Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er uppruni orðsins kúrbítur?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt.

Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét jurtin kyrbis, orðið fengið að láni úr þýsku, en nú er ítalska orðið zucchini næstum einrátt og kyrbis er ekki fletta í Den danske ordbog. Íslenska orðið kúrbítur er þannig aðlagað tökuorð úr dönsku.

Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Uppruni orðanna kúrbíts og zuccinis er hinn sami.

Til fróðleiks má nefna að ítalska orðið zucchini á einnig rætur að rekja til latínu. Það er fleirtölumynd af zucchino ‘ungt grasker’ sem er smækkunarmynd af zucca ‘grasker’. Það er aftur ummyndun af cucuzza sem er afleiðsla af cucurbita. Þannig er uppruni kúrbíts og zuccinis hinn sami.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók háskólans, Reykjavík. Bls. 518.
  • Politikens etymologisk ordbog. 2000. Politikens forlag. Bls. 688.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

23.6.2016

Spyrjandi

Sverrir Þorgeirsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kúrbítur?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2016, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72099.

Guðrún Kvaran. (2016, 23. júní). Hver er uppruni orðsins kúrbítur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72099

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins kúrbítur?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2016. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72099>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins kúrbítur?
Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Í miðaldalatínu er gert ráð fyrir myndinni *curbita, sem ekki virðist koma fyrir það vitað sé og þess vegna stjörnumerkt.

Í fornháþýsku hét jurtin kurbiz, fengin að láni úr latínu, en í háþýsku heitir hún Kürbis. Í eldri dönsku hét jurtin kyrbis, orðið fengið að láni úr þýsku, en nú er ítalska orðið zucchini næstum einrátt og kyrbis er ekki fletta í Den danske ordbog. Íslenska orðið kúrbítur er þannig aðlagað tökuorð úr dönsku.

Orðið kúrbítur á rætur að rekja til latínu cucurbita í merkingunni ‘grasker’. Uppruni orðanna kúrbíts og zuccinis er hinn sami.

Til fróðleiks má nefna að ítalska orðið zucchini á einnig rætur að rekja til latínu. Það er fleirtölumynd af zucchino ‘ungt grasker’ sem er smækkunarmynd af zucca ‘grasker’. Það er aftur ummyndun af cucuzza sem er afleiðsla af cucurbita. Þannig er uppruni kúrbíts og zuccinis hinn sami.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon, 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók háskólans, Reykjavík. Bls. 518.
  • Politikens etymologisk ordbog. 2000. Politikens forlag. Bls. 688.

Mynd:

...