Sólin Sólin Rís 04:15 • sest 22:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:52 • Sest 01:23 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:49 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:46 • Síðdegis: 13:52 í Reykjavík

Hvað er heimurinn stór í metrum?

JGÞ og ÞV

Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus.

Af því leiðir að lítið er hægt að segja um stærð hans, hvað þá af einhverri nákvæmni. Við bendum lesendum á að kynna sér svarið sem bent var á og eins er gagnlegt fyrir fróðleiksfúsa að lesa svarið við spurningunni Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?

Jörðin er um 40.000 km að ummáli.

Annars er einnig hugsanlegt að spyrjandi vilji vita um stærð jarðarinnar en því eru auðveldara að svara. Metrinn sem við notum sem lengdareiningu var einmitt skilgreindur þannig í frönsku stjórnarbyltingunni að vegalengdin frá miðbaug til heimskauts væri sem næst 10.000 km eða 10 milljónir metra. Ef við færum til norðurs frá Íslandi til Norðurpólsins, síðan beint af augum til suðurs til Suðurpólsins og þaðan hingað heim aftur, þá yrðið vegalengdin þess vegna sem næst 40.000 km. En ef við værum í staðinn kringum jörðina eftir miðbaug yrði það nokkru lengra af því að jörðin er ekki alveg kúlulaga, heldur bungar hún svolítið út við miðbaug.

Mynd: Pixabay. (Sótt 26.6.2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundar

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

11.3.2008

Spyrjandi

Abert, Sara, Karen, Ingi, f. 1996, Natan Elí Finnbjörsson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ og ÞV. „Hvað er heimurinn stór í metrum?“ Vísindavefurinn, 11. mars 2008. Sótt 14. maí 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=7214.

JGÞ og ÞV. (2008, 11. mars). Hvað er heimurinn stór í metrum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7214

JGÞ og ÞV. „Hvað er heimurinn stór í metrum?“ Vísindavefurinn. 11. mar. 2008. Vefsíða. 14. maí. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7214>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er heimurinn stór í metrum?
Um stærð heimsins hefur nokkrum sinnum verið fjallað á Vísindavefnum, til dæmis í svari við spurningunni: Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? Þar kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars það að alheimurinn getur bæði verið endanlegur og endalaus.

Af því leiðir að lítið er hægt að segja um stærð hans, hvað þá af einhverri nákvæmni. Við bendum lesendum á að kynna sér svarið sem bent var á og eins er gagnlegt fyrir fróðleiksfúsa að lesa svarið við spurningunni Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni?

Jörðin er um 40.000 km að ummáli.

Annars er einnig hugsanlegt að spyrjandi vilji vita um stærð jarðarinnar en því eru auðveldara að svara. Metrinn sem við notum sem lengdareiningu var einmitt skilgreindur þannig í frönsku stjórnarbyltingunni að vegalengdin frá miðbaug til heimskauts væri sem næst 10.000 km eða 10 milljónir metra. Ef við færum til norðurs frá Íslandi til Norðurpólsins, síðan beint af augum til suðurs til Suðurpólsins og þaðan hingað heim aftur, þá yrðið vegalengdin þess vegna sem næst 40.000 km. En ef við værum í staðinn kringum jörðina eftir miðbaug yrði það nokkru lengra af því að jörðin er ekki alveg kúlulaga, heldur bungar hún svolítið út við miðbaug.

Mynd: Pixabay. (Sótt 26.6.2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....