Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hver fann upp kúlupennann?

Egill Ýmir Rúnarsson, Hrannar Þór Eðvarðsson, Nökkvi Þór Eðvarðsson og Ívar Daði Þorvaldsson

Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld. Amerískur sútari að nafni John J. Loud (1844-1916) fékk einkaleyfi fyrir kúlupenna árið 1888 en hann hafði gert tilraunir til að skrifa með honum á leður. Penninn virkaði á leður og annað gróft yfirborð eins og Loud hafði haft í huga. Aftur á móti virkaði hann ekki vel til að skrifa á pappír. Sökum þess varð kúlupenni hans ekki vinsæll og rann einkaleyfið að lokum út.

Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld.

Ungversk-argentíski uppfinningmaðurinn og ritstjórinn László József Bíró (1899-1985) átti mikinn þátt í þróun kúlupennans og sýndi einn slíkan á heimssýningu í Búdapest árið 1931. Heitið biro er oft notað á erlendum málum um kúlupenna. Við þróun pennans leitaði László Bíró til bróður síns, efnafræðingsins György. Bræðurnir flúðu til Argentínu árið 1941 vegna uppgangs nasista en þeir voru báðir gyðingar.

Árið 1943 sóttu þeir bræður um einkaleyfi á kúlupenna sínum. Penninn naut ekki mikilla vinsælda í Argentínu en um mitt ár 1945 tryggði fyrirtækið Eversharp sér sölurétt á kúlupenna bræðranna í Bandaríkjunum. Fleiri hugsuðu sér þó gott til glóðarinnar. Frumkvöðullinn Milton Reynolds (1892-1976) hannaði sinn eigin kúlupenna eftir að hafa kynnst penna Bíró-bæðra í Argentínu. Reynolds tryggði sér einkaleyfi á penna sínum í Bandaríkjunum en penni hans þótti nógu ólíkur penna Bíró-bræðranna.

Ungversk-argentíski uppfinningmaðurinn og ritstjórinn László József Bíró (1899-1985) átti mikinn þátt í þróun kúlupennans.

Fyrirtæki Reynolds, Reynolds International Pen Company, tókst að selja fyrsta kúlupennann í Bandaríkjunum en það var hinn 29. október árið 1945. Á fyrstu vikunni seldust 30.000 pennar. Salan gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en í apríl 1946, var búið að skila 6.000 af þeim 100.000 pennum sem höfðu selst vegna galla.

Nú eru milljónir kúlupenna framleiddir og seldir daglega um allan heim. Sumir kúlupennar eru framleiddir fyrir sérstök tilefni eða sérstaklega fyrir safnara og eru þar af leiðandi dýrari en hinir venjulegu kúlupennar. Vegna þess hve vinsælir kúlupennar eru nota mörg fyrirtæki þá í auglýsingaskyni og merkja þá sérstaklega.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

nemandi í Háskóla unga fólksins

Ívar Daði Þorvaldsson

M.Sc. í hugbúnaðarverkfræði og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.6.2016

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Egill Ýmir Rúnarsson, Hrannar Þór Eðvarðsson, Nökkvi Þór Eðvarðsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp kúlupennann?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2016. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72372.

Egill Ýmir Rúnarsson, Hrannar Þór Eðvarðsson, Nökkvi Þór Eðvarðsson og Ívar Daði Þorvaldsson. (2016, 22. júní). Hver fann upp kúlupennann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72372

Egill Ýmir Rúnarsson, Hrannar Þór Eðvarðsson, Nökkvi Þór Eðvarðsson og Ívar Daði Þorvaldsson. „Hver fann upp kúlupennann?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2016. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72372>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver fann upp kúlupennann?
Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld. Amerískur sútari að nafni John J. Loud (1844-1916) fékk einkaleyfi fyrir kúlupenna árið 1888 en hann hafði gert tilraunir til að skrifa með honum á leður. Penninn virkaði á leður og annað gróft yfirborð eins og Loud hafði haft í huga. Aftur á móti virkaði hann ekki vel til að skrifa á pappír. Sökum þess varð kúlupenni hans ekki vinsæll og rann einkaleyfið að lokum út.

Kúlupennar komu til sögunnar seint á 19. öld.

Ungversk-argentíski uppfinningmaðurinn og ritstjórinn László József Bíró (1899-1985) átti mikinn þátt í þróun kúlupennans og sýndi einn slíkan á heimssýningu í Búdapest árið 1931. Heitið biro er oft notað á erlendum málum um kúlupenna. Við þróun pennans leitaði László Bíró til bróður síns, efnafræðingsins György. Bræðurnir flúðu til Argentínu árið 1941 vegna uppgangs nasista en þeir voru báðir gyðingar.

Árið 1943 sóttu þeir bræður um einkaleyfi á kúlupenna sínum. Penninn naut ekki mikilla vinsælda í Argentínu en um mitt ár 1945 tryggði fyrirtækið Eversharp sér sölurétt á kúlupenna bræðranna í Bandaríkjunum. Fleiri hugsuðu sér þó gott til glóðarinnar. Frumkvöðullinn Milton Reynolds (1892-1976) hannaði sinn eigin kúlupenna eftir að hafa kynnst penna Bíró-bæðra í Argentínu. Reynolds tryggði sér einkaleyfi á penna sínum í Bandaríkjunum en penni hans þótti nógu ólíkur penna Bíró-bræðranna.

Ungversk-argentíski uppfinningmaðurinn og ritstjórinn László József Bíró (1899-1985) átti mikinn þátt í þróun kúlupennans.

Fyrirtæki Reynolds, Reynolds International Pen Company, tókst að selja fyrsta kúlupennann í Bandaríkjunum en það var hinn 29. október árið 1945. Á fyrstu vikunni seldust 30.000 pennar. Salan gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig en í apríl 1946, var búið að skila 6.000 af þeim 100.000 pennum sem höfðu selst vegna galla.

Nú eru milljónir kúlupenna framleiddir og seldir daglega um allan heim. Sumir kúlupennar eru framleiddir fyrir sérstök tilefni eða sérstaklega fyrir safnara og eru þar af leiðandi dýrari en hinir venjulegu kúlupennar. Vegna þess hve vinsælir kúlupennar eru nota mörg fyrirtæki þá í auglýsingaskyni og merkja þá sérstaklega.

Heimildir:

Myndir:


Þetta svar er eftir nemendur í Háskóla unga fólksins, námskeiðum á vegum HÍ fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2016.

...