Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?

Már Jónsson

Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 18. aldar hafi allt að því hundrað einstaklingar verið líflátnir, eitthvað fleiri karlar en konur.

Nokkrir morðingjar voru höggnir á háls og allmargir þjófar hengdir, tuttugu galdramenn brenndir og ein kona. Algengustu dauðadómarnir voru hins vegar í tveimur málaflokkum sem ekki eru litnir jafn alvarlegum augum nú til dags. Það voru annars vegar svokölluð dulsmál, að fæðingu barns var leynt og það borið út eða látið deyja. Hins vegar var svonefnd blóðskömm, þegar fólk sem var náskylt eða tengt með mægðum eignaðist börn. Þá var dæmt eftir lögum sem voru samþykkt á alþingi árið 1564 og kölluðust Stóridómur síðar. Þar er skrá sem miðar við tengsl kvenna við barnsfeður sína, svo sem móðir, systir og dóttir, en tengslaskrána má finna í heild sinni í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Stóridómur? Skyldi þá taka bæði þær og karlana af lífi, karlana skyldi höggva á háls en konunum átti að drekkja. Systkinabörn og þremenningar sem eignuðust börn voru sektuð eða hýdd, en framhjáhaldsbrot og barneignir ógiftra utan hjónabands vörðuðu sektum. Dauðadómar fyrir dulsmál voru aftur á móti kveðnir upp eftir dönskum lögum, en sömu aðferðum beitt og eftir Stóradómi.

Konum var drekkt fyrir dulsmál og blóðskömm. Það var gert í ám eða lækjum við þingstaðina þar sem dómur var kveðinn upp, en í vaxandi mæli í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Myndin sýnir Drekkingarhyl.

Konum var því drekkt hérlendis fyrir dulsmál og blóðskömm. Það var gert í ám eða lækjum við þingstaðina þar sem dómur var kveðinn upp, en í vaxandi mæli í Drekkingarhyl á Þingvöllum, þar sem alþingi kom saman á hverju sumri og dómar voru teknir fyrir sem höfðu gengið um allt land. Eftir 1663 átti að taka alla líflátsdóma fyrir alþingi og snemma á 18. öld var boðið að konungur skyldi einnig fá þá til umfjöllunar. Hér fylgir listi yfir allar drekkingar sem heimildir eru til um og er líklegt að þær hafi verið nokkru fleiri, en ekki mikið fleiri:

