Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?

Jón Haukur Steingrímsson

Í heild hljóðaði spurningin svona:
Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki.

Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? eftir Sigurjón Pál Ísaksson kemur fram að jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960. Hún byggist á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þeim. Yfirleitt er farið með loftnetin eftir útmældum mælilínum, og fæst þá samfellt jarðlagasnið sem birtist á tölvuskjá. Lesendum er bent á að kynna sér meira um jarðsjár og notkun þeirra í áðurnefndu svari.

Töluvert mikil þróun hefur verið í þessum geira og hefur það haldist í hendur við betri samhæfingu jarðsjár og GPS-mælinga annars vegar og svo þróun hugbúnaðar til að gera úrvinnsluna léttari hins vegar. Þannig er nú gjarnan mælt mjög þétt yfir ákveðin svæði, þau gögn eru svo lesin inn í þrívíða úrvinnslu og þannig sjást línuleg frávik mun betur en þau gerðu áður þegar stök snið voru skoðuð. Þetta er gjarnan gert með búnaði sem lítur út eins og garðsláttuvél og er hann keyrður yfir það svæði sem á að mæla.

Tæki sem þetta er meðal annars hægt að nota til að staðsetja lagnir.

Reyndar er það svo að lagnir kortleggjast mjög misvel, þannig getur efnigerð, það er plast, steypa og járn eða jafnvel raflagnir gefið mjög misjafnt endurkast. Það voru einmitt raflagnir sem þvældust mikið fyrir fyrri kynslóðum svona tækja vegna truflunar af þeirra völdum. Þó að söluaðilar þessara jarðsjáa fullyrði eflaust að þær sjái allt, þá verður enn þá að taka því með ákveðnum fyrirvara, en vissulega sjá þær mjög mikið.

Myndir:

Höfundur

Jón Haukur Steingrímsson

jarðverkfræðingur hjá Eflu - verkfræðistofu

Útgáfudagur

29.3.2017

Spyrjandi

Gunnar Björn Rögnvaldsson

Tilvísun

Jón Haukur Steingrímsson. „Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?“ Vísindavefurinn, 29. mars 2017. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=72610.

Jón Haukur Steingrímsson. (2017, 29. mars). Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72610

Jón Haukur Steingrímsson. „Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?“ Vísindavefurinn. 29. mar. 2017. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72610>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að nota jarðsjá til að leita að lögnum sem grafnar eru í jörðu?
Í heild hljóðaði spurningin svona:

Er einhver þróun í jarðsjám og er farið að sjá fyrir um að veitufyrirtæki geti farið að nýta jarðsjá við leit á lögnum sem eru ekki skráðar í landupplýsingakerfi viðkomandi veitna? Þá á ég við handhægt tæki.

Í svari við spurningunni Hvað er jarðsjá og hvernig er hún notuð? eftir Sigurjón Pál Ísaksson kemur fram að jarðsjá var þróuð út frá ratsjá eftir 1960. Hún byggist á því að rafsegulbylgjur eru sendar ofan í jörðina frá sendiloftneti og tekið á móti endurvarpsbylgjum með öðru loftneti sem haft er nálægt hinu fyrra. Breytileg rafsvörun og rafleiðni efnis framkallar endurvarp, og má þannig greina jarðlög og óreglur í þeim. Yfirleitt er farið með loftnetin eftir útmældum mælilínum, og fæst þá samfellt jarðlagasnið sem birtist á tölvuskjá. Lesendum er bent á að kynna sér meira um jarðsjár og notkun þeirra í áðurnefndu svari.

Töluvert mikil þróun hefur verið í þessum geira og hefur það haldist í hendur við betri samhæfingu jarðsjár og GPS-mælinga annars vegar og svo þróun hugbúnaðar til að gera úrvinnsluna léttari hins vegar. Þannig er nú gjarnan mælt mjög þétt yfir ákveðin svæði, þau gögn eru svo lesin inn í þrívíða úrvinnslu og þannig sjást línuleg frávik mun betur en þau gerðu áður þegar stök snið voru skoðuð. Þetta er gjarnan gert með búnaði sem lítur út eins og garðsláttuvél og er hann keyrður yfir það svæði sem á að mæla.

Tæki sem þetta er meðal annars hægt að nota til að staðsetja lagnir.

Reyndar er það svo að lagnir kortleggjast mjög misvel, þannig getur efnigerð, það er plast, steypa og járn eða jafnvel raflagnir gefið mjög misjafnt endurkast. Það voru einmitt raflagnir sem þvældust mikið fyrir fyrri kynslóðum svona tækja vegna truflunar af þeirra völdum. Þó að söluaðilar þessara jarðsjáa fullyrði eflaust að þær sjái allt, þá verður enn þá að taka því með ákveðnum fyrirvara, en vissulega sjá þær mjög mikið.

Myndir:

...