var uppþvottavélin fundin upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71792

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?“ Vísindavefurinn. 5. mar. 2016. Vefsíða. 9. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71792>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær var uppþvottavélin fundin upp?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona

Hvenær kom fyrsta uppþvottarvélin til Íslands og hvenær urðu þær algengar á íslenskum heimilum?

Fyrstu uppþvottavélarnar voru gerðar í Bandaríkjunum um miðja 19. öld. Leirtaui og borðbúnaði var snúið í þessum vélum með handafli á meðan vatn sprautaðist yfir. Þessar fyrstu vélar þóttu ekki nógu hentugar og festu sig ekki í sessi.

Fyrsta nothæfa uppþvottavélin kom fram nokkrum áratugum seinna og er hún uppfinning konu að nafni Josephine Garis Cochrane (1839-1913) sem bjó í Shelbyville í Illinoisfylki í Bandaríkjunum. Cochrane fékk einkaleyfi á uppfinningu sinni í árslok 1886 en hún hannaði fyrstu gerð vélarinnar með aðstoð vélvirkjans George Butters.

Að sögn líkaði Cochrane ekki hvernig þjónustufólk hennar fór með postulín heimilisins við uppvask. Hún lagði þess vegna höfuðið í bleyti og kom fram með hugmynd um vél sem gæti komið í stað uppvaskaranna. Vélin var eins konar koparketill með láréttu hjóli í botninum. Í hjólinu voru hólf sem diskar, bollar og undirskálar pössuðu í. Hjólinu var snúið með handafli og heitt sápuvatn sprautaðist úr botni ketilsins upp á leirtauið og lak svo niður. Þetta var í fyrsta skipti sem vatnsþrýstingur var notaður til að hreinsa óhreinindi en ekki einhvers konar burstar.

Teikning sem fylgdi umsókn Josephine Cochrone fyrir einkaleyfi á uppþvottavél. Fleiri teikningar og útskýringar á þeim má sjá með því að smella á viðeigandi heimild hér neðst í svarinu.

Cochrane kynnti uppfinningu sína á heimssýningunni í Chicago árið 1893 og vann þar til verðlauna. Það voru fyrst og fremst eigendur hótela og veitingahúsa sem sáu kosti þessarar uppfinningar og þangað fóru uppþvottavélar helst til að byrja með. Þróun uppþvottavéla hélt áfram og á 3. áratug síðustu aldar má segja fyrsta nútímalega uppþvottavélin hafi litið dagsins ljós. Það var vél sem opnaðist að framan, var með vírgrindum til að halda leirtauinu og snúningsspöðum eða spautuörmum.

Nokkrir áratugir liðu þangað til uppþvottavélin varð að algengu heimilistæki. Til þess þurfti bæði að sannfæra almenning um að peningum væri vel varið í vélina í stað þess að vaska upp sjálft og eins þurftu vatnslagnir í húsum að ráða við vatnsþörf vélanna og frárennsli frá þeim. Í fyrstu voru það þess vegna aðeins efnameiri heimili sem tóku þessa nýju tækni í þjónustu sína. Það gerðist ekki að neinu ráði fyrr en á 6. áratug síðustu aldar en tveimur áratugum síðar eða upp úr 1970 voru þær orðnar nokkuð algengar á vestrænum heimilum.

Elstu dæmi sem höfundur þessa svars fann um uppþvottavélar á Íslandi eru fyrri hluta fimmta áratugar síðustu aldar. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru nokkur dæmi um uppþvottavélar upp úr 1940 og má gera ráð fyrir að þá hafi einhverjir þekkt til þessa fyrirbæris.

Auglýsing um SterilVask-uppþvottavélina sem birtist í Alþýðublaðinu 23. desember 1943. Vélin var íslensk hönnun og smíði.

Í blaðinu Vísi frá desember 1943 er frétt undir fyrirsögninni Aukin þægindi – spöruðu vinna þar sem sagt er frá því að Gísli Halldórsson verkfræðingur hafi fengið einkaleyfi á uppþvottavél sem hann hannaði og að framleiðsla á henni sé þegar hafin í vélsmiðjunni Jötni. Vélinni er lýst svona í blaðinu:

Vél þessi er eins og skápur í laginu, hvítgljáandi og er henni komið fyrir ofan við eldhúsvask. Er þannig mjög auðveltað tengja hana við heitavatnskranann, með stuttri gúmmíslöngu, en heita vatnið, sem úr vélinni rennur, meðan hún er í gangi, fer niður í vaskinn og má ef til vill nota það til að þvo upp með potta og pönnur meðan vélin er í gangi.

Í vélinni er tvær hillur og eru á neðri hilluna settir diskar, en glös, bollar, skeiðar o.fl. á efri hilluna. Skápurinn rúmar venjulegan borðbúnað fimm manna fjölskyldu. Að aflokinni máltíð þarf húsmóðirin aðeins að setja borðbúnaðinn inn í uppþvottavélina, loka hurðinni og opna fyrir heitvatnskranann. Tekur þá vélin til starfa og má þá að fimm mínútum liðnum taka út allan borðbúnaðinn, hreinþveginn og þurrkaðan, þannig að aðeins þarf að strjúka yfir hann með þurrumklút. —Talið er að þvotturinn sé sóttkveikjudrepandi og nefnir verkfræðingurinn vélina í samræmi við það „sterilvask". Með því að nota sér þetta geta reykvískar húsmæður losnað að mestu við óþægindi þau og tímaeyðslu, er samfara er venjulegum uppþvotti, losnað við óhreina klúta og aukið heilbrigðislegt öryggi heimilisfólksins. (Vísir, 21. 12. 1943, bls. 2)

Heimildir:

...