  • 1599 – Kona eignaðist börn með tveimur bræðrum og var henni drekkt að Bakkárholti í Ölfusi.
  • 1605 – Þórður Egilsson var hálshöggvinn fyrir barneign með systur konu sinnar, Dýrfinnu Halldórsdóttur, en hana skyldi taka af lífi þegar barnið væri orðið ársgamalt.
  • 1611 – Sigríði Halldórsdóttur var drekkt í læk nærri þingstað á Ballará á Skarðsströnd fyrir barneign með Jóni Oddssyni, manni systur hennar, og dulsmál.
  • 1618 – Þórdísi Halldórsdóttur var drekkt á alþingi fyrir barneign með manni systur sinnar, Tómasi Böðvarssyni.
  • 1618 – Þórarinn Jónsson og móðursystir hans Guðbjörg Jónsdóttir voru tekin af lífi fyrir barneign.
  • 1624 – Hildibrandur nokkur úr Ísafjarðarsýslu var hálshögggvinn fyrir barneign með systur konu sinnar, Sesselju Jónsdóttur, en aftöku hennar var frestað vegna brjóstabarns. Ekki er vitað hvort henni var drekkt.
  • 1627 – Herdísi Guðmundsdóttur úr Dalasýslu var drekkt fyrir dulsmál.
  • 1634 – Aldís Þórðardóttir var dæmd í Kópavogi fyrir barneign með Jóni bróður sínum og tekin af lífi.
  • 1635 – Ónafngreindri bústýru á Hömrum í Haukadal í Dalasýslu var drekkt fyrir dulsmál.
  • 1636 – Systkinin Rustikus og Alleif voru tekin af lífi á Suðurnesjum fyrir barneign og dulsmál.
  • 1638 – Tekin af lífi karl og systir konu hans á Seltjarnarnesi fyrir barneign.
  • 1639 – Stjúpfeðgin tekin af lífi í Eyjafirði, hann höggvinn og henni drekkt.
  • 1639 – Karl og kona tekin af lífi á alþingi fyrir barneign, en ekki eru tengslin nefnd.
  • 1645 – Inga Kolbeinsdóttir úr Árnessýslu var dæmd til dauða fyrir dulsmál á alþingi 1644 og ári síðar var sýslumanni skipað að láta taka hana af lífi.
  • 1645 – Kona var tekin af lífi á Bessastöðum fyrir barneign með stjúpa sínum, sem strauk.
  • 1647 – Björgu Andrésdóttur úr Húnavatnssýslu var drekkt á alþingi fyrir barneign með Jóni Þorsteinssyni stjúpföður sínum og hann hálshöggvinn.
  • 1650 – Sigríður Einarsdóttir af Snæfellsnesi var tekin af lífi á alþingi fyrir að eignast tvö börn með Jóni Jónssyni stjúpföður sínum. Hann var einnig líflátinn.
  • 1650 – Margréti Jónsdóttur var drekkt í Ögri fyrir barneign með stjúpföður sínum, Páli Tóasyni, og hann einnig líflátinn.
  • 1650 – Sigríður Jónsdóttir og eiginmaður systur hennar, Halldór Jónsson, voru tekin af lífi í Eyjafirði.
  • 1656 – Sigríður Gunnarsdóttir var dæmd til dauða fyrir dulsmál að Laugarbrekku í Snæfellsnessýslu og tekin af lífi.
  • 1659 – Valgerður Jónsdóttir og Ingimundur Illugason, eiginmaður systur hennar, voru dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi fyrir barneign og sýslumanni gert að taka þau af lífi.
  • 1663 – Ólöfu Magnúsdóttur á Felli í Vestur-Skaftafellssýslu var drekkt í Hofsá fyrir dulsmál.
  • 1666 – Kona frá Rútsstöðum í Flóa var dæmd til dauða á Vælugerðisþingi og tekin af lífi fyrir dulsmál.
  • 1670 – Guðrún Bjarnadóttir á Höfðaströnd í Húnavatnssýslu bar út barn og var tekin af lífi.
  • 1674 – Sigríði Þórðardóttur var drekkt í Vatnsdal í Húnavatnssýslu fyrir barneign með Bjarna Sveinssyni, eiginmanni systur hennar, sem hafði verið hálshöggvinn á alþingi ári fyrr.
  • 1673 – Guðrún Skaftadóttir var dæmd til dauða á Vaðlaþingi í Barðastrandarsýslu fyrir leynilega meðferð tveggja barna og var drekkt í Vaðalsá.
  • 1677 – Guðrún Bjarnadóttir og faðir hennar Bjarni Hallsson í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu eignuðust barn og voru tekin af lífi.
  • 1678 – Bjarni Hallsson og dóttir hans Guðrún voru tekin af lífi fyrir barneign í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu.
  • 1680 – Hergerður Brandsdóttir fæddi barn og og Sæmundur Þorláksson gróf líkið. Henni var drekkt, líklega við á Kirkjulæk í Fljótshlíð, en hann hálshöggvinn á alþingi.
  • 1682 – Karl og kona voru tekin af lífi á Norðurlandi fyrir að farga barni.
  • 1683 – Jón Vernharðsson og Þuríður Þorláksdóttir voru tekin af lífi á Þingskálaþingi í Rangárvallasýslu fyrir barnsleynd; hann höggvinn á háls en henni drekkt.
  • 1684 – Helga Gunnarsdóttir og Björn Höskuldsson úr Húnavatnssýslu eignuðust barn, en nokkrum árum áður átti hún barn með bróður hans. Hún leysti Björn úr járnum áður svo hann komst undan, en henni var drekkt á alþingi.
  • 1684 – Guðrún Jónsdóttir vinnukona á Bessastöðum í Gullbringusýslu fæddi andvana barn á túninu fyrir sunnan kirkjuna laugardaginn fyrir páska og fullyrti að örn hefði tekið það. Henni var drekkt á alþingi.
  • 1687 – Borgný Brynjólfsdóttir úr Ísafjarðarsýslu lýsti hálfbróður sinn Torfa Brynjólfsson föður að barni. Henni var drekkt á alþingi, en hann komst undan.
  • 1695 – Þuríður Bjarnadóttir úr Ísafjarðarsýslu eignaðist barn með föður sínum, Bjarna Jónssyni, sem strauk. Hún fargaði barninu og var drekkt á alþingi.
  • 1696 – Vigdísi Þórðardóttur vinnukona á Ingunnarstöðum í Brynjudal í Kjósarsýslu var drekkt í Elliðaám fyrir dulsmál.
  • 1697 – Jóreiði Þorgeirsdóttur úr Árnessýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
  • 1697 – Guðrúnu Oddsdóttur vinnukonu í Kirkjuvogi í Höfnum á Suðurnesjum var drekkt í héraði fyrir dulsmál.
  • 1703 – Katrínu Þorvarðsdóttur vinnukonu úr Borgarfjarðarsýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
  • 1705 – Kolfinnu Ásbjörnsdóttur vinnukonu í Hækingsdal í Kjósarsýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
  • 1705 – Sigríði Vigfúsdóttur vinnukonu á Glaumbæ í Suður-Þingeyjarsýslu var drekkt fyrir dulsmál í Hörgá í Hörgárdal.
  • 1705 – Ólöfu Jónsdóttur úr Staðarsveit á Snæfellsnesi var drekkt fyrir barneign með móðurbróður sinum Salómon Hallbjörnssyni.
  • 1705 – Sumarliði Eiríksson og hálfbróðurdóttir hans Ragnhildur Tómasdóttir úr Hrútafirði voru tekin af lífi á alþingi.
  • 1705 – Kristínu Halldórsdóttur frá Grásíðu í Kelduhverfi var drekkt í Laxá í Reykjadal fyrir barneigin með mági sínum Árna Björnssyni, sem hafði verið hálshöggvinn á alþingi um sumarið.
  • 1708 – Hallfríði Magnúsdóttur vinnukonu í Kjólsvík í Norður-Múlasýslu var drekkt á alþingi fyrir dulsmál og hafði barnsfaðir hennar, Ólafur Kolbeinsson, verið hálshöggvinn fyrir sömu sök tveimur árum fyrr.
  • 1709 – Helgu Magnúsdóttur úr Austur-Skaftafellssýslu var drekkt á alþingi fyrir dulsmál.

