Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvernig draga menn seiminn?

Guðrún Kvaran

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það?

Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1821 í bókinni Nýtilegt Barna-gull edur Støfunar- og Lestrar-qver handa Børnum eftir Bjarna Arngrímsson:

Varast áttu [ [...]] ad draga seim, og hvern annan kjæk.

Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn merkir ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’.

Í orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1969 II: 102) segir að seimur hafi í fornu máli haft merkinuna ‘söngur’ í kenningum. Þá merkingu er þó ekki að finna í fornmálsorðabók Johans Fritzners. Uppruni orðsins seimur er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:802) óviss.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Fritzber, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. III. (R–Ö). Den norske Forlagsforening. Kristiania.
  • Halldór Halldórsson. 1969. Íslenzkt orðtakasafn. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 30.01.2017).

Mynd:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

31.1.2017

Spyrjandi

Sigurður Rúnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvernig draga menn seiminn?“ Vísindavefurinn, 31. janúar 2017. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=73196.

Guðrún Kvaran. (2017, 31. janúar). Hvernig draga menn seiminn? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73196

Guðrún Kvaran. „Hvernig draga menn seiminn?“ Vísindavefurinn. 31. jan. 2017. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73196>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig draga menn seiminn?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvað er að draga seiminn? Hvað þýðir seimur og hvaðan kemur það?

Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’ þekkist í báðum merkingum frá 18. og 19. öld. Elsta heimild í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1821 í bókinni Nýtilegt Barna-gull edur Støfunar- og Lestrar-qver handa Børnum eftir Bjarna Arngrímsson:

Varast áttu [ [...]] ad draga seim, og hvern annan kjæk.

Seimur merkir ‘ómur, ymur’. Orðasambandið að draga seiminn merkir ‘að tala dragandi röddu; draga síðasta atkvæðið í söng’.

Í orðtakasafni Halldórs Halldórssonar (1969 II: 102) segir að seimur hafi í fornu máli haft merkinuna ‘söngur’ í kenningum. Þá merkingu er þó ekki að finna í fornmálsorðabók Johans Fritzners. Uppruni orðsins seimur er samkvæmt Íslenskri orðsifjabók (1989:802) óviss.

Heimildir:
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Fritzber, Johan. 1896. Ordbog over det gamle norske Sprog. III. (R–Ö). Den norske Forlagsforening. Kristiania.
  • Halldór Halldórsson. 1969. Íslenzkt orðtakasafn. Almenna bókafélagið, Reykjavík.
  • Ritmálssafn Orðabókar Háskólans. (Skoðað 30.01.2017).

Mynd:

...