Kettir lenda ekki alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð, en þeir eru reyndar afar færir í því að snúa sér í loftinu og lenda á fjórum fótum.
Það er alls ekki augljóst hvernig kettir geta snúið sér í loftinu ef þeim er sleppt á hvolfi. Þeir hafa nefnilega ekkert til að spyrna í. Til þess að lenda á fjórum fótum þurfa þeir að framkvæma mjög flóknar hreyfingar, eins og sést hér á myndinni.
Kettir hafa mjög gott jafnvægisskyn og eru einstaklega liðugir. Ef þeim er sleppt á hvolfi þá byrja þeir á því að snúa löppunum í átt til jarðar, síðan rétta þeir skrokkinn við.
Um þetta er hægt að lesa meira í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Hvers vegna lenda kettir alltaf á löppunum þegar þeir falla úr einhverri hæð?
Mynd: Benson, Harris, University Physics.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.