Málmrista frá árinu 1660 sem sýnir þegar Maríu van Monjou var drekkt árið 1552. Hún tilheyrði svonefndum anabaptistum, en þeir voru meðlimir í trúarflokki mótmælenda sem kom upp í Zürich um 1520.

Eftir 1710 mildaði konungur langflesta dauðadóma í refsivist til lífstíðar í Kaupmannahöfn, sem raunar jafngilti dauðadómi því fáir lifðu dvölina af. Í fáeinum tilvikum staðfesti konungur dauðadóma og er svakalegasta dæmið úrskurður árið 1728 um líflát Halldóru Jónsdóttur frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði fyrir barneign með föður sínum Jóni Eyjólfssyni fjórum árum fyrr, en hann hafði nauðgað henni og tók síðan á móti barninu og gróf það í húsgólf. Hann var hálshöggvinn á alþingi 1724, en sök hennar vísað til konungs, sem ákvað að hún skyldi líflátin. Það var gert í héraði haustið 1729. Tíu árum síðar var Guðfinna Þorláksdóttir frá Sæbóli á Ingjaldssandi í Vestur-Ísafjarðarsýslu dæmd til dauða fyrir dulsmál og finnast engin bréf um hana næstu árin, þannig að líklega var henni drekkt á Þingvöllum. Það væri þá síðasta drekkingin þar og líklega á landinu. Tvær konur voru hins vegar hálshöggnar fyrir dulsmál á síðari helmingi 18. aldar, þær Ingibjörg Sölvadóttir í Eyjafjarðarsýslu vorið 1760 og Ingibjörg Jónsdóttir í Skagafjarðarsýslu sumarið 1792.

Heimildir:
  • Dulsmál 1600–1900. Fjórtán dómar og skrá. Már Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík 2000.
  • Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1275–1870. Reykjavík 1993.
  • Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu. Reykjavík 1971.

Myndir:

Höfundur

Már Jónsson

prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

29.6.2016

Síðast uppfært

8.1.2019

Spyrjandi

Þóra Karítas Árnadóttir, Andrea Margrét Gunnarsdóttir, Lára Björk, Björg Þráinsdóttir

Tilvísun

Már Jónsson. „Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2016, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72129.

