Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sjórinn langur?

Vökvi getur haft rúmmál og massa en það er erfitt að sjá hvernig hægt er að mæla lengd hans. Sem dæmi þá getum við verið með einn lítra af vatni sem er það sama og 1 dm2 og þessi lítri er 1 kg að þyngd. Við getum líka talað um flatarmál vatnsins, til dæmis við yfirborð eða botn, en það er hins vegar breytileg stærð, háð lögun þess íláts sem vatnið er í. Sama er að segja um lengdina, við getum sett vatnið í ílát sem er 10, 20 eða 30 cm langt en að segir okkur ekkert um það hversu langur þessi lítri okkar er.

Þegar fjallað er um höf jarðar (sem heild) og stærð þeirra er því ekki talað um lengd þar sem það hefur í rauninni enga merkingu. Það er hins vegar hægt að segja hversu langt Atlantshafið nær frá norðri til suðurs eða hversu breitt Svartahafið er þar sem það er breiðast, en þetta segir okkur ekkert um það hvað sjórinn er langur.

Jörðin er stundum kölluð bláa reikistjarnan vegna hafanna.

Við vitum hins vegar að höfin þekja um 71% af yfirborði jarðar eða um 362 milljónir km2 og heildarrúmmál þeirra er um 1348 milljón km3. Nánar er fjallað um þetta í svari við spurningunni Hvert er stærsta úthafið?

Mynd: Ocean á Wikipedia. Sótt 3. 4. 2008.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Útgáfudagur

4.4.2008

Spyrjandi

Melkorka Mist Gunnarsdóttir, f. 1995

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EDS. „Hvað er sjórinn langur?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2008. Sótt 23. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=7321.

EDS. (2008, 4. apríl). Hvað er sjórinn langur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7321

EDS. „Hvað er sjórinn langur?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2008. Vefsíða. 23. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7321>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson

1987

Benjamín Ragnar Sveinbjörnsson er lektor í efnafræði við Raunvísindadeild HÍ. Rannsóknir hans eru á sviði lífrænnar efnafræði og hafa aðallega tengst efnasmíðum fjölliða með áhugaverðum uppbyggingum sem og lyfjatengdri efnafræði.