Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?

Guðrún Kvaran

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Ég hef velt fyrir mér orðinu fjörfiskur og uppruna þess í svolítinn tíma. Ég hef farið í margar bækur, orðabækur og aðrar bækur sem skilgreina uppruna íslenskra orða en hef enn ekki fundið neitt dæmi um fjörfisk.

Ég er sjálf komin með kenningu, hún er sú að orðið fjörfiskur hafi komið til sem slanguryrði þegar menn voru úti á sjó eða unnu í fiski. Þreyta eftir langa vinnudaga hafi orsakað kippi í líkamanum. Kippi rétt eins og fiskurinn sem kippir sér til þegar hann berst við dauðann í netinu eða á borðinu áður en hann er verkaður.

Væri gaman að heyra hvort eitthvað er vitað um þetta orð og uppruna þess.

Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið fjörfiskur er frá síðari hluta 18. aldar og heimildin er í Bibliotheca Arnamagnæana I. Þar eru skráðar viðbætur Björns Halldórssonar við orðabók hans sem tilbúin var frá hans hendi 1785. Orðabókin kom þó ekki út fyrr en 1814 og er skýringin á fjörfiskur á latínu en með danskri þýðingu Rasmusar Rasks:

... Trækning i Musklerne (1814:217)

Í viðbót Björns stendur í nýrri útgáfu orðabókarinnar:

Fiörfiskur er su kitlande hræring sem menn helst ungir finna i þeim næmustu musculis likamans helst i avgnabrun, axlar vodvum etc. enn su latinska definitio yfir fiörfisk er skrifud med hende Sr B: Þ: S: enn hann fieck hana hiá Landphysico I. Sveinssyne. Þa var eg ordin blindur og a eg þvi ei neitt i henni. (1992:142)

Af þessu má ráða að fjörfiskur hafi þegar verið læknisfræðilegt hugtak á 18. öld.

Það kann að vera að merking fjörfisks í auga sé að leita í spriklandi fiski í sjó eða á landi þegar nýveiddur fiskur engist í dauðateygjunum.

Hvers vegna þessir vöðvasamdrættir eru kallaðir þessu nafni hef ég enga skýringu fundið á. Ef litið er yfir dæmin í Ritmálssafninu staldraði ég við þessi:

gott á ufsinn, sá fjörfiskur, sá stökkull, þegar hann er að vaða í síldinni.

hvítur stútungur, iðandi og spriklandi — reglulegur fjörfiskur.

og það var sem tindrandi fjörfiskar hnituðu í sífellu hringa í iðandi kjölrákinni.

Öll eru þessi dæmi úr ritum eftir Guðmund G. Hagalín rithöfund sem hefur haft dálæti á orðinu og notar það margoft í ritum sínum.

Mér finnst líklegt að merkingu fjörfisks í auga sé að leita í spriklandi fiski í sjó eða á landi þegar nýveiddur fiskur engist í dauðateygjunum. En þetta er aðeins tilgáta.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1992. Orðabók. Íslensk – latnesk – dönsk. Eftir handriti í Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi Kristjáni Rask. Ný útgáfa. Orðfræðirit fyrri alda II. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

20.1.2017

Spyrjandi

Kolbrún Inga Gunnlaugsdóttir Söring, Pedro Olafsson Riba

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?“ Vísindavefurinn, 20. janúar 2017. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72562.

Guðrún Kvaran. (2017, 20. janúar). Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72562

Guðrún Kvaran. „Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?“ Vísindavefurinn. 20. jan. 2017. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72562>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju kallast vöðvasamdrættir í auga fjörfiskur?
Upprunalega spurningin hljóðaði svo:

Ég hef velt fyrir mér orðinu fjörfiskur og uppruna þess í svolítinn tíma. Ég hef farið í margar bækur, orðabækur og aðrar bækur sem skilgreina uppruna íslenskra orða en hef enn ekki fundið neitt dæmi um fjörfisk.

Ég er sjálf komin með kenningu, hún er sú að orðið fjörfiskur hafi komið til sem slanguryrði þegar menn voru úti á sjó eða unnu í fiski. Þreyta eftir langa vinnudaga hafi orsakað kippi í líkamanum. Kippi rétt eins og fiskurinn sem kippir sér til þegar hann berst við dauðann í netinu eða á borðinu áður en hann er verkaður.

Væri gaman að heyra hvort eitthvað er vitað um þetta orð og uppruna þess.

Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans um orðið fjörfiskur er frá síðari hluta 18. aldar og heimildin er í Bibliotheca Arnamagnæana I. Þar eru skráðar viðbætur Björns Halldórssonar við orðabók hans sem tilbúin var frá hans hendi 1785. Orðabókin kom þó ekki út fyrr en 1814 og er skýringin á fjörfiskur á latínu en með danskri þýðingu Rasmusar Rasks:

... Trækning i Musklerne (1814:217)

Í viðbót Björns stendur í nýrri útgáfu orðabókarinnar:

Fiörfiskur er su kitlande hræring sem menn helst ungir finna i þeim næmustu musculis likamans helst i avgnabrun, axlar vodvum etc. enn su latinska definitio yfir fiörfisk er skrifud med hende Sr B: Þ: S: enn hann fieck hana hiá Landphysico I. Sveinssyne. Þa var eg ordin blindur og a eg þvi ei neitt i henni. (1992:142)

Af þessu má ráða að fjörfiskur hafi þegar verið læknisfræðilegt hugtak á 18. öld.

Það kann að vera að merking fjörfisks í auga sé að leita í spriklandi fiski í sjó eða á landi þegar nýveiddur fiskur engist í dauðateygjunum.

Hvers vegna þessir vöðvasamdrættir eru kallaðir þessu nafni hef ég enga skýringu fundið á. Ef litið er yfir dæmin í Ritmálssafninu staldraði ég við þessi:

gott á ufsinn, sá fjörfiskur, sá stökkull, þegar hann er að vaða í síldinni.

hvítur stútungur, iðandi og spriklandi — reglulegur fjörfiskur.

og það var sem tindrandi fjörfiskar hnituðu í sífellu hringa í iðandi kjölrákinni.

Öll eru þessi dæmi úr ritum eftir Guðmund G. Hagalín rithöfund sem hefur haft dálæti á orðinu og notar það margoft í ritum sínum.

Mér finnst líklegt að merkingu fjörfisks í auga sé að leita í spriklandi fiski í sjó eða á landi þegar nýveiddur fiskur engist í dauðateygjunum. En þetta er aðeins tilgáta.

Heimildir:
  • Björn Halldórsson. 1992. Orðabók. Íslensk – latnesk – dönsk. Eftir handriti í Stofnun Árna Magnússonar í Kaupmannahöfn. Fyrst gefin út árið 1814 af Rasmusi Kristjáni Rask. Ný útgáfa. Orðfræðirit fyrri alda II. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Ritmálssafni Orðabókar Háskólans.

Mynd:

...