Már Jónsson. (2016, 29. júní). Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72129

Már Jónsson. „Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2016. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72129>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu mörgum konum var drekkt í Drekkingarhyl og fyrir hvað?
Aftökur tíðkuðust á Íslandi á 17. öld fyrir nokkrar tegundir afbrota sem yfirvöld töldu að væru sérlega alvarleg. Var hugmyndin sú að með því að taka sakamenn af lífi myndu aðrir forðast glæpi og jafnframt yrði afstýrt reiði guðs yfir ósiðlegu framferði landsmanna. Ætla má að frá lokum 16. aldar fram á fyrstu ár 18. aldar hafi allt að því hundrað einstaklingar verið líflátnir, eitthvað fleiri karlar en konur.

Nokkrir morðingjar voru höggnir á háls og allmargir þjófar hengdir, tuttugu galdramenn brenndir og ein kona. Algengustu dauðadómarnir voru hins vegar í tveimur málaflokkum sem ekki eru litnir jafn alvarlegum augum nú til dags. Það voru annars vegar svokölluð dulsmál, að fæðingu barns var leynt og það borið út eða látið deyja. Hins vegar var svonefnd blóðskömm, þegar fólk sem var náskylt eða tengt með mægðum eignaðist börn. Þá var dæmt eftir lögum sem voru samþykkt á alþingi árið 1564 og kölluðust Stóridómur síðar. Þar er skrá sem miðar við tengsl kvenna við barnsfeður sína, svo sem móðir, systir og dóttir, en tengslaskrána má finna í heild sinni í svari sama höfundar við spurningunni Hvað er Stóridómur? Skyldi þá taka bæði þær og karlana af lífi, karlana skyldi höggva á háls en konunum átti að drekkja. Systkinabörn og þremenningar sem eignuðust börn voru sektuð eða hýdd, en framhjáhaldsbrot og barneignir ógiftra utan hjónabands vörðuðu sektum. Dauðadómar fyrir dulsmál voru aftur á móti kveðnir upp eftir dönskum lögum, en sömu aðferðum beitt og eftir Stóradómi.

Konum var drekkt fyrir dulsmál og blóðskömm. Það var gert í ám eða lækjum við þingstaðina þar sem dómur var kveðinn upp, en í vaxandi mæli í Drekkingarhyl á Þingvöllum. Myndin sýnir Drekkingarhyl.

Konum var því drekkt hérlendis fyrir dulsmál og blóðskömm. Það var gert í ám eða lækjum við þingstaðina þar sem dómur var kveðinn upp, en í vaxandi mæli í Drekkingarhyl á Þingvöllum, þar sem alþingi kom saman á hverju sumri og dómar voru teknir fyrir sem höfðu gengið um allt land. Eftir 1663 átti að taka alla líflátsdóma fyrir alþingi og snemma á 18. öld var boðið að konungur skyldi einnig fá þá til umfjöllunar. Hér fylgir listi yfir allar drekkingar sem heimildir eru til um og er líklegt að þær hafi verið nokkru fleiri, en ekki mikið fleiri:

