Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?

EDS og GrH

Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki gefin upp til þess að vernda það.

Árið 1964 var tréð Prometheus, sem einnig var af tegundinni Pinus longaeva, fellt í Nevadafylki í Bandaríkjunum. Aldursgreining hefur leitt í ljós að það tré var líklega meira en 5000 ára gamalt. Slík aldursgreining fer fram með kjarnaborun inn í stofn trésins svo hægt sé að telja og skoða árhringi trésins, með aðferð sem kallast dendrochronology í vísindaheiminum.

Árið 2012 uppgötvaðist svo að annað tré sömu tegundar væri eldra en Methusaleh, eða um það bil 5.065 ára gamalt. Þetta tré, sem einnig vex í Hvítufjöllum í Kaliforníu en hefur enn ekki formlega fengið gælunafn, er þar með sú sjálfstæða lífvera sem vitað er að hafi náð hæstum aldri.

Á vef Rocky Mountain Tree-Ring Research má finna upplýsingar um háöldruð tré í Bandaríkjunum.

Heimildir:


Svar þetta var uppfært 3.5.2018 eftir ábendingu frá Ernu Rós Aðalsteinsdóttur

Höfundar

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Stefán Sverrir Stefánsson

Tilvísun

EDS og GrH. „Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7192.

EDS og GrH. (2008, 7. mars). Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7192

EDS og GrH. „Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7192>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er elsta tré jarðar gamalt og hvaða tegund er það?
Fram til ársins 2013 var furutré sem gekk undir gælunafninu Methusaleh elsta lifandi tré jarðar sem vitað var um. Methusaleh er fura af tegund sem á latnesku nefnist Pinus longaeva og er talið vera meira en 4800 ára gamalt. Þetta tré er í Hvítufjöllum í Kaliforníu í Bandaríkjunum en nákvæm staðsetning þess er ekki gefin upp til þess að vernda það.

Árið 1964 var tréð Prometheus, sem einnig var af tegundinni Pinus longaeva, fellt í Nevadafylki í Bandaríkjunum. Aldursgreining hefur leitt í ljós að það tré var líklega meira en 5000 ára gamalt. Slík aldursgreining fer fram með kjarnaborun inn í stofn trésins svo hægt sé að telja og skoða árhringi trésins, með aðferð sem kallast dendrochronology í vísindaheiminum.

Árið 2012 uppgötvaðist svo að annað tré sömu tegundar væri eldra en Methusaleh, eða um það bil 5.065 ára gamalt. Þetta tré, sem einnig vex í Hvítufjöllum í Kaliforníu en hefur enn ekki formlega fengið gælunafn, er þar með sú sjálfstæða lífvera sem vitað er að hafi náð hæstum aldri.

Á vef Rocky Mountain Tree-Ring Research má finna upplýsingar um háöldruð tré í Bandaríkjunum.

Heimildir:


Svar þetta var uppfært 3.5.2018 eftir ábendingu frá Ernu Rós Aðalsteinsdóttur...