Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er kulnun í starfi?

EDS

Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað.

Auðvitað er fólk misupplagt eftir dögum og getur verið þreytt eða haft lítinn áhuga á vinnunni sinni án þess að um kulnun sé að ræða. En þegar einkenni eins og þau sem lýst var hér fyrir ofan eru viðvarandi, dag eftir dag í langan tíma og snúa fyrst og fremst að vinnunni og vinnustaðnum en ekki öðrum þáttum í hinu daglega lífi er kulnun líkleg ástæða.

Kulnun virðist vera algengari í þeim starfsstéttum þar sem starfið felst í því að vinna náið með öðru fólki til dæmis hjúkrun, aðhlynningu, kennslu og ýmsum þjónustustörfum sem fela í sér náin og mikil samskipti við viðskiptavini.

Nánar er fjallað um þetta efni í svari við spurningunni Hvað er kulnun og hvað er helst til ráða? Einnig eru heimildirnar sem nefndar eru hér fyrir neðan gott ítarefni.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

13.3.2008

Spyrjandi

Sigurður Reynir Karlsson, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Hvað er kulnun í starfi?“ Vísindavefurinn, 13. mars 2008. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7236.

EDS. (2008, 13. mars). Hvað er kulnun í starfi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7236

EDS. „Hvað er kulnun í starfi?“ Vísindavefurinn. 13. mar. 2008. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7236>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er kulnun í starfi?
Það er talað um kulnun í starfi þegar fólk getur ekki sinnt vinnunni sinni á fullnægjandi hátt lengur vegna þess að því finnst það vera örþreytt og úrvinda, hefur streitueinkenni, er sinnulítið um vinnuna, hefur litla starfslöngun og finnst það vanhæft til að sinna skyldum sínum á vinnustað.

Auðvitað er fólk misupplagt eftir dögum og getur verið þreytt eða haft lítinn áhuga á vinnunni sinni án þess að um kulnun sé að ræða. En þegar einkenni eins og þau sem lýst var hér fyrir ofan eru viðvarandi, dag eftir dag í langan tíma og snúa fyrst og fremst að vinnunni og vinnustaðnum en ekki öðrum þáttum í hinu daglega lífi er kulnun líkleg ástæða.

Kulnun virðist vera algengari í þeim starfsstéttum þar sem starfið felst í því að vinna náið með öðru fólki til dæmis hjúkrun, aðhlynningu, kennslu og ýmsum þjónustustörfum sem fela í sér náin og mikil samskipti við viðskiptavini.

Nánar er fjallað um þetta efni í svari við spurningunni Hvað er kulnun og hvað er helst til ráða? Einnig eru heimildirnar sem nefndar eru hér fyrir neðan gott ítarefni.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....