Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Af hverju má ljúga þann 1. apríl?

EDS

Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar.

Nýárið var fært til 1. janúar seint á 16. öld en ærslin og gamanið héldu áfram að tengjast þessum apríldegi þó þau væru ekki lengur hluti af nýárshátíðahöldum.

Ef einhver lesandi okkar ætlar að láta einhvern hlaupa apríl viljum við benda honum á að á nauðsynlegt er að láta fólk fara yfir þrjá þröskulda til að aprílhlaupið sé fullgilt. Sumir segja þó nóg sé að fara þrjá faðma eða yfir einn þröskuld.

Nánar er fjallað um 1. apríl í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvers vegna er það siður að „gabba“ fólk fyrsta apríl?

Heimild:
  • Árni Björnsson, 1993. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning, bls. 609-612.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.4.2008

Spyrjandi

Steinunn María Egilsdóttir, f. 1996

Tilvísun

EDS. „Af hverju má ljúga þann 1. apríl?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2008. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7270.

EDS. (2008, 1. apríl). Af hverju má ljúga þann 1. apríl? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7270

EDS. „Af hverju má ljúga þann 1. apríl?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2008. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7270>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju má ljúga þann 1. apríl?
Sá siður að vera með grín og hrekki þann 1. apríl er margra alda gamall. Líklega má rekja hann til Evrópu á miðöldum en þá tíðkaðist að halda upp á nýtt ár á vorjafndægri 25. mars. Samkvæmt fornri hefð stóðu merkar hátíðir í átta daga og 1. apríl var því áttundi og síðasti dagur nýárshátíðarinnar.

Nýárið var fært til 1. janúar seint á 16. öld en ærslin og gamanið héldu áfram að tengjast þessum apríldegi þó þau væru ekki lengur hluti af nýárshátíðahöldum.

Ef einhver lesandi okkar ætlar að láta einhvern hlaupa apríl viljum við benda honum á að á nauðsynlegt er að láta fólk fara yfir þrjá þröskulda til að aprílhlaupið sé fullgilt. Sumir segja þó nóg sé að fara þrjá faðma eða yfir einn þröskuld.

Nánar er fjallað um 1. apríl í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Hvers vegna er það siður að „gabba“ fólk fyrsta apríl?

Heimild:
  • Árni Björnsson, 1993. Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning, bls. 609-612.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....