Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers konar herör er verið að skera upp?

Guðrún Kvaran

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins?

Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans finnast dæmi um það frá fyrri hluta 20. aldar en elsta heimild á timarit.is er úr Skírni frá 1849.

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á. Það var upphaflega sent milli bæja til að kalla menn til vopna. Á myndinni sjást örvar frá 4. eða 5. öld. Þessum örvum var kastað en ekki skotið af boga.

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á. Það var upphaflega sent milli bæja til að kalla menn til vopna. Að skera upp herör merkti þá ‘að kalla menn til vopna’, síðar í yfirfærðri merkingu ‘að leita liðsinnis manna við einhvern málstað’. Síðari heimildir sýna bæði dæmi um að skera upp herör fyrir einhverju ‘kveðja menn til liðsinnis’ og það sem algengara er að skera upp herör gegn einhverju eða einhverjum það er hvetja til andstöðu gegn einhverju eða einhverjum.

Mynd:


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Torfa Tulinius fyrir ábendingu um dæmið úr Egils sögu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.11.2016

Spyrjandi

Kári Rafn Karlsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers konar herör er verið að skera upp?“ Vísindavefurinn, 23. nóvember 2016. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=71887.

Guðrún Kvaran. (2016, 23. nóvember). Hvers konar herör er verið að skera upp? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=71887

Guðrún Kvaran. „Hvers konar herör er verið að skera upp?“ Vísindavefurinn. 23. nóv. 2016. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=71887>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar herör er verið að skera upp?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Hvað er herör í orðatiltækinu að skera upp herör? Hver er uppruni orðatiltækisins?

Orðatiltækið að skera upp herör kemur fyrir í fornu máli. Í Egils sögu sem er frá 13. öld segir í 3. kafla: "Auðbjörn konungr lét skera upp herör ok fara herboð um allt ríki sitt." Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans finnast dæmi um það frá fyrri hluta 20. aldar en elsta heimild á timarit.is er úr Skírni frá 1849.

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á. Það var upphaflega sent milli bæja til að kalla menn til vopna. Á myndinni sjást örvar frá 4. eða 5. öld. Þessum örvum var kastað en ekki skotið af boga.

Herör var örvarmyndað kefli sem skilaboð voru rist á. Það var upphaflega sent milli bæja til að kalla menn til vopna. Að skera upp herör merkti þá ‘að kalla menn til vopna’, síðar í yfirfærðri merkingu ‘að leita liðsinnis manna við einhvern málstað’. Síðari heimildir sýna bæði dæmi um að skera upp herör fyrir einhverju ‘kveðja menn til liðsinnis’ og það sem algengara er að skera upp herör gegn einhverju eða einhverjum það er hvetja til andstöðu gegn einhverju eða einhverjum.

Mynd:


Ritstjórn Vísindavefsins þakkar Torfa Tulinius fyrir ábendingu um dæmið úr Egils sögu.

...