Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?

Guðrún Kvaran

Í Íslenskri orðabók sem upphaflega var unnin af Árna Böðvarssyni og kom út tvisvar undir hans ritstjórn (1963, 1983) er þessa merkingu ekki að finna undir flettunni kóngur. Hennar er ekki heldur getið í Viðbæti við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefinn var út 1963. Aftur á móti er merkingin ‘reðurhúfa’ komin inn í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar (2002:809) og ef því orði er flett upp stendur ‘fremsti hluti reðurs, kóngur’.

Ekki er ótvírætt hvers vegna fremsti hluti typpis er kallaður kóngur.

Undir flettunni reður er skýringin ‘getnaðarlimur, skökull’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um þessa tilteknu merkingu í orðinu kóngur. Hún er úr bókinni Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon sem kom út 1981:

Hann heldur hægri hendi öfugri um stinnan tittlinginn og hnykkir henni [...] þannig að kóngurinn stingst útúr greipinni.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:493) eru þessar merkingar undir 2 kóngur ‘pípuhaus; rokkstjaki; tindur, hnúkur; kuðungur’. Merkinguna ‘kuðungur’ segir Ásgeir komna úr dönsku kong, konk.

Heitið kóngur yfir fremsta hluta getnaðarlims gæti verið komið af líkingu við pípuhausinn.

Mér hefur ekki tekist að finna gömul dæmi um merkinguna ‘fremsti hluti getnaðarlims’. Ég get mér þess til að heitið kóngur sé komið af líkingu við pípuhausinn, einkum neðsta hlutann á hausnum. Viti einhverjir betur væri gott að frétta af því.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. 1963. Ritstjórar Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Íslensk-danskur orðabókarsjóður, Reykjavík.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

13.11.2017

Spyrjandi

Atli Arnarsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2017. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=74267.

Guðrún Kvaran. (2017, 13. nóvember). Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=74267

Guðrún Kvaran. „Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2017. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=74267>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heitir fremsti hluti typpisins kóngur?
Í Íslenskri orðabók sem upphaflega var unnin af Árna Böðvarssyni og kom út tvisvar undir hans ritstjórn (1963, 1983) er þessa merkingu ekki að finna undir flettunni kóngur. Hennar er ekki heldur getið í Viðbæti við Íslensk-danska orðabók Sigfúsar Blöndals sem gefinn var út 1963. Aftur á móti er merkingin ‘reðurhúfa’ komin inn í þriðju útgáfu Íslenskrar orðabókar (2002:809) og ef því orði er flett upp stendur ‘fremsti hluti reðurs, kóngur’.

Ekki er ótvírætt hvers vegna fremsti hluti typpis er kallaður kóngur.

Undir flettunni reður er skýringin ‘getnaðarlimur, skökull’. Í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er aðeins ein heimild um þessa tilteknu merkingu í orðinu kóngur. Hún er úr bókinni Undir kalstjörnu eftir Sigurð A. Magnússon sem kom út 1981:

Hann heldur hægri hendi öfugri um stinnan tittlinginn og hnykkir henni [...] þannig að kóngurinn stingst útúr greipinni.

Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:493) eru þessar merkingar undir 2 kóngur ‘pípuhaus; rokkstjaki; tindur, hnúkur; kuðungur’. Merkinguna ‘kuðungur’ segir Ásgeir komna úr dönsku kong, konk.

Heitið kóngur yfir fremsta hluta getnaðarlims gæti verið komið af líkingu við pípuhausinn.

Mér hefur ekki tekist að finna gömul dæmi um merkinguna ‘fremsti hluti getnaðarlims’. Ég get mér þess til að heitið kóngur sé komið af líkingu við pípuhausinn, einkum neðsta hlutann á hausnum. Viti einhverjir betur væri gott að frétta af því.

Heimildir og mynd:
  • Íslensk orðabók. 2002. 3. útgáfa, aukin og endurbætt. Ritstjóri Mörður Árnason. Edda, Reykjavík.
  • Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
  • Sigfús Blöndal. Íslensk-dönsk orðabók. Viðbætir. 1963. Ritstjórar Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Íslensk-danskur orðabókarsjóður, Reykjavík.

Myndir:

...