Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?

EDS

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei?

Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmeinnicht á þýsku.

Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis).

Á vefnum Flóra Íslands (floraislands.is) er að finna margskonar fróðleik um plöntur í náttúru Íslands. Það segir um gleym-mér-ei:
[Gleym-mér-ei] er miðlungi stór jurt, víðast algeng á láglendi, en vantar þó á nokkru svæði á Norðausturlandi, og á Hornströndum. Hún fer lítið upp til fjalla, aðeins á örfáum stöðum ofan 500 m, hæst skráð við Laugafell í 720 m við jarðhita. Gleym-mér-eiin hefur krókhár á bikarblöðunum, og festist því auðveldlega við bæði föt og eins ull á kindum, og dreifist líklega nokkuð með þeim.

Blóm gleym-mér-eiar eru 4-5 mm í þvermál. Krónufliparnir eru snubbóttir, heiðbláir, en gulir eða hvítleitir innst við blómginið. Óþroskaðir blómknappar eru rauðleitir og í uppvafinni hálfkvísl áður en þeir springa út; hún réttir síðan úr sér og eftir blómgun virðast leggjaðir bikararnir standa í klasa niður eftir stönglinum. Bikarinn er fimmtenntur, klofinn niður fyrir miðju, alsettur hvítum krókhárum. Fræflar eru 5, innilokaðir í krónupípunni. Aldinleggirnir eru helmingi lengri en bikarinn, fjögur gljáandi dökkbrún deilialdin eru í botni bikaranna. Blöðin eru stakstæð, lensulaga en frambreið (5-7 mm), alsett hvítum hárum eins og stöngullinn.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

8.8.2018

Síðast uppfært

29.3.2019

Spyrjandi

Jón Óskar Arason, Guðný Ellen, Sigurjón Ólafur

Tilvísun

EDS. „Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2018, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74321.

EDS. (2018, 8. ágúst). Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74321

EDS. „Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2018. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74321>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er fræðiheitið á blóminu gleym-mér-ei?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvað getið þið sagt mér um blómið gleym-mér-ei?

Latneska heiti plöntunnar gleym-mér-ei er Myosotis arvensis. Á tungumálum nágranna okkar er heitið ekki ósvipað því íslenska því á ensku kallast plantan field forget-me-not, á dönsku er heitið mark-forglemmigej og Acker-Vergißmeinnicht á þýsku.

Gleym-mér-ei (Myosotis arvensis).

Á vefnum Flóra Íslands (floraislands.is) er að finna margskonar fróðleik um plöntur í náttúru Íslands. Það segir um gleym-mér-ei:
[Gleym-mér-ei] er miðlungi stór jurt, víðast algeng á láglendi, en vantar þó á nokkru svæði á Norðausturlandi, og á Hornströndum. Hún fer lítið upp til fjalla, aðeins á örfáum stöðum ofan 500 m, hæst skráð við Laugafell í 720 m við jarðhita. Gleym-mér-eiin hefur krókhár á bikarblöðunum, og festist því auðveldlega við bæði föt og eins ull á kindum, og dreifist líklega nokkuð með þeim.

Blóm gleym-mér-eiar eru 4-5 mm í þvermál. Krónufliparnir eru snubbóttir, heiðbláir, en gulir eða hvítleitir innst við blómginið. Óþroskaðir blómknappar eru rauðleitir og í uppvafinni hálfkvísl áður en þeir springa út; hún réttir síðan úr sér og eftir blómgun virðast leggjaðir bikararnir standa í klasa niður eftir stönglinum. Bikarinn er fimmtenntur, klofinn niður fyrir miðju, alsettur hvítum krókhárum. Fræflar eru 5, innilokaðir í krónupípunni. Aldinleggirnir eru helmingi lengri en bikarinn, fjögur gljáandi dökkbrún deilialdin eru í botni bikaranna. Blöðin eru stakstæð, lensulaga en frambreið (5-7 mm), alsett hvítum hárum eins og stöngullinn.

Heimildir og mynd:

...