Auðvitað er fólk misupplagt eftir dögum og getur verið þreytt eða haft lítinn áhuga á vinnunni sinni án þess að um kulnun sé að ræða. En þegar einkenni eins og þau sem lýst var hér fyrir ofan eru viðvarandi, dag eftir dag í langan tíma og snúa fyrst og fremst að vinnunni og vinnustaðnum en ekki öðrum þáttum í hinu daglega lífi er kulnun líkleg ástæða.
Kulnun virðist vera algengari í þeim starfsstéttum þar sem starfið felst í því að vinna náið með öðru fólki til dæmis hjúkrun, aðhlynningu, kennslu og ýmsum þjónustustörfum sem fela í sér náin og mikil samskipti við viðskiptavini.
Nánar er fjallað um þetta efni í svari við spurningunni Hvað er kulnun og hvað er helst til ráða? Einnig eru heimildirnar sem nefndar eru hér fyrir neðan gott ítarefni.
Heimildir og mynd:
- Eggert S. Birgisson. Kulnun í starfi á Persona.is. Sótt 13. 3. 2008.
- Kristinn Tómasson. Kulnun í starfi á Doktor.is. Sótt 13. 3. 2008.
- James Bowley, Millsaps College
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.