Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er ber að baki og á hann bróður?

Guðrún Kvaran

Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hvíti bjó. Ekki virðast miklar ástir hafa verið með Birni og Valgerði, konu hans, en Björn þótti sjálfhælinn. Þau hjón taka við Kára og varar Valgerður hann við að treysta Birni um til liðsinnis. Björn hrósar sjálfum sér jafnt og þétt og hefur stór orð um eigið ágæti en var í raun mestur í munninum.

Þórsmörk séð til austurs. Kári Sölmundarson leitaði liðsinnis hjá Birni hvíta sem bjó á bænum Mörk í Þórsmörk.

Þeir Kári og Björn sáu til flokks brennumanna. Björn spurði Kára hvar hann ætti að standa þegar óvinaflokkurinn næði til þeirra. Þá svaraði Kári: „Tveir eru nú kostir fyrir höndum. Sá er annar að þú standir að baki mér og hafir skjöldinn að hlífa þér með ef þér kemur hann að nokkru gagni. Hinn er annar að þú stígir á hest þinn og ríðir undan sem þú mátt mest.“ Björn valdi fyrri kostinn. Kára og Birni tókst að hrekja óvinahópinn á brott eftir snörp átök og ríða heim í Mörk. Valgerður spyr frétta af því hvernig Björn hafi reynst. Kári svaraði: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel.“ Bróðir merkir þarna ‛liðsmaður, stuðningsmaður’.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.7.2010

Spyrjandi

Hallur Guðmundsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er ber að baki og á hann bróður?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2010. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56070.

Guðrún Kvaran. (2010, 20. júlí). Hver er ber að baki og á hann bróður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56070

Guðrún Kvaran. „Hver er ber að baki og á hann bróður?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2010. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56070>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er ber að baki og á hann bróður?
Setningin „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ er úr 152. kafla Njáls sögu. Njáll og synir hans höfðu verið brenndir inni en Kára Sölmundarsyni, tengdasyni Njáls, tókst að sleppa úr brennunni. Hann leitaði hefnda og liðsinnis þar sem það var að hafa. Hann kom að bænum Mörk í Þórsmörk þar sem Björn nokkur hvíti bjó. Ekki virðast miklar ástir hafa verið með Birni og Valgerði, konu hans, en Björn þótti sjálfhælinn. Þau hjón taka við Kára og varar Valgerður hann við að treysta Birni um til liðsinnis. Björn hrósar sjálfum sér jafnt og þétt og hefur stór orð um eigið ágæti en var í raun mestur í munninum.

Þórsmörk séð til austurs. Kári Sölmundarson leitaði liðsinnis hjá Birni hvíta sem bjó á bænum Mörk í Þórsmörk.

Þeir Kári og Björn sáu til flokks brennumanna. Björn spurði Kára hvar hann ætti að standa þegar óvinaflokkurinn næði til þeirra. Þá svaraði Kári: „Tveir eru nú kostir fyrir höndum. Sá er annar að þú standir að baki mér og hafir skjöldinn að hlífa þér með ef þér kemur hann að nokkru gagni. Hinn er annar að þú stígir á hest þinn og ríðir undan sem þú mátt mest.“ Björn valdi fyrri kostinn. Kára og Birni tókst að hrekja óvinahópinn á brott eftir snörp átök og ríða heim í Mörk. Valgerður spyr frétta af því hvernig Björn hafi reynst. Kári svaraði: „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi og gafst Björn mér vel.“ Bróðir merkir þarna ‛liðsmaður, stuðningsmaður’.

Mynd:...