Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?

Stefanía Óskarsdóttir

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Stenst það sem Bjarni Benediktsson sagði í fyrstu kappræðum forsvarsmanna á RÚV fimmtudagskvöldið 22. sept., að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninganna 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?

Rétt er að taka fram að Bjarni Benediktsson hélt því ekki fram í þættinum að þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið lofað. Þess í stað svaraði hann spurningu um vanefndir kosningaloforðs með þessum orðum:

Þetta er bara rangt að þetta hafi verið helsta loforð okkar. Okkar loforð hefur staðið til þess að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. [...] Í kjarnann vorum við að segja það að við erum viljug til að beita þjóðaratkvæðagreiðslum til að höggva á hnúta, þegar þess þarf með.[1]

Allt kjörtímabilið hefur verið rætt um hverju Sjálfstæðisflokkurinn lofaði varðandi framhald viðræðna við ESB fyrir síðustu kosningar. Hér að neðan verður það útskýrt.

Í aðdraganda alþingiskosninga 2013 samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins stefnu í utanríkismálum. Hvað varðaði aðildarviðræður við ESB, sem höfðu verið í hægagangi frá áramótum 2012/2013, var samþykkt að hætta þeim og taka þær ekki upp að nýju nema það yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því var gengið lengra en í landsfundarályktun frá 2011 þar sem sagði að gera skyldi hlé á viðræðunum og ekki taka þær upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.[2]

Í kosningabaráttunni vék forysta Sjálfstæðisflokksins hins vegar nokkuð frá þessari stefnu þegar hún talaði fyrir því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á nýju kjörtímabili um framhald yfirstandandi viðræðna við ESB. Bjarni Benediktsson nefndi þessa leið alloft í kosningabaráttunni.[3] Í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins frá 24.4.2013 var til dæmis haft eftir honum:
[...] við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.[4]

Þó ber einnig að geta þess að fimm dögum áður, á beinni línu hjá DV, sagði Bjarni að slíta bæri viðræðum við ESB þar sem lýðræðislegt umboð skorti fyrir þeim.[5]

Augljóst misræmi var á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og orða leiðtoga hans í kosningabaráttunni. Misræmið gerði kjósendum erfitt að átta sig á því hver væri stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu.

Augljóst misræmi var á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og orða leiðtoga hans í kosningabaráttunni. Það laut að því hvenær og um hvað þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram. Stefna Sjálfstæðisflokksins, sem landsfundur samþykkti, var sú að slíta aðildarviðræðunum og óska því aðeins eftir aðild að ESB í framtíðinni að fyrir því væri skýr þjóðarvilji sem fengist hefði fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Bjarna Benediktssyni mátti hins vegar skilja að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðum yrði fram haldið eða ekki. Misræmið gerði kjósendum erfitt að átta sig á því hver væri stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu.

Margir skildu einnig stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þannig að í honum fælust fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Þar sagði:

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.[6]

Seinna sögðu forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að óviturlegt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna þar sem báðir stjórnarflokkarnir væru andsnúnir því að ganga í ESB þegar fyrir lægi hverjir ókostirnir væru. Bjarni Benediktsson kallaði það pólitískan ómöguleika að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem ríkisstjórnin væri andsnúin.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingiskosningar 2016: Leiðtogaumræður - RÚV. (Sótt 28.09.2016).
  2. ^ ESB-ályktanir flokksþinga hvor í sína áttina - mbl.is. (Sótt 23.09.2016).
  3. ^ https://www.youtube.com/watch?v=ErEGD3VO34E. (Sótt 23.09.2016).
  4. ^ Fréttablaðið, 24.04.2013 - Timarit.is. (Sótt 23.09.2016). Sjá líka: Bjarni samkvæmur sjálfum sér- Skynsamlegt að kjósa um ESB aðild á næsta ári « Eyjan. (Sótt 23.09.2016).
  5. ^ Meirihluti landsmanna vill klára aðildarviðræður við ESB: Bjarni ætlar að stöðva viðræðurnar « Eyjan. (Sótt 23.09.2016).
  6. ^ Stefnuyfirlýsing - Ríkisstjórn - Stjórnarráð Íslands. (Sótt 23.09.2016).
  7. ^ Ómögulegt án pólitísks vilja - RÚV. (Sótt 23.09.2016).

Höfundur og ritstjórn þakkar Lárusi Blöndal stjórnmálafræðingi fyrir gagnlegar ábendingar við þetta svar. Við þeim er brugðist í upphafi svarsins.

Mynd:

Höfundur

Stefanía Óskarsdóttir

prófessor í stjórnmálafræðideild við HÍ

Útgáfudagur

24.9.2016

Spyrjandi

Elmar Torfason

Tilvísun

Stefanía Óskarsdóttir. „Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?“ Vísindavefurinn, 24. september 2016, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=72714.

Stefanía Óskarsdóttir. (2016, 24. september). Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=72714

Stefanía Óskarsdóttir. „Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2016. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=72714>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Stenst það hjá Bjarna Benediktssyni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninga 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?

Athugasemd ritstjórnar Vísindavefsins

Þetta svar tilheyrir staðreynda- og samfélagsvakt Vísindavefsins.

Það sama gildir um þessi svör og önnur á Vísindavefnum. Þau eru skrifuð af nafngreindum höfundum sem bera ábyrgð á efni svarsins.

