Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými? Eða koma þau af sama grunni?

Fornafnið ýmis og lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar eru ekki skyld jötunheitinu Ýmir. Ásgeir Blöndal Magnússon fjallar um jötunheitið Ýmir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1165) og segir nafnið oft hafa verið tengt við sögnina að ymja ‘hljóma, niða, umla, stynja, emja’. Jötunheitið var í fornu máli Ymir. Hann telur þó nafnið líklega af öðrum toga og skylt fornindverska orðinu yamá- í merkingunni ‘tvíburi’. Upphafleg merking nafnsins Ymir væri þá ‘tvíkynja vera’. Ásgeir bendir á að nafnmyndin með Ý- komi fram þegar á 15. öld en ekki sé fullljóst hvernig á lengingu sérhljóðsins stendur.

Málverk sem sýnir jötuninn Ými nærast á kúnni Auðhumlu. Verkið er eftir Danann Nicolai Abildgaard (1743-1809).

Fornafnið ýmis ‘víxlandi, mismunandi, sumur ...’ finnst einnig í nágrannamálum eins og í færeysku ymissur, nýnorsku ymis, imis, nýsænsku ömse, fornsænsku ymis. Ásgeir telur líklegt að fornafnið ýmiss sé komið af ímiss, þar sem þeirri orðmynd bregði fyrir, og af forsetningunni í og mis(s)- ‘víxl’ eða lýsingarorðinu *inmissa-, eiginlega ‘sem víxlan er í’. Skýringuna ý < í telur hann annaðhvort u-hljóðvarp eða kringingu sérhljóðs á undan -m-. Ýmislegur er myndað af fornafninu með viðskeytinu -legur og -konar í ýmiss konar er eiginlega eignarfall af nafnorðinu konur ‘ætt, ættingi’.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.9.2016

Spyrjandi

Jóhanna María Einarsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými?“ Vísindavefurinn, 26. september 2016, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72226.

Guðrún Kvaran. (2016, 26. september). Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72226

Guðrún Kvaran. „Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými?“ Vísindavefurinn. 26. sep. 2016. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72226>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Tengjast lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar jötninum Ými? Eða koma þau af sama grunni?

Fornafnið ýmis og lýsingarorðin ýmislegur og ýmiss konar eru ekki skyld jötunheitinu Ýmir. Ásgeir Blöndal Magnússon fjallar um jötunheitið Ýmir í Íslenskri orðsifjabók (1989:1165) og segir nafnið oft hafa verið tengt við sögnina að ymja ‘hljóma, niða, umla, stynja, emja’. Jötunheitið var í fornu máli Ymir. Hann telur þó nafnið líklega af öðrum toga og skylt fornindverska orðinu yamá- í merkingunni ‘tvíburi’. Upphafleg merking nafnsins Ymir væri þá ‘tvíkynja vera’. Ásgeir bendir á að nafnmyndin með Ý- komi fram þegar á 15. öld en ekki sé fullljóst hvernig á lengingu sérhljóðsins stendur.

Málverk sem sýnir jötuninn Ými nærast á kúnni Auðhumlu. Verkið er eftir Danann Nicolai Abildgaard (1743-1809).

Fornafnið ýmis ‘víxlandi, mismunandi, sumur ...’ finnst einnig í nágrannamálum eins og í færeysku ymissur, nýnorsku ymis, imis, nýsænsku ömse, fornsænsku ymis. Ásgeir telur líklegt að fornafnið ýmiss sé komið af ímiss, þar sem þeirri orðmynd bregði fyrir, og af forsetningunni í og mis(s)- ‘víxl’ eða lýsingarorðinu *inmissa-, eiginlega ‘sem víxlan er í’. Skýringuna ý < í telur hann annaðhvort u-hljóðvarp eða kringingu sérhljóðs á undan -m-. Ýmislegur er myndað af fornafninu með viðskeytinu -legur og -konar í ýmiss konar er eiginlega eignarfall af nafnorðinu konur ‘ætt, ættingi’.

Heimild:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans: Reykjavík.

Mynd:

...