Sólin Sólin Rís 02:56 • sest 24:01 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:01 • Sest 02:01 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:44 • Síðdegis: 13:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:39 í Reykjavík

Er hægt að rökstyðja allt?

Geir Þ. Þórarinsson

Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson:
Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar sem niðurstaðan er leidd af forsendunum, og hins vegar tilleiðslu, þar sem niðurstaðan er aðeins gerð meira eða minna líkleg á grundvelli forsendnanna.

Þegar um afleiðslu er að ræða getur röksemdafærslan annars vegar verið gild eða ógild og hins vegar rétt eða ekki rétt (eða sönn og ekki sönn). Gild röksemdafærsla er röksemdafærsla þar sem niðurstöðuna leiðir af forsendunum, það er að segja ef forsendurnar eru sannar þá er óhugsandi að niðurstaðan sé ósönn. Aftur á móti er röksemdafærsla ógild ef niðurstöðuna leiðir ekki af forsendunum eða með öðrum orðum þegar mögulegt er að forsendurnar séu sannar en niðurstaðan ósönn. Röksemdafærslan er síðan sögð vera rétt eða sönn ef hún er gild og allar forsendur hennar eru jafnframt sannar. Ef röksemdafærsla er á hinn bóginn ógild er hún ekki rétt eða sönn þótt allar forsendur hennar séu sannar og sömuleiðis ef röksemdafærslan er gild en forsendurnar eru ekki allar sannar. Um gildar og réttar röksemdafærslur má lesa nánar í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvenær er rökfærsla sönn?

Tilleiðsla er er hvorki sögð vera gild eða ógild né rétt eða ekki rétt. Þess í stað segjum við að hún sé góð eða skynsamleg ef niðurstaðan er sennilegri en neitun hennar í ljósi rakanna sem sett eru fram til þess að styðja niðurstöðuna.

Færa má rök fyrir hvaða niðurstöðu sem er. Það er að segja, hver svo sem niðurstaðan er má ætíð finna ástæðu til þess að fallast á hana. Aftur á móti er ekki þar með sagt að það sé alltaf hægt að finna góða ástæðu til að fallast á niðurstöðuna. Til dæmis er ekki hægt að færa rétt rök fyrir því að Akureyri sé höfuðborg Íslands vegna þess að rétt eða sönn röksemdafærsla er gild röksemdafærsla þar sem allar forsendurnar er sannar. Úr því að slík röksemdafærsla er gild er tryggt að niðurstöðuna leiðir af forsendunum en af sönnum forsendum leiðir aldrei ósanna niðurstöðu og það er einmitt ósatt að Akureyri sé höfuðborg Íslands. Þess vegna er ekki hægt að finna neinar forsendur, sem hægt er að styðjast við í réttri röksemdafærslu, sem leiða til þeirrar niðurstöðu að Akureyri sé höfuðborg Íslands.


Það er hægt að halda því fram að Akureyri sé höfuðborg Íslands af því að gorgonzola-ostur er upprunninn frá Ítalíu en slík rök eru ekki skynsamleg.

Eftir sem áður væri hægt að halda því fram að Akureyri sé höfuðborg Íslands af því að gorgonzola-ostur er upprunninn frá Ítalíu eða af því að merðir eru vinsæl gæludýr en slík rök eru ekki skynsamleg enda varpar uppruni gorgonzola-osts eða vinsældir marða sem gæludýra engu ljósi á staðreyndir um höfuðborg Íslands; niðurstöðuna um að Akureyri sé höfuðborg Íslands leiðir hvorki af fullyrðingum um uppruna gorgonzola-osts eða vinsældum marða sem gæludýra, né heldur er niðurstaðan sennilegri í ljósi fullyrðinganna.

Einnig væri hægt að halda því fram að það borgi sig að fallast á að Akureyri sé höfuðborg Íslands, af því að einhver ávinningur fylgdi því að gera það. Þannig færði franski heimspekingurinn Blaise Pascal (1623-1662) til að mynda rök fyrir því að guð væri til: það borgaði sig að trúa á tilvist guðs því ávinningurinn væri meiri ef það reyndist rétt heldur en tapið ef það reyndist rangt. Vandinn er sá að ávinningurinn sem er fólginn í að fallast á einhverja fullyrðingu gerir fullyrðinguna á engan hátt sennilegri. Þannig væri engan veginn sennilegra að Akureyri væri höfuðborg Íslands þótt það borgaði sig einhvern veginn að fallast á að svo væri. Ávinningsrök eru þess vegna ekki sannfærandi en eftir sem áður er hægt að halda fram slíkum rökum og ýmsum öðrum til viðbótar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað eru rök? Er til eitthvað sem er alls ekki hægt að rökstyðja á neinn hátt, eða er hægt að rökstyðja allt?

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

11.4.2008

Spyrjandi

Árni Stefán Halldórsson, f. 1989

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Er hægt að rökstyðja allt?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2008. Sótt 15. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=7342.