Lesandi sem telur svari áfátt getur bent ritstjórn á það og er svar þá lagfært ef höfundur fellst á það.


Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Stenst það sem Bjarni Benediktsson sagði í fyrstu kappræðum forsvarsmanna á RÚV fimmtudagskvöldið 22. sept., að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei í aðdraganda kosninganna 2013 lofað þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald aðildarviðræðna við ESB?

Rétt er að taka fram að Bjarni Benediktsson hélt því ekki fram í þættinum að þjóðaratkvæðagreiðslu hafi ekki verið lofað. Þess í stað svaraði hann spurningu um vanefndir kosningaloforðs með þessum orðum:

Þetta er bara rangt að þetta hafi verið helsta loforð okkar. Okkar loforð hefur staðið til þess að halda Íslandi utan Evrópusambandsins. [...] Í kjarnann vorum við að segja það að við erum viljug til að beita þjóðaratkvæðagreiðslum til að höggva á hnúta, þegar þess þarf með.[1]

Allt kjörtímabilið hefur verið rætt um hverju Sjálfstæðisflokkurinn lofaði varðandi framhald viðræðna við ESB fyrir síðustu kosningar. Hér að neðan verður það útskýrt.

Í aðdraganda alþingiskosninga 2013 samþykkti landsfundur Sjálfstæðisflokksins stefnu í utanríkismálum. Hvað varðaði aðildarviðræður við ESB, sem höfðu verið í hægagangi frá áramótum 2012/2013, var samþykkt að hætta þeim og taka þær ekki upp að nýju nema það yrði samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu. Með því var gengið lengra en í landsfundarályktun frá 2011 þar sem sagði að gera skyldi hlé á viðræðunum og ekki taka þær upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.[2]

Í kosningabaráttunni vék forysta Sjálfstæðisflokksins hins vegar nokkuð frá þessari stefnu þegar hún talaði fyrir því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu á nýju kjörtímabili um framhald yfirstandandi viðræðna við ESB. Bjarni Benediktsson nefndi þessa leið alloft í kosningabaráttunni.[3] Í viðtali við blaðamann Fréttablaðsins frá 24.4.2013 var til dæmis haft eftir honum:
[...] við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og við munum standa við það.[4]

Þó ber einnig að geta þess að fimm dögum áður, á beinni línu hjá DV, sagði Bjarni að slíta bæri viðræðum við ESB þar sem lýðræðislegt umboð skorti fyrir þeim.[5]

Augljóst misræmi var á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og orða leiðtoga hans í kosningabaráttunni. Misræmið gerði kjósendum erfitt að átta sig á því hver væri stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu.

Augljóst misræmi var á milli stefnu Sjálfstæðisflokksins og orða leiðtoga hans í kosningabaráttunni. Það laut að því hvenær og um hvað þjóðaratkvæðagreiðsla ætti að fara fram. Stefna Sjálfstæðisflokksins, sem landsfundur samþykkti, var sú að slíta aðildarviðræðunum og óska því aðeins eftir aðild að ESB í framtíðinni að fyrir því væri skýr þjóðarvilji sem fengist hefði fram í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á Bjarna Benediktssyni mátti hins vegar skilja að halda ætti þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort viðræðum yrði fram haldið eða ekki. Misræmið gerði kjósendum erfitt að átta sig á því hver væri stefna Sjálfstæðisflokksins í málinu.

Margir skildu einnig stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar þannig að í honum fælust fyrirheit um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðnanna. Þar sagði:

Gert verður hlé á aðildarviðræðum Íslands við Evrópusambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðnanna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöllunar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópusambandið nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu.[6]

Seinna sögðu forystumenn ríkisstjórnarflokkanna að óviturlegt væri að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna þar sem báðir stjórnarflokkarnir væru andsnúnir því að ganga í ESB þegar fyrir lægi hverjir ókostirnir væru. Bjarni Benediktsson kallaði það pólitískan ómöguleika að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um mál sem ríkisstjórnin væri andsnúin.[7]

Tilvísanir:
  1. ^ Alþingiskosningar 2016: Leiðtogaumræður - RÚV. (Sótt 28.09.2016).
  2. ^ ESB-ályktanir flokksþinga hvor í sína áttina - mbl.is. (Sótt 23.09.2016).
  3. ^ https://www.youtube.com/watch?v=ErEGD3VO34E. (Sótt 23.09.2016).
  4. ^ Fréttablaðið, 24.04.2013 - Timarit.is. (Sótt 23.09.2016). Sjá líka: Bjarni samkvæmur sjálfum sér- Skynsamlegt að kjósa um ESB aðild á næsta ári « Eyjan. (Sótt 23.09.2016).
  5. ^ Meirihluti landsmanna vill klára aðildarviðræður við ESB: Bjarni ætlar að stöðva viðræðurnar « Eyjan. (Sótt 23.09.2016).
  6. ^ Stefnuyfirlýsing - Ríkisstjórn - Stjórnarráð Íslands. (Sótt 23.09.2016).
  7. ^ Ómögulegt án pólitísks vilja - RÚV. (Sótt 23.09.2016).

Höfundur og ritstjórn þakkar Lárusi Blöndal stjórnmálafræðingi fyrir gagnlegar ábendingar við þetta svar. Við þeim er brugðist í upphafi svarsins.

Mynd:

...