Sólin Sólin Rís 05:21 • sest 21:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:16 • Sest 12:09 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:20 • Síðdegis: 21:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:14 • Síðdegis: 15:26 í Reykjavík

Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?

JGÞ

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:
Á heiðskírum degi má sjá útblástur frá þotu sem flýgur yfir. Vildi spyrja hvort þessi strókur sé „stýrður“, það er á valdi flugstjórans, eða er allan tímann „blásið út“ meðan flogið er? Í Landsveitinni er víður sjóndeildarhringur, þar erum við með sumarbústað. Vegna flugleiðar yfir Heklu sjást oft fimm-sex strik á himninum um klukkan 16 á daginn, ef heiðskírt er. Sem sagt alltaf strókur eða ekki alltaf?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Flugstjórar flugvéla ráða litlu um stróka sem sjást eftir flug vélanna. Strókarnir verða til þegar heitur og rakur útblástur þotuhreyfla blandast andrúmsloftinu í háloftunum. Við það þéttist eða frýs vatnsgufan sem kemur úr þotuhreyflunum og hvítar rákir myndast í loftinu. Þær sjást vel þegar heiðskírt er.

Það eru sem sagt ytri aðstæður sem ráða myndun strókanna. Einu áhrif flugstjóranna á myndun þeirra væru að drepa á þotuhreyflunum og stöðva þannig útblástur þeirra. Við það mundi þotan hins vegar fljótlega missa flugið.

Flugstjórar flugvéla ráða litlu um stróka sem sjást eftir flug vélanna.

Spyrjandi veltir fyrir sér mismunandi útliti strókanna. Gerð strókanna og sá tími sem þeir sjást fer meðal annars eftir flughæð, hita- og rakastigi andrúmsloftsins. Grannar rákir sem hverfa fljótt myndast þegar rakstig er lágt. Þykkir strókar sem eru lengi að hverfa gefa til kynna að rakastigið sé hátt.

Vatnsgufan í útblæstri þotu myndast þegar vetni í flugvélaeldsneyti brennur. Fyrir utan vatnsgufu eru ýmis efni í útblæstrinum. Til dæmis: koltvíildi, brennisteinsoxíð, nituroxíð, eldsneyti sem er óbrunnið og einnig sót og málmagnir. Sótið og aðrar agnir í loftinu hafa áhrif á þéttingu vatnsgufunnar. Gufan nær að mynda smádropa á ögnunum.

Hægt er að lesa meira um stróka flugvéla í svari við spurningunni Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

13.1.2017

Spyrjandi

Jóhanna Jóhannesdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?“ Vísindavefurinn, 13. janúar 2017. Sótt 16. ágúst 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=73256.

JGÞ. (2017, 13. janúar). Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=73256

JGÞ. „Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?“ Vísindavefurinn. 13. jan. 2017. Vefsíða. 16. ágú. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=73256>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju sést strókur þegar þotur fljúga yfir? Geta flugstjórar stýrt þessu?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona:

Á heiðskírum degi má sjá útblástur frá þotu sem flýgur yfir. Vildi spyrja hvort þessi strókur sé „stýrður“, það er á valdi flugstjórans, eða er allan tímann „blásið út“ meðan flogið er? Í Landsveitinni er víður sjóndeildarhringur, þar erum við með sumarbústað. Vegna flugleiðar yfir Heklu sjást oft fimm-sex strik á himninum um klukkan 16 á daginn, ef heiðskírt er. Sem sagt alltaf strókur eða ekki alltaf?

Stutta svarið við þessari spurningu er einfalt: Flugstjórar flugvéla ráða litlu um stróka sem sjást eftir flug vélanna. Strókarnir verða til þegar heitur og rakur útblástur þotuhreyfla blandast andrúmsloftinu í háloftunum. Við það þéttist eða frýs vatnsgufan sem kemur úr þotuhreyflunum og hvítar rákir myndast í loftinu. Þær sjást vel þegar heiðskírt er.

Það eru sem sagt ytri aðstæður sem ráða myndun strókanna. Einu áhrif flugstjóranna á myndun þeirra væru að drepa á þotuhreyflunum og stöðva þannig útblástur þeirra. Við það mundi þotan hins vegar fljótlega missa flugið.

Flugstjórar flugvéla ráða litlu um stróka sem sjást eftir flug vélanna.

Spyrjandi veltir fyrir sér mismunandi útliti strókanna. Gerð strókanna og sá tími sem þeir sjást fer meðal annars eftir flughæð, hita- og rakastigi andrúmsloftsins. Grannar rákir sem hverfa fljótt myndast þegar rakstig er lágt. Þykkir strókar sem eru lengi að hverfa gefa til kynna að rakastigið sé hátt.

Vatnsgufan í útblæstri þotu myndast þegar vetni í flugvélaeldsneyti brennur. Fyrir utan vatnsgufu eru ýmis efni í útblæstrinum. Til dæmis: koltvíildi, brennisteinsoxíð, nituroxíð, eldsneyti sem er óbrunnið og einnig sót og málmagnir. Sótið og aðrar agnir í loftinu hafa áhrif á þéttingu vatnsgufunnar. Gufan nær að mynda smádropa á ögnunum.

Hægt er að lesa meira um stróka flugvéla í svari við spurningunni Hvers vegna kemur stundum strókur á eftir flugvélum og hvers vegna er hann mislangur og helst mislengi sýnilegur í loftinu? en þetta svar byggir einmitt á því.

Mynd:

...