Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?

Rósa Þorsteinsdóttir

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu.

Áhuginn hefur greinlega fylgt Jóni því árið 1845 tóku þeir Jón og Magnús Grímsson (1825-1860), sem þá var skólapiltur við Bessastaðaskóla, sig saman um að safna því sem þeir kölluðu alþýðleg fornfræði. Magnús átti að safna sögum en Jón hjátrú, leikum, þulum, gátum og kvæðum. Safn þeirra með sögnum og kvæðum kom út árið 1852 undir titlinum Íslenzk ævintýri og varð fyrsta prentaða þjóðsagnasafnið sem út kom með íslenskum sögum. Útgáfan hlaut ekki góðar viðtökur og áhugaleysi landsmanna ásamt fjárskorti virðist hafa dregið kjark úr þeim félögum.

Jón Árnason (1819-1888).

Þegar þýski prófessorinn Konrad Maurer (1823-1902) kom til landsins 1858 hvatti hann Jón og Magnús til að halda söfnuninni áfram og lofaði að finna útgefanda að sögunum í Þýskalandi. Magnús Grímsson lést 1860 svo það kom í hlut Jóns Árnasonar að ljúka starfinu. Það sama ár kom safn Maurers með íslenskum þjóðsögum út á þýsku en þeim hafði hann safnað á ferð sinni um landið. Fullvissa Jóns um að hans eigið safn yrði einnig gefið út ásamt því að Maurer hafði að vissu leyti undirbúið jarðveginn meðal Íslendinga hefur áreiðanlega orðið til þess að honum fór að ganga söfnunin betur. Sjálfur safnaði hann sögum mest meðal þess fólks sem hann umgekkst í Reykjavík og meðal helstu sagnamanna hans eru Sigurður Guðmundsson málari (1833-1874) og Hólmfríður Þorvaldsdóttir (1812-1876). Hólmfríður var eiginkona Jóns Guðmundssonar (1807-1875) ritstjóra og alþingismanns og heimili þeirra að Aðalstræti 6 (nú 16) var nokkurs konar mennningarmiðstöð Reykjavíkur þess tíma.

Til þess að fá samt sögur allstaðar að af landinu fór Jón þá leið að skrifa vinum sínum og skólabræðrum og öðrum fræðimönnum víðs vegar og lét fylgja með yfirlit eða „Hugvekju“ yfir það sem hann vildi helst að þeir söfnuðu eða létu safna. Hugvekjan var einnig prentuð í blöðum og í leiðbeiningum Jóns til væntanlegra safnara kemur skýrt fram að söfnun hans er undir sterkum áhrifum frá hinum þýsku Grimm bræðrum. Margir áhugasamir tóku til við að safna þjóðsögum og kvæðum og senda Jóni Árnasyni og við tók flókið útgáfuferli. Sumir þeir er hann sendi hugvekjuna skráðu sjálfir sögur en aðrir fengu fólk til að skrá fyrir sig, stundum er sögufólkið nafngreint en stundum ekki.

Hugvekja Jóns Árnasonar sem meðal annars birtist í tímaritinu Íslendingi 19. október 1861.

Jón Árnason tók við öllu, valdi úr sögur til birtingar og skrifaði inngangsgreinar að flokkum sagna. Handritið sendi hann síðan til Guðbrands Vigfússonar (1827-1889) fræðimanns í Kaupmannahöfn sem fór yfir efnið áður en hann sendi það til Konrad Maurers í München. Þar bjó Maurer efnið í hendur þýskra setjara og prentara sem ekki skildu orð í íslensku. Bréfaskipti á milli þeirra þriggja, Jóns, Guðbrands og Maurers, bera vott um að verkið hefur ekki alltaf verið létt, en þjóðsagnasafnið sem ávallt er kennt við Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, kom að lokum út í Leipzig í tveimur bindum árin 1862 og 1864.

Heimildir og myndir:

Upprunalega spurningin frá Andra Leó hljóðaði svona: Hvaða bókmenntalega tímabili bókmenntasögunar tilheyra íslensku þjóðsögurnar?

Höfundur

Rósa Þorsteinsdóttir

rannsóknarlektor á þjóðfræðisviði Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

8.5.2017

Síðast uppfært

9.5.2017

Spyrjandi

Andri Leó Lemarquis

Tilvísun

Rósa Þorsteinsdóttir. „Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?“ Vísindavefurinn, 8. maí 2017, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73860.