  • 1599 – Kona eignaðist börn með tveimur bræðrum og var henni drekkt að Bakkárholti í Ölfusi.
  • 1605 – Þórður Egilsson var hálshöggvinn fyrir barneign með systur konu sinnar, Dýrfinnu Halldórsdóttur, en hana skyldi taka af lífi þegar barnið væri orðið ársgamalt.
  • 1611 – Sigríði Halldórsdóttur var drekkt í læk nærri þingstað á Ballará á Skarðsströnd fyrir barneign með Jóni Oddssyni, manni systur hennar, og dulsmál.
  • 1618 – Þórdísi Halldórsdóttur var drekkt á alþingi fyrir barneign með manni systur sinnar, Tómasi Böðvarssyni.
  • 1618 – Þórarinn Jónsson og móðursystir hans Guðbjörg Jónsdóttir voru tekin af lífi fyrir barneign.
  • 1624 – Hildibrandur nokkur úr Ísafjarðarsýslu var hálshögggvinn fyrir barneign með systur konu sinnar, Sesselju Jónsdóttur, en aftöku hennar var frestað vegna brjóstabarns. Ekki er vitað hvort henni var drekkt.
  • 1627 – Herdísi Guðmundsdóttur úr Dalasýslu var drekkt fyrir dulsmál.
  • 1634 – Aldís Þórðardóttir var dæmd í Kópavogi fyrir barneign með Jóni bróður sínum og tekin af lífi.
  • 1635 – Ónafngreindri bústýru á Hömrum í Haukadal í Dalasýslu var drekkt fyrir dulsmál.
  • 1636 – Systkinin Rustikus og Alleif voru tekin af lífi á Suðurnesjum fyrir barneign og dulsmál.
  • 1638 – Tekin af lífi karl og systir konu hans á Seltjarnarnesi fyrir barneign.
  • 1639 – Stjúpfeðgin tekin af lífi í Eyjafirði, hann höggvinn og henni drekkt.
  • 1639 – Karl og kona tekin af lífi á alþingi fyrir barneign, en ekki eru tengslin nefnd.
  • 1645 – Inga Kolbeinsdóttir úr Árnessýslu var dæmd til dauða fyrir dulsmál á alþingi 1644 og ári síðar var sýslumanni skipað að láta taka hana af lífi.
  • 1645 – Kona var tekin af lífi á Bessastöðum fyrir barneign með stjúpa sínum, sem strauk.
  • 1647 – Björgu Andrésdóttur úr Húnavatnssýslu var drekkt á alþingi fyrir barneign með Jóni Þorsteinssyni stjúpföður sínum og hann hálshöggvinn.
  • 1650 – Sigríður Einarsdóttir af Snæfellsnesi var tekin af lífi á alþingi fyrir að eignast tvö börn með Jóni Jónssyni stjúpföður sínum. Hann var einnig líflátinn.
  • 1650 – Margréti Jónsdóttur var drekkt í Ögri fyrir barneign með stjúpföður sínum, Páli Tóasyni, og hann einnig líflátinn.
  • 1650 – Sigríður Jónsdóttir og eiginmaður systur hennar, Halldór Jónsson, voru tekin af lífi í Eyjafirði.
  • 1656 – Sigríður Gunnarsdóttir var dæmd til dauða fyrir dulsmál að Laugarbrekku í Snæfellsnessýslu og tekin af lífi.
  • 1659 – Valgerður Jónsdóttir og Ingimundur Illugason, eiginmaður systur hennar, voru dæmd til dauða á Laugarbrekkuþingi fyrir barneign og sýslumanni gert að taka þau af lífi.
  • 1663 – Ólöfu Magnúsdóttur á Felli í Vestur-Skaftafellssýslu var drekkt í Hofsá fyrir dulsmál.
  • 1666 – Kona frá Rútsstöðum í Flóa var dæmd til dauða á Vælugerðisþingi og tekin af lífi fyrir dulsmál.
  • 1670 – Guðrún Bjarnadóttir á Höfðaströnd í Húnavatnssýslu bar út barn og var tekin af lífi.
  • 1674 – Sigríði Þórðardóttur var drekkt í Vatnsdal í Húnavatnssýslu fyrir barneign með Bjarna Sveinssyni, eiginmanni systur hennar, sem hafði verið hálshöggvinn á alþingi ári fyrr.
  • 1673 – Guðrún Skaftadóttir var dæmd til dauða á Vaðlaþingi í Barðastrandarsýslu fyrir leynilega meðferð tveggja barna og var drekkt í Vaðalsá.
  • 1677 – Guðrún Bjarnadóttir og faðir hennar Bjarni Hallsson í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu eignuðust barn og voru tekin af lífi.
  • 1678 – Bjarni Hallsson og dóttir hans Guðrún voru tekin af lífi fyrir barneign í Eyrarsveit í Snæfellsnessýslu.
  • 1680 – Hergerður Brandsdóttir fæddi barn og og Sæmundur Þorláksson gróf líkið. Henni var drekkt, líklega við á Kirkjulæk í Fljótshlíð, en hann hálshöggvinn á alþingi.
  • 1682 – Karl og kona voru tekin af lífi á Norðurlandi fyrir að farga barni.
  • 1683 – Jón Vernharðsson og Þuríður Þorláksdóttir voru tekin af lífi á Þingskálaþingi í Rangárvallasýslu fyrir barnsleynd; hann höggvinn á háls en henni drekkt.
  • 1684 – Helga Gunnarsdóttir og Björn Höskuldsson úr Húnavatnssýslu eignuðust barn, en nokkrum árum áður átti hún barn með bróður hans. Hún leysti Björn úr járnum áður svo hann komst undan, en henni var drekkt á alþingi.
  • 1684 – Guðrún Jónsdóttir vinnukona á Bessastöðum í Gullbringusýslu fæddi andvana barn á túninu fyrir sunnan kirkjuna laugardaginn fyrir páska og fullyrti að örn hefði tekið það. Henni var drekkt á alþingi.
  • 1687 – Borgný Brynjólfsdóttir úr Ísafjarðarsýslu lýsti hálfbróður sinn Torfa Brynjólfsson föður að barni. Henni var drekkt á alþingi, en hann komst undan.
  • 1695 – Þuríður Bjarnadóttir úr Ísafjarðarsýslu eignaðist barn með föður sínum, Bjarna Jónssyni, sem strauk. Hún fargaði barninu og var drekkt á alþingi.
  • 1696 – Vigdísi Þórðardóttur vinnukona á Ingunnarstöðum í Brynjudal í Kjósarsýslu var drekkt í Elliðaám fyrir dulsmál.
  • 1697 – Jóreiði Þorgeirsdóttur úr Árnessýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
  • 1697 – Guðrúnu Oddsdóttur vinnukonu í Kirkjuvogi í Höfnum á Suðurnesjum var drekkt í héraði fyrir dulsmál.
  • 1703 – Katrínu Þorvarðsdóttur vinnukonu úr Borgarfjarðarsýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
  • 1705 – Kolfinnu Ásbjörnsdóttur vinnukonu í Hækingsdal í Kjósarsýslu var drekkt á Þingvöllum fyrir dulsmál.
  • 1705 – Sigríði Vigfúsdóttur vinnukonu á Glaumbæ í Suður-Þingeyjarsýslu var drekkt fyrir dulsmál í Hörgá í Hörgárdal.
  • 1705 – Ólöfu Jónsdóttur úr Staðarsveit á Snæfellsnesi var drekkt fyrir barneign með móðurbróður sinum Salómon Hallbjörnssyni.
  • 1705 – Sumarliði Eiríksson og hálfbróðurdóttir hans Ragnhildur Tómasdóttir úr Hrútafirði voru tekin af lífi á alþingi.
  • 1705 – Kristínu Halldórsdóttur frá Grásíðu í Kelduhverfi var drekkt í Laxá í Reykjadal fyrir barneigin með mági sínum Árna Björnssyni, sem hafði verið hálshöggvinn á alþingi um sumarið.
  • 1708 – Hallfríði Magnúsdóttur vinnukonu í Kjólsvík í Norður-Múlasýslu var drekkt á alþingi fyrir dulsmál og hafði barnsfaðir hennar, Ólafur Kolbeinsson, verið hálshöggvinn fyrir sömu sök tveimur árum fyrr.
  • 1709 – Helgu Magnúsdóttur úr Austur-Skaftafellssýslu var drekkt á alþingi fyrir dulsmál.

