Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?

EDS

Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu siglingafánarnir síðan grunnur að þjóðfánum eða ríkisfánum í Evrópu og þá fylgdi þetta ákveðna lag. Seinna meir litu lönd utan Evrópu til þessarar hefðar við val á þjóðfána - að Nepal undanskildu en það er eina ríki í heimi sem ekki er með ferhyrndan þjóðfána.

Fyrir tíma breskra yfirráða í Suður-Asíu (svæði sem á ensku nefnist Indian subcontinent og nær yfir Indland, Pakistan, Bangladesh, Bútan og Nepal auk eyja) voru þar hundruð ríkja. Mörg þessara ríkja, þar meðal Nepal, voru með sinn eigin fána sem oft höfðu lögun, liti eða form sem voru ólík því sem Evrópumenn þekktu best. Með auknum áhrifum og yfirráðum Breta í þessum heimshluta hurfu þessir fánar smám saman af sjónarsviðinu, allir nema fáni Nepals.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

2.4.2008

Spyrjandi

Atli Freyr Þorvaldsson, f. 1995

Tilvísun

EDS. „Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2008. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7295.

EDS. (2008, 2. apríl). Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7295

EDS. „Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2008. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7295>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er nepalski fáninn ekki ferkantaður?
Hefðin fyrir ferhyrndum þjóðfánum á líklega rætur að rekja til siglingafána sem notaðir voru í Evrópu og öðrum Miðjarðarhafslöndum fyrr á tímum. Vissulega voru notuð flögg með öðru lagi en smám saman festist þessi ferhyrnda lögun með ákveðnum hlutföllum milli lengdar og breiddar í sessi. Í mörgum tilfellum urðu siglingafánarnir síðan grunnur að þjóðfánum eða ríkisfánum í Evrópu og þá fylgdi þetta ákveðna lag. Seinna meir litu lönd utan Evrópu til þessarar hefðar við val á þjóðfána - að Nepal undanskildu en það er eina ríki í heimi sem ekki er með ferhyrndan þjóðfána.

Fyrir tíma breskra yfirráða í Suður-Asíu (svæði sem á ensku nefnist Indian subcontinent og nær yfir Indland, Pakistan, Bangladesh, Bútan og Nepal auk eyja) voru þar hundruð ríkja. Mörg þessara ríkja, þar meðal Nepal, voru með sinn eigin fána sem oft höfðu lögun, liti eða form sem voru ólík því sem Evrópumenn þekktu best. Með auknum áhrifum og yfirráðum Breta í þessum heimshluta hurfu þessir fánar smám saman af sjónarsviðinu, allir nema fáni Nepals.

Heimildir og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...