Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan er orðið 'oðra' komið?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Erum hér að ræða um málningu í kirkju þar sem Eygló málari er að oðra spjöld og bekki. Við þekkjum orðið en finnum ekki í orðabókum né á ÍSLEX. Hvernig er orðið myndað og hvaðan er það komið? Úr dönsku? Finn þó ekki 'odre' eða 'odring'.

Sögnin að oðra er tökuorð úr dönsku ådre sem notuð er um að líkja með málningu eftir æðum í viði. Hún finnst í sögulegu dönsku orðabókinni undir aadre (Ordbog over det danske sprog, 1. bindi 1919) og nefnd eru ýmis verkfæri sem notuð eru við vinnuna. Sögnin er ekki tekin með í Den danske ordbog sem er nýjasta stóra danska orðabókin sem bendir til að sögnin sé ekki mikið notuð núna. Báðar bækurnar eru aðgengilegar á netinu.

Sögnin að oðra er tökuorð úr dönsku ådre sem notuð er um að líkja með málningu eftir æðum í viði.

Íslenska tökusögnin oðra virðist allvel þekkt ef draga má ályktun af þeim dæmum sem finnast með leit á netinu. Hún er þó ekki í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók en örugg dæmi af timarit.is benda til að hún hafi að minnsta kosti verið notuð frá fyrri hluta 20. aldar.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.10.2016

Spyrjandi

Þorvaldur S. Þorvaldsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið 'oðra' komið?“ Vísindavefurinn, 18. október 2016. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=71838.

Guðrún Kvaran. (2016, 18. október). Hvaðan er orðið 'oðra' komið? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71838

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið 'oðra' komið?“ Vísindavefurinn. 18. okt. 2016. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71838>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið 'oðra' komið?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Erum hér að ræða um málningu í kirkju þar sem Eygló málari er að oðra spjöld og bekki. Við þekkjum orðið en finnum ekki í orðabókum né á ÍSLEX. Hvernig er orðið myndað og hvaðan er það komið? Úr dönsku? Finn þó ekki 'odre' eða 'odring'.

Sögnin að oðra er tökuorð úr dönsku ådre sem notuð er um að líkja með málningu eftir æðum í viði. Hún finnst í sögulegu dönsku orðabókinni undir aadre (Ordbog over det danske sprog, 1. bindi 1919) og nefnd eru ýmis verkfæri sem notuð eru við vinnuna. Sögnin er ekki tekin með í Den danske ordbog sem er nýjasta stóra danska orðabókin sem bendir til að sögnin sé ekki mikið notuð núna. Báðar bækurnar eru aðgengilegar á netinu.

Sögnin að oðra er tökuorð úr dönsku ådre sem notuð er um að líkja með málningu eftir æðum í viði.

Íslenska tökusögnin oðra virðist allvel þekkt ef draga má ályktun af þeim dæmum sem finnast með leit á netinu. Hún er þó ekki í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans og ekki í Íslenskri orðabók en örugg dæmi af timarit.is benda til að hún hafi að minnsta kosti verið notuð frá fyrri hluta 20. aldar.

Mynd:...