Málmrista frá árinu 1660 sem sýnir þegar Maríu van Monjou var drekkt árið 1552. Hún tilheyrði svonefndum anabaptistum, en þeir voru meðlimir í trúarflokki mótmælenda sem kom upp í Zürich um 1520.

Eftir 1710 mildaði konungur langflesta dauðadóma í refsivist til lífstíðar í Kaupmannahöfn, sem raunar jafngilti dauðadómi því fáir lifðu dvölina af. Í fáeinum tilvikum staðfesti konungur dauðadóma og er svakalegasta dæmið úrskurður árið 1728 um líflát Halldóru Jónsdóttur frá Þórarinsstöðum í Seyðisfirði fyrir barneign með föður sínum Jóni Eyjólfssyni fjórum árum fyrr, en hann hafði nauðgað henni og tók síðan á móti barninu og gróf það í húsgólf. Hann var hálshöggvinn á alþingi 1724, en sök hennar vísað til konungs, sem ákvað að hún skyldi líflátin. Það var gert í héraði haustið 1729. Tíu árum síðar var Guðfinna Þorláksdóttir frá Sæbóli á Ingjaldssandi í Vestur-Ísafjarðarsýslu dæmd til dauða fyrir dulsmál og finnast engin bréf um hana næstu árin, þannig að líklega var henni drekkt á Þingvöllum. Það væri þá síðasta drekkingin þar og líklega á landinu. Tvær konur voru hins vegar hálshöggnar fyrir dulsmál á síðari helmingi 18. aldar, þær Ingibjörg Sölvadóttir í Eyjafjarðarsýslu vorið 1760 og Ingibjörg Jónsdóttir í Skagafjarðarsýslu sumarið 1792.

Heimildir:
  • Dulsmál 1600–1900. Fjórtán dómar og skrá. Már Jónsson bjó til prentunar. Reykjavík 2000.
  • Már Jónsson, Blóðskömm á Íslandi 1275–1870. Reykjavík 1993.
  • Páll Sigurðsson, Brot úr réttarsögu. Reykjavík 1971.

Myndir:

...