Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?

Elsta lifandi tré sem vitað er um á jörðinni í dag gengur undir gælunafninu Methuselah og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Tré þetta er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki gefin upp til þess að vernda það.

Elsta tré sem vitað er um, og þar með sú sjáfstæða lífvera sem vitað er að hefur náð hæstum aldri, var sömu tegundar og gekk undir gælunafninu Prometheus. Það óx í Nevadafylki í Bandaríkjunum en var fellt árið 1964. aldursgreinin hefur leitt í ljós að tréð var líklega meira en 5000 ára gamalt.

Heimildir:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Stefán Sverrir Stefánsson

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008. Sótt 23. apríl 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=7192.

EDS. (2008, 7. mars). Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7192

EDS. „Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 23. apr. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7192>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristinn R. Þórissson

1964

Kristinn R. Þórisson er prófessor í tölvunarfræði við Háskólann í Reykjavík og stjórnandi Vitvélastofnunar Íslands. Kristinn hefur stundað rannsóknir á gervigreind í 30 ár og kennt þau fræði víða.