Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er málning búin til?

Jón Bjarnason

Almennt má segja að málning sé gerð úr eftirfarandi efnisflokkum: Bindiefnum, litarefnum, fylliefnum, þynningarefnum og hjálparefnum.

Í fyrsta lagi þarf bindiefni til að búa til málningu. Bindiefni hefur það hlutverk að binda saman aðra efnisþætti málningarinnar og gegnir lykilhlutverki varðandi eiginleika efnisins. Málningin er gjarnan kennd við tegund bindiefnisins og talað er um akrýl-, olíu-, epoxý- eða alkýðmálningu.

Ef um hyljandi málningu er að ræða er þörf á afar fjölbreyttum hópi litarefna, bæði lífrænum og ólífrænum litarefnum. Til að nefna nokkur dæmi þá er títanhvíta (títandíoxíð, TiO2) nánast eina hvíta litarefnið sem notað er í málningu í dag. Járnoxíðlitir eru mikið notaðir í málningu en þeir geta verið gulir, rauðir, brúnir og svartir; efnasamsetning málningarinnar er nokkurn veginn sú sama en framleiðsluferlið er mismunandi. Títandíoxíð og járnoxíð eru ólífræn efni. Að auki er fáanlegur gríðarlegur fjöldi af lífrænum litarefnum. Þetta eru oft mjög flókin efnasambönd sem koma fyrir í öllum hugsanlegum litaafbrigðum og hafa mismunandi eiginleika eins og til dæmis litheldni.

Járnoxíðlitir í málningu geta verið gulir, rauðir, brúnir og svartir. Títanhvíta er hins vegar nánast eina hvíta litarefnið í málningu.

Fylliefni eru notuð í málningu til að ná fram mismunandi eiginleikum. Meðal annars stjórna þau gljáa, hjálpa til að auka viðnám gegn flutningi raka og súrefnis í ryðvarnarmálningu eða á hinn bóginn að ná fram opinni málningarfilmu þegar það á við eins og til dæmis í málningu fyrir steinsteypu. Kalk, leir, dolomit, talk og kísilgúr eru dæmi um fylliefni sem notuð eru í málningu. Fylliefni eru hlutfallslega ódýr og hjálpa þannig til að lækka kostnað.

Til að unnt sé að koma málningunni á flötinn þarf hún að hafa ákveðna þykkt (flæðiseigju) sem er að verulegu leyti stjórnað með þynningarefnum. Með sívaxandi áherslu á vinnuvernd og umhverfissjónarmið vex vatnsþynntri málningu stöðugt fiskur um hrygg. Vatnið heldur þá málningunni í fljótandi formi en gufar svo upp að málun lokinni og eftir situr málningarfilman á fletinum. Vissulega er mikið magn af málningu í notkun með lífrænum leysiefnum sem eru af mismunandi gerð; þá eru ýmsir þættir sem ráða hvaða leysar verða fyrir valinu, meðal annars leysanleiki bindiefnisins og uppgufunarhraði. Þá er og leitast við að velja lífræna leysa sem valda minnstri mengun fyrir notandann. Dæmi um lífræna leysa sem notaðir eru í þessum iðnaði eru terpentína, xýlen, etanól og bútýlasetat.

Síðast en ekki síst er fjölskrúðugur hópur efna sem eru notuð í litlu magni en geta haft afgerandi áhrif á eiginleika málningarinnar, gjarnan nefnd hjálparefni. Í þessum flokki má nefna vætiefni, yfirborðsvirk efni sem koma í veg fyrir að litar- og fylliefnakorn falli til botns og myndi þurrt botnfall. Froðueyðar eru einnig yfirborðsvirk efni, sem vinna gegn því að froða myndist þegar hrært er í málningu, henni er sprautað og þegar málað er með rúllu. Með þykkingarefnum má ná upp þeirri flæðiseigju, sem hentar viðkomandi efni. Mattefni eru efni, sem fljóta upp að yfirborði málningarfilmunnar við þornun og ýfa upp yfirborð filmunnar þannig að endurkast ljóssins minnkar.

Fáir eru eins djarfir og eigendur þessa húss þegar kemur að litavali.

Ekki er óalgengt að til að framleiða ákveðna gerð af málningu þurfi 15 til 20 mismunandi hráefni. Þau þarf að velja af kostgæfni og nota í réttu magni, allt eftir því hvert notkunarsvið efnisins skal vera og hvaða eiginleikum málningin skal vera gædd. Í framleiðslunni er gjarnan byrjað með þynningarefni, vætiefni, litar- og fylliefni, þykkingarefni og ef til vill eitthvað af bindiefninu. Þessu er hrært saman þannig að úr verði seigfljótandi vökvi í hæfilegri þykkt til að rífa í sundur litar- og fylliefnakornin annaðhvort í kröftugri hræru eða myllu ef um er að ræða lakk þar sem miklar kröfur eru gerðar um góða áferð. Að rifferlinu loknu er öðrum hráefnum bætt út í í réttri röð og í lokin eru gerðar margvíslegar mælingar til að tryggja að málningin standist þær kröfur sem upp eru settar.

Heimildir:
  • Paints and Surface Coatings: Theory and Practice eftir R. Lambourne.
  • Introduction to Paint Chemistry and Principles of Paint Technology eftir G.P.A. Turner.
  • Coatings Formulation eftir Bodo Müller og Ulrich Poth.

Myndir:

Ítarefni:

Höfundur

efnaverkfræðingur

Útgáfudagur

6.8.2013

Spyrjandi

Bjarnþór Sigurðarson, Elva Gunnarsdóttir, Bryndís Lilja Gísladóttir, Aron Snær

Tilvísun

Jón Bjarnason. „Hvernig er málning búin til?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2013, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=14460.