Rósa Þorsteinsdóttir. (2017, 8. maí). Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73860

Rósa Þorsteinsdóttir. „Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?“ Vísindavefurinn. 8. maí. 2017. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73860>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær fór Jón Árnason að safna þjóðsögum?
Jón Árnason (1819-1888) þjóðsagnasafnari segir frá því í endurminningum sínum að hann hafi snemma haft áhuga á að heyra sögur og enginn sem gisti á Hofi, æskuheimili hans, slapp við að segja honum þær, jafnvel þó að drengurinn yrði svo lafhræddur að hann varð að biðja móður sína að halda utan um sig í rúminu.

Áhuginn hefur greinlega fylgt Jóni því árið 1845 tóku þeir Jón og Magnús Grímsson (1825-1860), sem þá var skólapiltur við Bessastaðaskóla, sig saman um að safna því sem þeir kölluðu alþýðleg fornfræði. Magnús átti að safna sögum en Jón hjátrú, leikum, þulum, gátum og kvæðum. Safn þeirra með sögnum og kvæðum kom út árið 1852 undir titlinum Íslenzk ævintýri og varð fyrsta prentaða þjóðsagnasafnið sem út kom með íslenskum sögum. Útgáfan hlaut ekki góðar viðtökur og áhugaleysi landsmanna ásamt fjárskorti virðist hafa dregið kjark úr þeim félögum.

Jón Árnason (1819-1888).

Þegar þýski prófessorinn Konrad Maurer (1823-1902) kom til landsins 1858 hvatti hann Jón og Magnús til að halda söfnuninni áfram og lofaði að finna útgefanda að sögunum í Þýskalandi. Magnús Grímsson lést 1860 svo það kom í hlut Jóns Árnasonar að ljúka starfinu. Það sama ár kom safn Maurers með íslenskum þjóðsögum út á þýsku en þeim hafði hann safnað á ferð sinni um landið. Fullvissa Jóns um að hans eigið safn yrði einnig gefið út ásamt því að Maurer hafði að vissu leyti undirbúið jarðveginn meðal Íslendinga hefur áreiðanlega orðið til þess að honum fór að ganga söfnunin betur. Sjálfur safnaði hann sögum mest meðal þess fólks sem hann umgekkst í Reykjavík og meðal helstu sagnamanna hans eru Sigurður Guðmundsson málari (1833-1874) og Hólmfríður Þorvaldsdóttir (1812-1876). Hólmfríður var eiginkona Jóns Guðmundssonar (1807-1875) ritstjóra og alþingismanns og heimili þeirra að Aðalstræti 6 (nú 16) var nokkurs konar mennningarmiðstöð Reykjavíkur þess tíma.

Til þess að fá samt sögur allstaðar að af landinu fór Jón þá leið að skrifa vinum sínum og skólabræðrum og öðrum fræðimönnum víðs vegar og lét fylgja með yfirlit eða „Hugvekju“ yfir það sem hann vildi helst að þeir söfnuðu eða létu safna. Hugvekjan var einnig prentuð í blöðum og í leiðbeiningum Jóns til væntanlegra safnara kemur skýrt fram að söfnun hans er undir sterkum áhrifum frá hinum þýsku Grimm bræðrum. Margir áhugasamir tóku til við að safna þjóðsögum og kvæðum og senda Jóni Árnasyni og við tók flókið útgáfuferli. Sumir þeir er hann sendi hugvekjuna skráðu sjálfir sögur en aðrir fengu fólk til að skrá fyrir sig, stundum er sögufólkið nafngreint en stundum ekki.

Hugvekja Jóns Árnasonar sem meðal annars birtist í tímaritinu Íslendingi 19. október 1861.

Jón Árnason tók við öllu, valdi úr sögur til birtingar og skrifaði inngangsgreinar að flokkum sagna. Handritið sendi hann síðan til Guðbrands Vigfússonar (1827-1889) fræðimanns í Kaupmannahöfn sem fór yfir efnið áður en hann sendi það til Konrad Maurers í München. Þar bjó Maurer efnið í hendur þýskra setjara og prentara sem ekki skildu orð í íslensku. Bréfaskipti á milli þeirra þriggja, Jóns, Guðbrands og Maurers, bera vott um að verkið hefur ekki alltaf verið létt, en þjóðsagnasafnið sem ávallt er kennt við Jón Árnason, Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri, kom að lokum út í Leipzig í tveimur bindum árin 1862 og 1864.

Heimildir og myndir:

Upprunalega spurningin frá Andra Leó hljóðaði svona: Hvaða bókmenntalega tímabili bókmenntasögunar tilheyra íslensku þjóðsögurnar?

...