Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni.

Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) eða kvæntur systur hans (hennar)’. Mágkonu er lýst á sama hátt ‘kona þannig tengd þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hún er systir maka hans (hennar) eða gift bróður hans (hennar)’. Svili er samkvæmt sömu bók (2002:1535–36) ‘karl kvæntur systur maka þess sem talar eða talað er um’ og svilkona er ‘kona gift bróður maka þess sem talar eða talað er um’.

Hjónin Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður langbrók. Hallgerður var systir Ólafs páa og því voru Gunnar og Ólafur mágar.

Frændi, frænka eða frændkona eru orð notuð almennt um ættingja þess eða þeirrar sem talar eða talað er um. Frændi er til dæmis bróðursonur eða systursonur og frænka bróðurdóttir eða systurdóttir. Einnig eru móður- og föðursystkin frænkur eða frændar svo að fleira sé nefnt. Nánar virðist ekki farið í skyldleika- eða tengdaorðum.

Myndir:

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.1.2018

Spyrjandi

Oddur Tómas Oddsson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?“ Vísindavefurinn, 15. janúar 2018, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74393.

Guðrún Kvaran. (2018, 15. janúar). Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74393

Guðrún Kvaran. „Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?“ Vísindavefurinn. 15. jan. 2018. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74393>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru til orð í íslensku yfir mann frænku minnar eða konu frænda míns?
Mér er ekki kunnugt um orð sem notað er um eiginkonu frænda eða eiginmann frænku einhvers. Mágur, mágkona, svili og svilkona eru nær í skyldleikaröðinni.

Mágur er samkvæmt Íslenskri orðabók (2002:971) ‘karlmaður þannig tengdur þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hann er bróðir maka hans (hennar) eða kvæntur systur hans (hennar)’. Mágkonu er lýst á sama hátt ‘kona þannig tengd þeim sem talar eða rætt er um (karli eða konu) að hún er systir maka hans (hennar) eða gift bróður hans (hennar)’. Svili er samkvæmt sömu bók (2002:1535–36) ‘karl kvæntur systur maka þess sem talar eða talað er um’ og svilkona er ‘kona gift bróður maka þess sem talar eða talað er um’.

Hjónin Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður langbrók. Hallgerður var systir Ólafs páa og því voru Gunnar og Ólafur mágar.

Frændi, frænka eða frændkona eru orð notuð almennt um ættingja þess eða þeirrar sem talar eða talað er um. Frændi er til dæmis bróðursonur eða systursonur og frænka bróðurdóttir eða systurdóttir. Einnig eru móður- og föðursystkin frænkur eða frændar svo að fleira sé nefnt. Nánar virðist ekki farið í skyldleika- eða tengdaorðum.

Myndir:

...