Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?

JGÞ

Látrabjarg er svokallað standberg í Vestur-Barðastrandasýslu. Það skiptist í fjóra hluta: Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg.

Skiptingin er tilkomin vegna þess að bæir nálægt bjarginu eignuðu sér tiltekna hluta bjargsins. Þetta voru bæirnir Hvallátrar, Saurbær á Rauðasandi, Breiðavík og Keflavík. Í bjargið sóttu menn egg og fugla. Látrabjargið, sem einn af fjórum hlutum bjargins, var í eigu Hvallátra.


Látrabjarg. © Mats Wibe Lund.

Í svari Svavars Sigmundssonar við spurningunni Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði? segir þetta: "Orðið látur á fyrst og fremst við stað á landi, þar sem selir kæpa (fæða kópa sína)."

Úti fyrir Látrabjargi eru klappir þar sem útselir sjást oft. Líklegt er að nafn bjargsins sé dregið af því. Einnig má hugsa sér að áður fyrr hafi rostungar fætt kópa sína við Látrabjarg.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

6.3.2008

Spyrjandi

Kristín Ferrell, f. 1995

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?“ Vísindavefurinn, 6. mars 2008, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7185.

JGÞ. (2008, 6. mars). Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7185

JGÞ. „Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?“ Vísindavefurinn. 6. mar. 2008. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7185>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju dregur Látrabjarg nafn sitt af?
Látrabjarg er svokallað standberg í Vestur-Barðastrandasýslu. Það skiptist í fjóra hluta: Látrabjarg, Bæjarbjarg, Breiðavíkurbjarg og Keflavíkurbjarg.

Skiptingin er tilkomin vegna þess að bæir nálægt bjarginu eignuðu sér tiltekna hluta bjargsins. Þetta voru bæirnir Hvallátrar, Saurbær á Rauðasandi, Breiðavík og Keflavík. Í bjargið sóttu menn egg og fugla. Látrabjargið, sem einn af fjórum hlutum bjargins, var í eigu Hvallátra.


Látrabjarg. © Mats Wibe Lund.

Í svari Svavars Sigmundssonar við spurningunni Hvaðan kemur nafn eyjaklasans Hvalláturs á Breiðafirði? segir þetta: "Orðið látur á fyrst og fremst við stað á landi, þar sem selir kæpa (fæða kópa sína)."

Úti fyrir Látrabjargi eru klappir þar sem útselir sjást oft. Líklegt er að nafn bjargsins sé dregið af því. Einnig má hugsa sér að áður fyrr hafi rostungar fætt kópa sína við Látrabjarg.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....