Sólin Sólin Rís 07:27 • sest 19:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:21 • Sest 05:17 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:24 • Síðdegis: 17:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:00 í Reykjavík

Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?

Helgi Björnsson

Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið.

Í mörgum stórborgum hefur mengun aukist svo að börnum er ekki lengur sagt að fara út að leika sér og fá ferskt loft í lungun.

Menn hafa lengi brennt viði og kolum án þess að styrkur koltvísýrings ykist verulega í andrúmslofti. Hafið og gróður jarðar gátu þá tekið til sín koltvísýringinn sem til féll svo að styrkur hans í lofti hélst óbreyttur. Þá var jafnvægi í hringrás koltvísýrings um hnöttinn, jafnmikið fór inn og út úr andrúmsloftinu. En nú nær sjór og gróður aðeins að taka upp helming þess koltvísýrings sem berst inn í andrúmsloftið. Hinn helmingurinn safnast fyrir í lofthjúpi jarðar og eykur gróðurhúsaáhrif.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

Höfundur

Helgi Björnsson

prófessor emeritus í jöklafræði

Útgáfudagur

28.11.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Helgi Björnsson. „Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?“ Vísindavefurinn, 28. nóvember 2017. Sótt 28. september 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=72454.

Helgi Björnsson. (2017, 28. nóvember). Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72454

Helgi Björnsson. „Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?“ Vísindavefurinn. 28. nóv. 2017. Vefsíða. 28. sep. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72454>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eykst koltvísýringur í andrúmsloftinu?
Koltvísýringur eykst vegna þess að mannkynið brennir nú stöðugt meira af olíu, jarðgasi og kolum sem mynduðust úr gróðri sem óx á jörðinni fyrir milljónum ára. Gróðurinn tók þá upp koltvísýring úr andrúmsloftinu en við brunann fer hann aftur út í loftið.

Í mörgum stórborgum hefur mengun aukist svo að börnum er ekki lengur sagt að fara út að leika sér og fá ferskt loft í lungun.

Menn hafa lengi brennt viði og kolum án þess að styrkur koltvísýrings ykist verulega í andrúmslofti. Hafið og gróður jarðar gátu þá tekið til sín koltvísýringinn sem til féll svo að styrkur hans í lofti hélst óbreyttur. Þá var jafnvægi í hringrás koltvísýrings um hnöttinn, jafnmikið fór inn og út úr andrúmsloftinu. En nú nær sjór og gróður aðeins að taka upp helming þess koltvísýrings sem berst inn í andrúmsloftið. Hinn helmingurinn safnast fyrir í lofthjúpi jarðar og eykur gróðurhúsaáhrif.


Þetta svar er úr bókinni Af hverju eru jöklar og ís á jörðinni? Spurningar af Vísindavefnum um jökla og loftslagsmál. Myndin er úr sömu bók og er eftir Þórarin Má Baldursson. Hvort tveggja er birt með góðfúslegu leyfi höfunda og útgefanda.

...