Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:29 • Síðdegis: 18:52 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:31 • Síðdegis: 12:34 í Reykjavík

Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?

Helgi Björnsson

Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum.

Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís.

Heimskautasvæðin hitna tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði jarðar. Orsökin er sú að þegar ís hverfur nær sólarljós að hita land og haf meira en á meðan snjór huldi landið og endurkastaði mestum hluta sólgeislunar út í geiminn eins og spegill. Þá fer af stað ferli sem stöðugt magnast: Við hlýnun eykst bráðnun og ís hverfur hratt og því verður stöðugt hlýrra eftir að hlýnun hefur hafist.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

18.12.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?“ Vísindavefurinn, 18. desember 2017. Sótt 22. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72452.

Helgi Björnsson. (2017, 18. desember). Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72452

Helgi Björnsson. „Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?“ Vísindavefurinn. 18. des. 2017. Vefsíða. 22. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72452>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig hefur hitastig á jörðinni breyst síðastliðin hundrað ár?
Loft og haf á jörðinni er nú um 1°C hlýrra en fyrir hundrað árum. Á sama tíma hefur hlýnað enn meira á Íslandi eða um 1,5°C. Helmingur hlýnunarinnar hefur orðið á síðastliðnum þrjátíu árum.

Mörgæsir geta ekki flogið en synda vel og vilja frekar lifa á sjávardýrum í Suður-Íshafinu en mjólkurís.

Heimskautasvæðin hitna tvisvar til þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði jarðar. Orsökin er sú að þegar ís hverfur nær sólarljós að hita land og haf meira en á meðan snjór huldi landið og endurkastaði mestum hluta sólgeislunar út í geiminn eins og spegill. Þá fer af stað ferli sem stöðugt magnast: Við hlýnun eykst bráðnun og ís hverfur hratt og því verður stöðugt hlýrra eftir að hlýnun hefur hafist.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...