Fyrir tíma breskra yfirráða í Suður-Asíu (svæði sem á ensku nefnist Indian subcontinent og nær yfir Indland, Pakistan, Bangladesh, Bútan og Nepal auk eyja) voru þar hundruð ríkja. Mörg þessara ríkja, þar meðal Nepal, voru með sinn eigin fána sem oft höfðu lögun, liti eða form sem voru ólík því sem Evrópumenn þekktu best. Með auknum áhrifum og yfirráðum Breta í þessum heimshluta hurfu þessir fánar smám saman af sjónarsviðinu, allir nema fáni Nepals.
Heimildir og mynd:
- Nepal, flag of. Encyclopædia Britannica. 2008. Encyclopædia Britannica Online. Skoðað 2. 4. 2008.
- Why is the Nepali flag the only non-rectangular national flag? á Flags of the World. Skoðað 2. 4. 2008.
- Flag of Nepal á Wikipedia. Skoðað 2. 4. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.