Sólin Sólin Rís 08:54 • sest 18:29 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:18 • Sest 09:37 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:41 • Síðdegis: 19:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:33 • Síðdegis: 12:58 í Reykjavík

Hvað veldur þrumum?

JGÞ

Þrumur koma þegar rafstraumur fer á milli staða í skýjum eða á milli skýja og yfirborðs jarðar, en það nefnist elding. Rafstraumurinn hitar loftið snöggt upp og við það verður sprenging og hljóðbylgja berst í allar áttir. Við köllum hljóðbylgjuna þrumu.


Við sjáum eldingarnar eiginlega um leið og þær verða. Ástæðan fyrir því er sú að ljósið fer svo hratt, um þrjú hundruð þúsund kílómetra á sekúndu.

Hljóðið fer hins vegar miklu hægar eða um 330-350 metra á sekúndu í lofti. Með því að mæla tímamuninn frá að því við sjáum eldinguna og þangað til við heyrum þrumuna getum við áætlað hversu langt í burtu eldingin var. Ef tíminn er til dæmis 10 sekúndur þá hefur eldingin orðið 3,3-3,5 km í burtu.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Eyþór Ingi Guðmundsson, f. 1996

Tilvísun

JGÞ. „Hvað veldur þrumum?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008. Sótt 24. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7269.

JGÞ. (2008, 1. apríl). Hvað veldur þrumum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7269

JGÞ. „Hvað veldur þrumum?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 24. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7269>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað veldur þrumum?
Þrumur koma þegar rafstraumur fer á milli staða í skýjum eða á milli skýja og yfirborðs jarðar, en það nefnist elding. Rafstraumurinn hitar loftið snöggt upp og við það verður sprenging og hljóðbylgja berst í allar áttir. Við köllum hljóðbylgjuna þrumu.


Við sjáum eldingarnar eiginlega um leið og þær verða. Ástæðan fyrir því er sú að ljósið fer svo hratt, um þrjú hundruð þúsund kílómetra á sekúndu.

Hljóðið fer hins vegar miklu hægar eða um 330-350 metra á sekúndu í lofti. Með því að mæla tímamuninn frá að því við sjáum eldinguna og þangað til við heyrum þrumuna getum við áætlað hversu langt í burtu eldingin var. Ef tíminn er til dæmis 10 sekúndur þá hefur eldingin orðið 3,3-3,5 km í burtu.

Heimildir og frekara lesefni:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....