Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Náttúruhamfarir geta verið ýmis konar, til dæmis vegna veðurs, eldgoss, vatnagangs eða jarðskjálfta. Það er vel þekkt að dýr geta sýnt einkennilega hegðun rétt fyrir jarðskjálfta og nokkrar kenningar eru uppi um hvað veldur því.
Ýmsar breytingar verða í náttúrunni rétt fyrir mikla jarðskjálfta og það getur valdið hræðslu hjá dýrum. Þessar breytingar geta til dæmis verið á loftþrýstingi, lofthita, framandi lofttegundum og rafsegulsviði í andrúmsloftinu (e. atmospheric electric field).
Mörg dýr, þar á meðal fílar, þóttu sýna óvenjulega hegðun áður en flóðbylgjan mikla skall á strendur landa við Bengalflóa þann 26. desember 2004. Svo virðist sem mun færri dýr hafi farist í þessum hamförum en búast hefði mátt við og vilja margir meina að þau hafi skynjað hættuna og forðað sér frá strandsvæðum í tíma.
Einnig hefur verið bent á það að sumar dýrategundir hafa eins konar áttavita í formi segulsteindar í höfðinu. Þessi steind er meðal annars talin hjálpa farfuglum að rata. Hvalir og býflugur hafa líka þess konar steind í höfðinu. Ef breytingar verða á rafsegulsviði fyrir jarðskjálfta getur þessi áttaviti dýranna ruglast. Það gæti vel valdið ókyrrð hjá dýrunum.
Ein önnur skýring er sú að að þegar spenna í jarðskorpunni fer að safnast upp skynji dýrin hátíðnihljóð sem við mennirnir greinum ekki.
Hægt er að lesa meira um þetta í ýtarlegu svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða? Mynd:Animal Planet. Sótt 7. 4. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.
JGÞ. „Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?“ Vísindavefurinn, 12. mars 2008, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=7221.
JGÞ. (2008, 12. mars). Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=7221
JGÞ. „Hvernig finna dýr á sér að náttúruhamfarir séu yfirvofandi?“ Vísindavefurinn. 12. mar. 2008. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=7221>.