Jón Bjarnason. (2013, 6. ágúst). Hvernig er málning búin til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=14460

Jón Bjarnason. „Hvernig er málning búin til?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2013. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=14460>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er málning búin til?
Almennt má segja að málning sé gerð úr eftirfarandi efnisflokkum: Bindiefnum, litarefnum, fylliefnum, þynningarefnum og hjálparefnum.

Í fyrsta lagi þarf bindiefni til að búa til málningu. Bindiefni hefur það hlutverk að binda saman aðra efnisþætti málningarinnar og gegnir lykilhlutverki varðandi eiginleika efnisins. Málningin er gjarnan kennd við tegund bindiefnisins og talað er um akrýl-, olíu-, epoxý- eða alkýðmálningu.

Ef um hyljandi málningu er að ræða er þörf á afar fjölbreyttum hópi litarefna, bæði lífrænum og ólífrænum litarefnum. Til að nefna nokkur dæmi þá er títanhvíta (títandíoxíð, TiO2) nánast eina hvíta litarefnið sem notað er í málningu í dag. Járnoxíðlitir eru mikið notaðir í málningu en þeir geta verið gulir, rauðir, brúnir og svartir; efnasamsetning málningarinnar er nokkurn veginn sú sama en framleiðsluferlið er mismunandi. Títandíoxíð og járnoxíð eru ólífræn efni. Að auki er fáanlegur gríðarlegur fjöldi af lífrænum litarefnum. Þetta eru oft mjög flókin efnasambönd sem koma fyrir í öllum hugsanlegum litaafbrigðum og hafa mismunandi eiginleika eins og til dæmis litheldni.

Járnoxíðlitir í málningu geta verið gulir, rauðir, brúnir og svartir. Títanhvíta er hins vegar nánast eina hvíta litarefnið í málningu.

Fylliefni eru notuð í málningu til að ná fram mismunandi eiginleikum. Meðal annars stjórna þau gljáa, hjálpa til að auka viðnám gegn flutningi raka og súrefnis í ryðvarnarmálningu eða á hinn bóginn að ná fram opinni málningarfilmu þegar það á við eins og til dæmis í málningu fyrir steinsteypu. Kalk, leir, dolomit, talk og kísilgúr eru dæmi um fylliefni sem notuð eru í málningu. Fylliefni eru hlutfallslega ódýr og hjálpa þannig til að lækka kostnað.

Til að unnt sé að koma málningunni á flötinn þarf hún að hafa ákveðna þykkt (flæðiseigju) sem er að verulegu leyti stjórnað með þynningarefnum. Með sívaxandi áherslu á vinnuvernd og umhverfissjónarmið vex vatnsþynntri málningu stöðugt fiskur um hrygg. Vatnið heldur þá málningunni í fljótandi formi en gufar svo upp að málun lokinni og eftir situr málningarfilman á fletinum. Vissulega er mikið magn af málningu í notkun með lífrænum leysiefnum sem eru af mismunandi gerð; þá eru ýmsir þættir sem ráða hvaða leysar verða fyrir valinu, meðal annars leysanleiki bindiefnisins og uppgufunarhraði. Þá er og leitast við að velja lífræna leysa sem valda minnstri mengun fyrir notandann. Dæmi um lífræna leysa sem notaðir eru í þessum iðnaði eru terpentína, xýlen, etanól og bútýlasetat.

Síðast en ekki síst er fjölskrúðugur hópur efna sem eru notuð í litlu magni en geta haft afgerandi áhrif á eiginleika málningarinnar, gjarnan nefnd hjálparefni. Í þessum flokki má nefna vætiefni, yfirborðsvirk efni sem koma í veg fyrir að litar- og fylliefnakorn falli til botns og myndi þurrt botnfall. Froðueyðar eru einnig yfirborðsvirk efni, sem vinna gegn því að froða myndist þegar hrært er í málningu, henni er sprautað og þegar málað er með rúllu. Með þykkingarefnum má ná upp þeirri flæðiseigju, sem hentar viðkomandi efni. Mattefni eru efni, sem fljóta upp að yfirborði málningarfilmunnar við þornun og ýfa upp yfirborð filmunnar þannig að endurkast ljóssins minnkar.

Fáir eru eins djarfir og eigendur þessa húss þegar kemur að litavali.

Ekki er óalgengt að til að framleiða ákveðna gerð af málningu þurfi 15 til 20 mismunandi hráefni. Þau þarf að velja af kostgæfni og nota í réttu magni, allt eftir því hvert notkunarsvið efnisins skal vera og hvaða eiginleikum málningin skal vera gædd. Í framleiðslunni er gjarnan byrjað með þynningarefni, vætiefni, litar- og fylliefni, þykkingarefni og ef til vill eitthvað af bindiefninu. Þessu er hrært saman þannig að úr verði seigfljótandi vökvi í hæfilegri þykkt til að rífa í sundur litar- og fylliefnakornin annaðhvort í kröftugri hræru eða myllu ef um er að ræða lakk þar sem miklar kröfur eru gerðar um góða áferð. Að rifferlinu loknu er öðrum hráefnum bætt út í í réttri röð og í lokin eru gerðar margvíslegar mælingar til að tryggja að málningin standist þær kröfur sem upp eru settar.

Heimildir:
  • Paints and Surface Coatings: Theory and Practice eftir R. Lambourne.
  • Introduction to Paint Chemistry and Principles of Paint Technology eftir G.P.A. Turner.
  • Coatings Formulation eftir Bodo Müller og Ulrich Poth.

Myndir:

Ítarefni:...