Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?

EDS

Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja komið fyrir að tegund hefur verið talin útdauð en seinna hafa fundist lifandi einstaklingar þeirrar tegundar.Mandarínhöfrungur (Lipotes vexillifer) er eitt þeirra dýra sem telst í hvað mestri útrýmingarhættu, ef hann er þá ekki þegar útdauður. Síðast sást einstaklingur þessarar tegundar árið 2002.

Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu? Þar er einnig vísað á nokkur önnur svör um dýr í útrýmingarhættu. Á Vísindavefnum eru mörg fleiri svör um dýr í útrýmingarhættu en of langt mál væri að telja þau upp hér. Lesendum er því bent á að nota leitarvélina hér efst til hægri til að nálgast frekari fróðleik.

Mynd: The IUCN Red List of Threatened Species. Ljósmyndari: Mark Carwardine.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.3.2008

Spyrjandi

Emilía,Telma, Ragga og Anna
Brynjar Kári Kolbeinsson, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2008. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7196.

EDS. (2008, 7. mars). Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7196

EDS. „Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2008. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7196>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýrategund er í mestri útrýmingarhættu?
Það er líklega ógerlegt að nefna eina dýrategund og segja að hún sé í allra mestri útrýmingarhættu af öllum þeim dýrategundum sem eiga á hættu að deyja út. Ástæðan er meðal annars sú að erfitt getur reynst að meta stofnstærð sjaldgæfra dýra ef heimkynni þeirra eru mönnum erfið yfirferðar. Það hefur meira að segja komið fyrir að tegund hefur verið talin útdauð en seinna hafa fundist lifandi einstaklingar þeirrar tegundar.Mandarínhöfrungur (Lipotes vexillifer) er eitt þeirra dýra sem telst í hvað mestri útrýmingarhættu, ef hann er þá ekki þegar útdauður. Síðast sást einstaklingur þessarar tegundar árið 2002.

Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvaða dýr eru í allra mestri útrýmingarhættu? Þar er einnig vísað á nokkur önnur svör um dýr í útrýmingarhættu. Á Vísindavefnum eru mörg fleiri svör um dýr í útrýmingarhættu en of langt mál væri að telja þau upp hér. Lesendum er því bent á að nota leitarvélina hér efst til hægri til að nálgast frekari fróðleik.

Mynd: The IUCN Red List of Threatened Species. Ljósmyndari: Mark Carwardine.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....