Sólin Sólin Rís 08:57 • sest 18:26 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:39 • Sest 09:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:01 • Síðdegis: 12:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?

Guðrún Kvaran

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan".

Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram kemur í fyrirspurninni, gamalt í málinu. Í Njáls sögu fara fram orðaskipti milli Njálssona og Hrapps Örgumleiðasonar. Skarphéðinn mælti: „Skiptum ekki orðum við Hrapp, en gjöldum honum rauðan belg fyrir gráan.“ Þá mælti Hrappur: „Þegi þú, Skarphéðinn; ekki skal ég spara að bera mína öxi að höfði þér.“ (ÍF XII:228–229 stafsetningu breytt). Af þessum orðaskiptum má sjá að þeir Skarphéðinn og Hrappur eru tilbúnir að takast á með vopnum og má þá búast við blóðsúthellingu. Belgur merkir hér 'skinn' og rauði liturinn vísar hér líklega til blóðsins. Grátt skinnið verður rautt af blóði. Lýsingarorðið grár er notað í neikvæðri merkingu í ýmsum orðatiltækjum, til dæmis bæta gráu ofan á svart ‘gera illt verra’, eiga e-m grátt að gjalda ‘eiga einhverjum illt að launa’ (sbr. Halldór Halldórsson 1968:196, Jón G. Friðjónsson 2006:270).

Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan kemur fyrir í Njáls sögu. Belgur merkir þar 'skinn' og rauði liturinn vísar líklega til blóðsins. Grátt skinnið verður rautt af blóði.

Í fyrirspurninni er einnig vísað í söguna Sýður á keipum eftir Jón Trausta þar sem fram kemur orðasambandið gjalda bláan belg fyrir gráan. Þar stendur:

Veistu, hvers vegna ég er svona hnýttur? - Það er eftir manna hendur. Ég var ódæll og ófyrirleitinn, þegar ég var ungur, og í sífelldum erjum og áflogum. Loks fékk ég eitt sinn bláan belg fyrir gráan. Það var úti á víðavangi, og ég hefi engum manni frá því sagt. Ég skreiddist heim og í rúmið, lá lengi og stóð loks upp svona hnýttur.

Í sögunni Sýður á keipum eftir Jón Trausta kemur fram orðasambandið gjalda bláan belg fyrir gráan. Þar vísar blái liturinn til marbletta, í stað þess rauða sem vísar til blóðs.

Þarna er sama hugmynd að baki nema Jón Trausti breytti lítillega og notaði bláan lit, sem vísa á til marbletta, í stað þess rauða sem vísar til blóðs.

Heimildir:

  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • ÍF XII: Brennu-Njáls saga. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Íslenzk fornrit. XII. bindi. Reykjavík 1954.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning, Reykjavík.
  • Jón Trausti. Sýður á keipum. www.snerpa.is/net/sma/keipum.htm.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

7.9.2017

Spyrjandi

Inga Bára Þórðardóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?“ Vísindavefurinn, 7. september 2017. Sótt 23. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73972.

Guðrún Kvaran. (2017, 7. september). Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73972

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?“ Vísindavefurinn. 7. sep. 2017. Vefsíða. 23. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73972>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan"?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Hvaðan kemur orðatiltækið að "gjalda rauðan belg fyrir gráan" sem er víst úr Brennu Njáls sögu og einnig til sem "að gjalda bláan belg fyrir gráan".

Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan merkir að 'hefna sín rækilega á einhverjum' og er, eins og fram kemur í fyrirspurninni, gamalt í málinu. Í Njáls sögu fara fram orðaskipti milli Njálssona og Hrapps Örgumleiðasonar. Skarphéðinn mælti: „Skiptum ekki orðum við Hrapp, en gjöldum honum rauðan belg fyrir gráan.“ Þá mælti Hrappur: „Þegi þú, Skarphéðinn; ekki skal ég spara að bera mína öxi að höfði þér.“ (ÍF XII:228–229 stafsetningu breytt). Af þessum orðaskiptum má sjá að þeir Skarphéðinn og Hrappur eru tilbúnir að takast á með vopnum og má þá búast við blóðsúthellingu. Belgur merkir hér 'skinn' og rauði liturinn vísar hér líklega til blóðsins. Grátt skinnið verður rautt af blóði. Lýsingarorðið grár er notað í neikvæðri merkingu í ýmsum orðatiltækjum, til dæmis bæta gráu ofan á svart ‘gera illt verra’, eiga e-m grátt að gjalda ‘eiga einhverjum illt að launa’ (sbr. Halldór Halldórsson 1968:196, Jón G. Friðjónsson 2006:270).

Orðatiltækið að gjalda einhverjum rauðan belg fyrir gráan kemur fyrir í Njáls sögu. Belgur merkir þar 'skinn' og rauði liturinn vísar líklega til blóðsins. Grátt skinnið verður rautt af blóði.

Í fyrirspurninni er einnig vísað í söguna Sýður á keipum eftir Jón Trausta þar sem fram kemur orðasambandið gjalda bláan belg fyrir gráan. Þar stendur:

Veistu, hvers vegna ég er svona hnýttur? - Það er eftir manna hendur. Ég var ódæll og ófyrirleitinn, þegar ég var ungur, og í sífelldum erjum og áflogum. Loks fékk ég eitt sinn bláan belg fyrir gráan. Það var úti á víðavangi, og ég hefi engum manni frá því sagt. Ég skreiddist heim og í rúmið, lá lengi og stóð loks upp svona hnýttur.

Í sögunni Sýður á keipum eftir Jón Trausta kemur fram orðasambandið gjalda bláan belg fyrir gráan. Þar vísar blái liturinn til marbletta, í stað þess rauða sem vísar til blóðs.

Þarna er sama hugmynd að baki nema Jón Trausti breytti lítillega og notaði bláan lit, sem vísa á til marbletta, í stað þess rauða sem vísar til blóðs.

Heimildir:

  • Halldór Halldórsson. 1968. Íslenzkt orðtakasafn. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • ÍF XII: Brennu-Njáls saga. Einar Ólafur Sveinsson gaf út. Íslenzk fornrit. XII. bindi. Reykjavík 1954.
  • Jón G. Friðjónsson. 2006. Mergur málsins. Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og notkun. Mál og menning, Reykjavík.
  • Jón Trausti. Sýður á keipum. www.snerpa.is/net/sma/keipum.htm.

Myndir:

...