Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins. Spurningin fellur ekki alveg að tilgangi staðreyndavaktarinnar en þar sem hún tengist óneitanlega umræðu í aðdraganda kosninga var ákveðið að taka hana til meðferðar.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Hafa vefstjórar eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni þar sem þeir geta skoðað kjörupplýsingar í hráum gögnum? Geta vef- eða kerfisstjórar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Pírata haft áhrif á málin?

Í stuttu máli þá hafa vefstjórar ekki aðgang að gagnagrunninum.

Kerfisstjórar hafa hins vegar aðgang á meðan kosning er enn í gangi. Þegar henni lýkur fer útreikningarkeyrsla í gang sem afritar öll atkvæðin og aftengir atkvæði og kjósendur. Síðan er upprunalegu atkvæðunum eytt.

Nauðsynlegt er að hafa tengingu á milli kjósanda og atkvæðis þangað til að kosningu lýkur. Annars er ekki hægt að vita hvort tiltekinn kjósandi hafi greitt atkvæði eða ekki. Í útfærslu kosningakerfis Pírata geta kjósendur breytt atkvæði sínu alveg þangað til atkvæðagreiðslunni lýkur.

Það þýðir einnig að „staða“ atkvæðanna á hverjum tímapunkti á meðan atkvæðagreiðslan er í gangi er ekki endilega rétt miðað við hvernig hún verður við lok kosninga. Þó svo kerfisstjóri mundi skoða atkvæði í miðri kosningu þá þýðir það ekki endilega að lokaútgáfa atkvæðisins verði sú sama. Eini tíminn sem kerfisstjóri gæti því náð réttri útgáfu af öllum atkvæðum væri mjög stuttu áður en kosningu lýkur.

Merki íslenskra Pírata.

Seinni spurningin hér er: Geta vef- eða kerfisstjórar sem gegna trúnaðarstörfum fyrir Pírata haft áhrif á málin?

Í stuttu máli er svarið við henni: Já, það er alltaf hægt. Ef kerfisstjóri breytti hins vegar atkvæði áður en kosningu lýkur þá gæti kjósandi séð breytinguna á kjörseðlinum sínum.

Þetta er sambærilegt við það að talningamaður í pappírskosningu mundi telja atkvæði merkt Pírötum sem atkvæði merkt einhverjum öðrum flokki. Möguleikinn á svindli er til staðar í öllum svona kerfum og lykillinn að því að skila góðri niðurstöðu liggur í að vita hvar eitthvað getur farið úrskeiðis og reyna að koma í veg fyrir það. Þegar allt kemur til alls þá verðum við að treysta þeim sem bera ábyrgðina til þess að skila heiðarlegum niðurstöðum. Þetta á við um pappírskosningar jafnt sem rafrænar kosningar.

Mynd:

Útgáfudagur

14.9.2016

Spyrjandi

Stefán Stefánsson

Höfundur

Björn Leví Gunnarsson

M.A. í tölvunarfræði og varaþingmaður Pírata

Tilvísun

Björn Leví Gunnarsson. „Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?“ Vísindavefurinn, 14. september 2016. Sótt 14. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=72634.

Björn Leví Gunnarsson. (2016, 14. september). Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=72634

Björn Leví Gunnarsson. „Hafa vef- eða kerfisstjórar Pírata aðgang að gagnagrunni með kosningaupplýsingum?“ Vísindavefurinn. 14. sep. 2016. Vefsíða. 14. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=72634>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigrún Júlíusdóttir

1944

Sigrún Júlíusdóttir er prófessor emerita við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Rannsóknasvið hennar eru m.a. fjölskyldurannsóknir og hugmyndasaga félagsráðgjafar.