Geir Þ. Þórarinsson. (2008, 11. apríl). Er hægt að rökstyðja allt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=7342

Geir Þ. Þórarinsson. „Er hægt að rökstyðja allt?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2008. Vefsíða. 15. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=7342>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er hægt að rökstyðja allt?
Rök eða röksemdafærslur eru ástæður sem við gefum fyrir því að fallast á tiltekna fullyrðingu, sem við getum kallað niðurstöðu röksemdafærslunnar. Í svari sínu við spurningunni Hvað eru skynsamleg rök? segir Erlendur Jónsson:

Nú er gerður greinarmunur á tvenns konar röksemdafærslum, annars vegar afleiðslu, þar sem niðurstaðan er leidd af forsendunum, og hins vegar tilleiðslu, þar sem niðurstaðan er aðeins gerð meira eða minna líkleg á grundvelli forsendnanna.

Þegar um afleiðslu er að ræða getur röksemdafærslan annars vegar verið gild eða ógild og hins vegar rétt eða ekki rétt (eða sönn og ekki sönn). Gild röksemdafærsla er röksemdafærsla þar sem niðurstöðuna leiðir af forsendunum, það er að segja ef forsendurnar eru sannar þá er óhugsandi að niðurstaðan sé ósönn. Aftur á móti er röksemdafærsla ógild ef niðurstöðuna leiðir ekki af forsendunum eða með öðrum orðum þegar mögulegt er að forsendurnar séu sannar en niðurstaðan ósönn. Röksemdafærslan er síðan sögð vera rétt eða sönn ef hún er gild og allar forsendur hennar eru jafnframt sannar. Ef röksemdafærsla er á hinn bóginn ógild er hún ekki rétt eða sönn þótt allar forsendur hennar séu sannar og sömuleiðis ef röksemdafærslan er gild en forsendurnar eru ekki allar sannar. Um gildar og réttar röksemdafærslur má lesa nánar í svari Eyju Margrétar Brynjarsdóttur við spurningunni Hvenær er rökfærsla sönn?

Tilleiðsla er er hvorki sögð vera gild eða ógild né rétt eða ekki rétt. Þess í stað segjum við að hún sé góð eða skynsamleg ef niðurstaðan er sennilegri en neitun hennar í ljósi rakanna sem sett eru fram til þess að styðja niðurstöðuna.

Færa má rök fyrir hvaða niðurstöðu sem er. Það er að segja, hver svo sem niðurstaðan er má ætíð finna ástæðu til þess að fallast á hana. Aftur á móti er ekki þar með sagt að það sé alltaf hægt að finna góða ástæðu til að fallast á niðurstöðuna. Til dæmis er ekki hægt að færa rétt rök fyrir því að Akureyri sé höfuðborg Íslands vegna þess að rétt eða sönn röksemdafærsla er gild röksemdafærsla þar sem allar forsendurnar er sannar. Úr því að slík röksemdafærsla er gild er tryggt að niðurstöðuna leiðir af forsendunum en af sönnum forsendum leiðir aldrei ósanna niðurstöðu og það er einmitt ósatt að Akureyri sé höfuðborg Íslands. Þess vegna er ekki hægt að finna neinar forsendur, sem hægt er að styðjast við í réttri röksemdafærslu, sem leiða til þeirrar niðurstöðu að Akureyri sé höfuðborg Íslands.


Það er hægt að halda því fram að Akureyri sé höfuðborg Íslands af því að gorgonzola-ostur er upprunninn frá Ítalíu en slík rök eru ekki skynsamleg.

Eftir sem áður væri hægt að halda því fram að Akureyri sé höfuðborg Íslands af því að gorgonzola-ostur er upprunninn frá Ítalíu eða af því að merðir eru vinsæl gæludýr en slík rök eru ekki skynsamleg enda varpar uppruni gorgonzola-osts eða vinsældir marða sem gæludýra engu ljósi á staðreyndir um höfuðborg Íslands; niðurstöðuna um að Akureyri sé höfuðborg Íslands leiðir hvorki af fullyrðingum um uppruna gorgonzola-osts eða vinsældum marða sem gæludýra, né heldur er niðurstaðan sennilegri í ljósi fullyrðinganna.

Einnig væri hægt að halda því fram að það borgi sig að fallast á að Akureyri sé höfuðborg Íslands, af því að einhver ávinningur fylgdi því að gera það. Þannig færði franski heimspekingurinn Blaise Pascal (1623-1662) til að mynda rök fyrir því að guð væri til: það borgaði sig að trúa á tilvist guðs því ávinningurinn væri meiri ef það reyndist rétt heldur en tapið ef það reyndist rangt. Vandinn er sá að ávinningurinn sem er fólginn í að fallast á einhverja fullyrðingu gerir fullyrðinguna á engan hátt sennilegri. Þannig væri engan veginn sennilegra að Akureyri væri höfuðborg Íslands þótt það borgaði sig einhvern veginn að fallast á að svo væri. Ávinningsrök eru þess vegna ekki sannfærandi en eftir sem áður er hægt að halda fram slíkum rökum og ýmsum öðrum til viðbótar.

Tengt efni á Vísindavefnum:

Mynd:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað eru rök? Er til eitthvað sem er alls ekki hægt að rökstyðja á neinn hátt, eða er hægt að rökstyðja allt?
...